Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VARKÁR AFSTAÐA
LANDSBANKA
Landsbanki Íslands hefur kom-izt að þeirri niðurstöðu, aðóvarlegt sé að veita 100% lán
til húsnæðiskaupa. Bankinn hefur
ákveðið að hætta slíkum lánveiting-
um og framvegis verði 90% lán af
markaðsverðmæti íbúða hámarkslán.
Rök Landsbankans fyrir þessari
ákvörðun koma fram í samtali við
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra
Landsbankans, í Morgunblaðinu í
gær þar sem bankastjórinn segir
m.a.:
„Nú þegar líður að lokum þessa árs
og farið er yfir málin, þá liggur fyrir,
að veruleg hækkun hefur orðið á
íbúðaverði eða allt að 17% á þessu ári.
Auk þess sýna spár að verðbólgan
geti þróazt í og við efri mörk þeirra
vikmarka, sem Seðlabankanum hafa
verið sett, sem verðbólguviðmið.
Verðbólguþrýstingur er því nokkur
upp á við. Við þessar aðstæður teljum
við það óskynsamlegt fyrir lántak-
endur jafnt sem lánveitendur og þar
fara hagsmunir þessara aðila saman,
að veita 100% lán til íbúðakaupa.“
Rök Íslandsbanka fyrir því að taka
upp 100% lánveitingar voru þau, að
með þeim væri verið að fullfjármagna
fasteignakaup fólks, sem áður hafði
brúað mismuninn með öðrum hætti,
þ.e. skammtímalánum, lánsveðum
eða ábyrgðum skyldmenna. Þetta eru
líka rök, sem standa fyrir sínu.
Augljóst er að Landsbankinn hefur
áhyggjur af því, að verði breytingar
til lækkunar á fasteignaverði geti
verðtryggð lán í vaxandi verðbólgu
farið upp fyrir markaðsverð fast-
eignanna. Slíkt ástand skapaðist í
Bretlandi fyrir rúmum áratug og
leiddi til þess að bankar þar í landi
leystu til sín töluvert af fasteignum,
sem viðskiptavinir þeirra gátu ekki
haldið vegna efnahagsástands, sem
var þeim andsnúið.
Hvað sem öðru líður er ljóst að
Landsbankinn kemur fram af mikilli
ábyrgð í þessu máli. Það er ekki auð-
velt að taka slíka ákvörðun í því kapp-
hlaupi, sem er hér á markaðnum í
veitingu húsnæðislána. Það er aldrei
auðvelt að synda á móti straumnum.
Það er Landsbankinn að gera með at-
hyglisverðum hætti. Varfærni bank-
ans í þessum efnum hlýtur að vekja
menn til umhugsunar um, hvort sam-
keppnin hafi leitt bankana út á hálan
ís.
OFFITA OG AUGLÝSINGAR
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,alþingismaður Samfylkingar,
lagði fyrir skömmu fram á Alþingi
þingsályktunartillögu, þar sem gert
er ráð fyrir takmörkun á auglýs-
ingum um óholla matvöru. Um til-
lögu þingmannsins var fjallað í
Morgunblaðinu í fyrradag.
Engin spurning er um, að offita
er vaxandi vandamál hér á landi
eins og víða um Vesturlönd. Ekki
þarf annað en ganga um götur höf-
uðborgarinnar til þess að átta sig á
því, að í þessum efnum hefur orðið
stórfelld breyting á tiltölulega fáum
árum. Þetta á ekki sízt við um ungt
fólk.
Það er líka rétt sem fram kemur í
tillögu Ástu Ragnheiðar, að offita
eykur verulega líkur á ýmsum öðr-
um sjúkdómum og sálrænir kvillar
sem fylgja offitu eru verulegir.
Hver vill vera akfeitur?
Umræður um offitu, sem afleið-
ingu af óhollum mat hafa verið
verulegar beggja vegna Atlants-
hafsins í nokkur ár. Margir hafa
beint spjótum sínum að matvæla-
framleiðendum í þessum umræðum.
Þeir hafa tekið til sín ásakanir um
að þennan þjóðfélagsvanda megi
rekja til þeirra. Stór matvælafyrir-
tæki hafa breytt vöruframboði sínu
til að mæta þessum ásökunum. Fyr-
irtækin hafa breytt innihaldi matar
og minnkað matarskammta.
Skyndibitakeðjurnar hafa sér-
staklega verið gagnrýndar og þær
hafa brugðizt við með því að breyta
þeim mat, sem þær bjóða viðskipta-
vinum sínum upp á. Það á t.d. við
um McDonald’s á heimsvísu.
Ásta Ragnheiður vill beita tak-
mörkunum á auglýsingum til þess
að takast á við þennan vanda. Vera
má, að slík takmörkun mundi skila
einhverjum árangri. Líklegra er þó
að kerfisbundinn áróður og skipu-
legar aðgerðir til þess að breyta
þeim mat, sem boðið er upp á í skól-
um, mötuneytum og veitingahúsum
mundi skila mun meiri árangri en
takmarkanir á auglýsingum, sem þó
geta vel komið til greina.
Offita er orðin þjóðfélagslegt
vandamál. Við þeim vanda verður
að bregðast og þingmaðurinn á
þakkir skildar fyrir að hafa haft
frumkvæði um að taka þetta mál
upp á Alþingi.
MARK Viravan, vararæðismaður
Íslands í Taílandi, hefur heimsótt
hamfaraslóðirnar í Taílandi, en
hann var staddur á Phuket-eyju í
gær og hafði m.a. heimsótt
sjúkrahús og fullvissað sig um að
þar eru engir Íslendingar.
Flóðbylgjan skall á Phuket-
eyju en verst úti varð Phang-
Nga-svæðið á meginlandi Taí-
lands. Þá skall flóðbylgjan á
Rhnong-svæðið, Fabul- og Krabi-
svæðin, og á eyjuna Phi phi.
Telur 3.000 hafa farist
Viravan heimsótti m.a. Phang-
Nga og þar er ljóst að manntjón
er gífurlegt. Áætla stjórnvöld að
800–900 manns af 1.500 sem talið
er að hafi látist á Taílandi hafi
verið þar en Viravan álítur töluna
vera mun hærri, eða að nærri
2.000 kunni að hafa látist á þess-
um slóðum og rúmlega 3.000 í
Taílandi öllu. Þetta byggir hann á
listum á Netinu yfir fólk sem enn
er saknað. Áætlað er að í kring-
um 100 manns hafi týnt lífi á
Phuket-eyju, en þar er búið að
hreinsa mikið af byggingum og
ástandið nokkuð stöðugt.
Viravan segist hafa ræ
fjölmarga sem komust lífs
hamförunum í Phang-Nga,
dvelja margir ferðamenn
urnar sem hafi skollið á ha
tvær, sú fyrri skall á um k
tíu um morguninn og hin
kjölfarið.
Ölduhæðin var 12 me
Ölduhæðin hafi verið
metrar og flóðbylgjan tey
um kílómetra inn í land. A
Viravans lækkaði sjávary
Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunb
Ástandið langvers
Morgunblaðið/Sverrir
Tómas Pálmi Friðriksson skoðar stórskemmdan bát sem stendur á þurru landi. Mark Vir
Engir Íslendingar á sjúkrahú
FERÐ þotu Loftleiða Icelandic til
eyjunnar Phuket í Taílandi gekk
mjög vel, að sögn Steinars Stein-
arssonar flugstjóra. Flugvélin var
send til Taílands að beiðni
sænskra stjórnvalda og mun hún
flytja um 200 sænska ferðamenn
til Stokkhólms í dag.
Íslenskum stjórnvöldum var
boðið að nýta ferðina austur og
lagði vélin af stað í fyrrakvöld
með teppi og um 10 tonn af vatni
sem Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson gaf.
Áætluð brottför frá Phuket var
klukkan 4:15 í nótt að íslenskum
tíma. Millilenda átti í Dubai í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum
til að taka eldsneyti og þaðan
verður haldið til Stokkhólms.
Fjöldi flugvéla, m.a. frá Loftleiðum, flytur Norðurlandabúa heim
maður beið eftir flugi fyrir Svía, Norðmenn og Dani til Málmeyja
Flytur um 200 sænska
ferðamenn frá Phuket
Morgunblaðið/
Íslenska áhöfnin á Loftleiðavélinni kemur til Phuket í Taílandi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Frá vinst
Hörður Vignir Magnússon, Snorri Leifsson, Ármann Skæringsson, Þorgerður Bjargmundsdóttir, Krist
Ingvadóttir, Birna Katrín Sigurðardóttir, Ragnar Þorsteinsson og Steinar Steinarsson flugstjóri.
FRAMLÖG TIL ÞRÓUNARMÁLA
Sameinuðu þjóðirnar miða við aðframlög þeirra þjóða heims sem
aflögufærar eru til þróunarmála nemi
0,7% af vergri landsframleiðslu.
Á næsta ári munu framlög okkar
nema 0,22% en stefnt er að því, að
þau verði komin upp í 0,35% árið 2009
eða um helming af því, sem SÞ miðar
við.
Sighvatur Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu-
stofnunarinnar hér, segir í samtali
við Morgunblaðið í gær, að meðaltalið
í Evrópu sé nú um 0,3% en að Danir,
Norðmenn og Svíar hafi nú þegar náð
viðmiði Sameinuðu þjóðanna.
Við Íslendingar eigum að leggja
metnað okkar í að gera það líka. Þess
vegna er ástæða til að gera áætlun,
sem byggist á því að við náum þessu
markmiði snemma á öðrum áratug
aldarinnar og jafnvel fyrr.