Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 69 40 1 2/ 20 04 www.urvalutsyn.is 2 vikur – Verð frá: 54.900 kr.* M.v. 4 í smáhýsi með 2 svefnherb. í 14 nætur Bahia Meloneras smáhýsi 1 vika – Verð frá: 39.900 kr.* M.v. 4 í smáhýsi með 2 svefnherb. í 7 nætur *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir 5., 12. og 26. janúar - Aukaflug 19. janúar - Örfá sæti laus 2. og 9. febrúar Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Nánari u pplýsing ar á www.u rvalutsy n.is MIKLAR breytingar eiga sér stað á raforkumarkaðnum hér á landi um áramótin, sem rekja má til nýrra raf- orkulaga sem tóku gildi á síðasta ári. Með breytingunum á sér stað aðskiln- aður á framleiðslu, flutningi, dreif- ingu og sölu á raforku og liður í þessu er stofnun sérstaks flutningsfyrir- tækis, Landsnets, sem er í eigu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Hyggjast Hitaveita Suð- urnesja og Orkuveita Reykjavíkur leigja sín flutningsmannvirki til Landsnets fyrir um 200 milljónir á ári. Um áramótin verður því opnað fyrir samkeppni í raforkuvinnslu og -sölu og þá geta þau fyrirtæki og stofnanir, sem eru aflmæld og nota meira en 100 kílóvött af raforku, valið sér orkusala. Eftir ár munu allir raf- orkukaupendur geta gert slíkt hið sama. Klippt verður formlega á nafla- strenginn frá Landsvirkjun hvað flutningssviðið varðar í dag, með at- höfn sem fram fer í nýjum húsakynn- um Landsnets við Hestháls í Reykja- vík. Ávörp verða flutt og að auki mun Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra opinbera merki Landsnets og opna heimasíðu þess. Um 70 manns munu starfa hjá fyrirtækinu til að byrja með, sem flestir komu frá flutn- ingssviði Landsvirkjunar, en auk höf- uðstöðva við Hestháls mun Landsnet reka stjórnstöðina við Bústaðaveg, sem Landsvirkjun hefur starfrækt til þessa. Þessi breyting á raforkulögunum er til komin vegna tilskipunar Evr- ópusambandsins um sameiginlegan innri markað, þar sem mælt er fyrir um samkeppni í framleiðslu og sölu á raforku. Samkvæmt raforkulögunum er það hlutverk Landsnets að annast flutning raforku og kerfisstjórnun og er fyrirtækinu óheimilt að stunda aðra starfsemi. Allar dreifiveitur og stórnotendur tengjast flutningskerfi Landsnets, en kerfið felur í sér öll flutningsvirki á spennu sem er 66 kílóvött eða meiri. Nokkur flutnings- virki á 33 kV spennu tilheyra einnig flutningskerfinu en öllum virkjunum stærri en 7,5 MW ber að tengjast því frá áramótum. Notendur fá sundurliðaða reikninga frá og með áramótum Frá áramótum ber seljendum raf- orku að skila viðskiptavinum sínum sundurliðuðum reikningum, þar sem fram kemur verð á orkunni sjálfri, flutningnum á henni og dreifingu. Hafa sölufyrirtækin ýmsum skyldum að gegna, m.a. að afla þeirrar orku sem þau endurselja, þeim ber að tryggja að jafnvægi sé á milli orkuöfl- unar og orkusölu á hverjum tíma og gera skriflegan samning við kerfis- stjórn Landsnets sem ábyrgðaraðila á jöfnunarorku. Stjórnunarlegur aðskilnaður mun ríkja á milli Landsnets og eigenda þess og mun flutningsverð raforku frá áramótum byggjast á opinberri gjaldskrá sem grundvölluð er á tekju- ramma, sem háður er verðlagseftirliti Orkustofnunar, samkvæmt breyttum raforkulögum. Verður tekjuramminn endurskoðaður með reglubundnum hætti. Rafveiturnar munu greiða Landsneti fyrir flutning raforku eftir þeirri gjaldskrá. Sýni endurskoðun eftir hvert ár að Landsnet hafi fengið hærri tekjur en Orkustofnun heimilaði þá ber fyrir- tækinu að lækka gjaldskrána ári seinna, þannig að engin hætta sé á því að Landsnet, frekar en önnur sérleyf- isfyrirtæki, geti hækkað gjaldskrár sínar umfram heimildir. Landsnet tekur til starfa um áramótin í nýju raforkuumhverfi Klippt á naflastrenginn frá Landsvirkjun í dag Morgunblaðið/Þorkell Frá stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg, sem frá áramótum verður rekin af flutningsfyrirtækinu Landsneti. Á GAMLÁRSDAG mun nýr yfirmaður taka við stjórn flugvall- arins í Kabúl. Lárus Atlason tekur þá við af Garðari Forberg sem gegnt hefur starfinu frá því í lok nóvember. Lárus verður yfirmað- ur flugvallarins fram til 1. febrúar en þá taka Tyrkir við stjórninni. Þorbjörn Jónsson, sendifulltrúi á skrif- stofu Íslensku friðar- gæslunnar, segir að Garðar hafi óskað eftir að fá að láta af störfum þar sem hann muni taka við starfi framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs hjá Avion-group. Mikil ánægja hafi verið með störf hans á flugvellinum. Garðar tók við flugvall- arstjórninni í nóvember eftir að Hallgrímur Sigurðsson var kallaður heim. Lárus Atlason hélt af stað til Kabúl í fyrradag. Hann hefur lítinn tíma til að setja sig inn í starfið því hann tekur við því daginn eftir að hann kemur til Kabúl og Garðar heldur heim á leið 1. janúar. Þor- björn segir alveg ljóst að þetta sé ekki eins og best verði á kosið. Lár- us hafi á hinn bóginn aflað sér töluverðrar þekkingar á rekstri flugvallarins og verið í góðu sambandi við Garðar. Á Kabúl-flugvelli eru nú 15 íslenskir friðar- gæsluliðar og þeir verða 13 frá og með 1. febrúar 2005 þegar Ís- lendingar láta af stjórn flugvallarins. Þorbjörn segir að gert sé ráð fyr- ir að þeir hverfi á brott 1. júní, eins og um hafi verið samið. Lárus Atlason er verkefnastjóri hjá Atlanta og hefur m.a. haft um- sjón með stofnun dótturfélaga fé- lagsins erlendis. Á árunum 2000– 2002 var hann framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Atlanta og í 14 ár þar á undan var hann deildarstjóri flugrekstrar- og flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands. Áður starfaði hann hjá Arnarflugi sem flugvélstjóri, yfirflugvélstjóri og tæknistjóri. Lárus er flugvélstjóri og flugrekstrarstjóri að mennt. Íslenska friðargæslan Lárus Atlason Nýr yfirmaður Kabúl-flugvallar LÍKLEGT er að allmargir verði yfirheyrðir með réttarstöðu grun- aðra hjá lögreglunni í Keflavík vegna brennufársins í Grindavík á jóladagskvöld. Rannsókn málsins heldur áfram og mun lögregla fljót- lega boða menn til yfirheyrslna. Karl Hermannsson yfirlögreglu- þjónn segir að rannsóknin sé um- fangsmikil enda taki hún til fjölda manna. Margir megi eiga von á ákæru, t.d. fyrir að hindra opinbera starfsmenn í störfum, hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Boðaðir í yfir- heyrslur fljótlega PILTURINN sem slasaðist alvarlega á baki í vélsleðaslysi á Ólafsfjarð- arvegi við Hauganesafleggjara 19. desember sl. liggur nú á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fengust þær upplýsingar að hann væri ekki í lífshættu og að líðan hans væri eftir atvikum. Hann er 15 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri varð slysið með þeim hætti að pilturinn og félagi hans voru að leika sér að því að stökkva yfir veginn á vélsleðum. Pilturinn sem slasaðist sat á kyrr- stæðum sleða þegar félagi hans, 13 ára, stökk á sínum sleða yfir veginn en svo hörmulega vildi til að sleði hans lenti á kyrrstæða sleðanum. Þykir mildi að hann skuli hafa slopp- ið lifandi. Líðan piltsins eftir atvikum ÞRÍR voru með sex rétta í útdrætti gærkvöldsins í Víkingalottói og hlaut hver þeirra rúmlega 21 milljón íslenskra króna í sinn hlut en enginn þeirra er Íslendingur. Dani, Norð- maður og Eistlendingur voru þeir sem duttu í lukkupottinn í þetta sinn. Enginn fékk annan vinning, fimm tölur réttar og bónustölu, en fjórir voru með fimm tölur réttar og fá þeir 97 þúsund krónur hver. Einn Íslendingur hlaut allar tölur réttar í jókernum og fékk hann 1,5 milljónir en miðinn var keyptur í Biðskýlinu á Kópavogsbraut 115 í Kópavogi. Einn Íslendingur með allar tölur réttar í jókernum Í BYRJUN árs 2005 eru áætluð verðmæti í flutningskerfi Lands- nets um 70 milljarðar að stofnvirði en bókfært virði um 32 milljarðar króna. Meginverðmæti eru í há- spennulínum, alls nærri þrjú þús- und kílómetra löngum um allt land, og 66 tengivirkjum, þar sem raf- magn er sett inn eða tekið út af kerfinu. Stjórn Landsnets skipa Páll Harðarson, formaður, Auður Finn- bogadóttir og Kristján Jónsson. Forstjóri nýja fyrirtækisins er Þórður Guðmundsson. Bókfært virði 32 milljarðar TRYGGINGAFÉLAGIÐ VÍS hefur ákveðið að bæta viðskiptavinum sín- um á flóðasvæðum Suðaustur-Asíu tiltekið tjón sem þeir kunna að hafa orðið fyrir þar, þrátt fyrir ákvæði í ferðatryggingum, þar á meðal sem felast í F+ fjölskyldutryggingunni, um að þær taki ekki til tjóns af völd- um náttúruhamfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. VÍS mun greiða kostnað við- skiptavina sinna erlendis vegna sjúkrahúsvistar, læknishjálpar, lyfja eða annarrar sambærilegrar aðstoð- ar. Kostnaður við sjúkraflutning verður einnig greiddur ef slíkur flutningur telst nauðsynlegur og beiðni þar að lútandi er staðfest af lækni SOS International eða umönn- unarlækni. Ofangreint verður af- greitt samkvæmt skilmálum. Bent á neyðarsíma VÍS bendir viðskiptavinum sínum, sem þurfa á brýnni aðstoð að halda, að hringja í neyðarsíma SOS Int- ernational, þjónustuaðila VÍS, í núm- er + 45 70 10 5050. Á vegum SOS International eru læknar og annað hjálparlið á hamfarasvæðunum sem liðsinna eftir megni þeim sem á þurfa að halda. VÍS bætir sjúkra- og læknis- kostnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.