Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdir viðsteyptan sökkulaðalstíflu Kára- hnjúkavirkjunar, svokall- aðan távegg, eru nú orðn- ar um fjórum mánuðum á eftir áætlunum en aðrir verkþættir ganga vel og eiga þessar tafir að óbreyttu ekki að raska tímaáætlun fyrir fram- kvæmdir við Kárahnjúka í heild. Til stóð að Impregilo myndi ljúka við að hlaða stífluna í apríl í vor og er nú unnið við steypuvinnu undir sérstöku segltjaldi svo standa megi við áætl- anir en upphaflega stóð ekki til að að vera við steypuvinnu yfir háveturinn. Þrátt fyrir að menn reyni nú að steypa undir seglinu er talið óhjákvæmi- legt að tafir kunni að verða í vetur við steypuframkvæmdirnar ef gerir mjög vond veður eða grimmdarfrost. Táveggurinn sjálfur er mikill að vöxtum, í raun gegnheilt steypu- stykki um 60 metra langt, allt að 45 metra hátt og allt að 20 metrar að þykkt og var gert ráð fyrir að í távegginn færu um 66 þúsund rúmmetrar af steypu. Aðalstíflan sjálf verður svo 193 metra há og 730 metra löng en mun lægri og lengri stíflur verða síðan beggja vegna hennar. Stíflurnar verða gerðar úr grjóti og þjöppuðu mal- arefni en síðan verður steypt járn- bent kápa með sérstökum skrið- mótum en ekki er hægt að steypa hana á meðan frost er. Kápan verður um 60–70 sentimetra þykk neðst en þynnist síðan og verður um 30 sentímetrar efst. Ástæður tafa við framkvæmdir við távegginn voru þær að þegar búið var að veita Jöklu úr farveg- inum í hjáveitugöng kom í ljós að mun lengra var niður á fast und- irlag en menn höfðu gert ráð fyrir eða um sjö metrum lengra og allt að tólf metrum lengra undir stífl- unni sjálfri. Táveggurinn var því „hækkaður“ niður á við sem þessu nam og öll vinna við hann varð um- fangsmeiri. Þá bættist við að mis- gengissprunga reyndist vera í botninum, skáhallt yfir gilið, og gera þurfti sérstakar ráðstafanir í steypuvinnunni til þess að tryggja að ekki læki vatn eftir misgenginu og undir stífluna. Þá voru einnig settir sérstakir þéttiborðar o.fl. til þess að tryggja að mannvirkið þyldi hugsanlegar hreyfingar í misgengissprungunni. Hanna þurfti mannvirkið að hluta til upp á nýtt vegna þessa. Þá má einnig nefna að flóðið sem varð í Jöklu seint í sumar tafði verkið um allt að tvær vikur auk þess sem líka urðu tafir vegna slyss en í kjölfar þess var ráðist í að hindra hrun úr gljúfrinu. Þannig að segja má að ýmsir þættir hafi átt þátt í að tefja framgang verksins. Þarf að endursemja sérstaklega við Impregilo Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir að þegar vandamál af þessu tagi komi upp þurfi að endursemja sérstaklega við Ítalina. „Þannig er þetta alltaf í öllum svona mannvirkjanafram- kvæmdum, þau eru ekki fullhönn- uð fyrr en eiginlega jafnóðum og þá koma iðulega upp tilvik sem þarf að semja sérstaklega um. Það var reyndar gert mikið átak í því núna fyrir áramótin að hreinsa allt slíkt upp við Impregilo og ganga frá samningum um allan kostnað og að vinna upp þessa áætlun í framhaldinu. Þannig að það er frá- gengið,“ segir Sigurður. Spurður um kostnað vegna þessa segir Sigurður að hann vegi ekki hlutfallslega mjög þungt en verkið sé hins vegar það stórt að allar breytingar af þessu tagi kosti umtalsvert fé. „En við höfum aldrei viljað gefa upp niðurstöður varðandi einstök atriði í svona samningum, það er litið á það sem viðskiptaleynd. Það er fyrst og fremst vegna sam- keppnisaðstöðu gagnvart öðrum verktökum, menn vilja ekki spila alla hluti fyrir opnum tjöldum.“ Aðspurður segir Sigurður það ekki rétt, eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum, að meginástæð- an fyrir töfum sé að ekki hafi náðst þau afköst með mannskapnum við Kárahnjúka sem stefnt hafi verið að. „Auðvitað var það einn þátt- urinn að þeim gekk hægar að ná upp afköstum í þessari steypu- vinnu en við höfðum vonað en það var ekki aðalástæðan.“ Sigurður tekur fram að vinna við távegginn sé aðeins einn af mjög mörgum þáttum í þessum miklu framkvæmdum, allir aðrir verkþættir séu á góðu róli og jafn- vel á undan áætlun. Spurður um áhrif tafanna við tá- vegginn á heildarframvindu fram- kvæmdanna við Kárahnjúka segir Sigurður að eins og staðan sé í dag sé planið að komast nokkurn veg- inn á rétt ról með framkvæmdirn- ar næsta sumar. Aðalmálið sé að menn geti byrjað að safna vatni 1. september 2006 en vetrarrennslið í lónið eigi að duga til að fylla svo- kallað dauðarými, þ.e. rýmið fyrir neðan lægsta rekstrarvatnsborð þannig að 1. apríl verði komið nóg vatn til þess að setja af stað fyrstu vélina af sex. Í vorleysingum haldi lónið svo áfram að fyllast, vélarnar fari smám saman í gang þangað til virkjunin verði komin í fullan rekstur í október 2007. Fréttaskýring | Kárahnjúkavirkjun Verkið verði á áætlun í vor Vinna Impregilo við távegg undir stíflu um fjórum mánuðum á eftir áætlun Vinna við stóru stífluna hefur tafist talsvert. Margir ytri þættir hafa tafið framgang verksins  Ástæður tafa á framkvæmdum við sökkul stíflu virkjunarinnar eru einkum þær að mun lengra var niður á fast undirlag en menn höfðu gert ráð fyrir. Auk þess reyndist vera misgengis- sprunga í botninum, skáhallt yfir gilið, og gera þurfti sér- stakar ráðstafanir í steypuvinn- unni til þess að tryggja að ekki læki vatn eftir misgenginu og undir stífluna. Þá tafði flóð í Jöklu seint í sumar verkið um allt að tvær vikur. arnorg@mbl.is STRAUMUR fór af stóriðjuverun- um á Grundartanga; álveri Norður- áls og járnblendiverksmiðju í fyrri- nótt og lá framleiðsla þar niðri í tæpa klukkustund. Orsök þessa voru bilanir sem urðu í raforku- dreifingarkerfi Landsvirkjunar í kjölfar ísingar og seltu. Þessi trufl- un var yfirstaðin tæpri klukku- stund seinna og var stóriðjunni gefið leyfi til að taka upp fullt álag aftur upp úr klukkan hálffimm í gærmorgun. Að sögn Þórhalls Hrafnssonar, verkfræðings í kerfisstjórn Lands- virkjunar, voru bilanirnar tvær sem báðar mátti rekja til ísingar á línum. Annars vegar varð raf- magnslaust á Suðurlandi á öðrum tímanum í nótt en rafmagn fór meðal annars bæði af á Selfossi og í Hveragerði. Var allt komið í samt lag innan við klukkustund seinna. Rétt fyrir klukkan fjögur í fyrri- nótt varð svo viðameiri truflun er rafmagn fór af öllu Vesturlandi, Vestfjörðum og norður og austur um að Laxárvatni við Blönduós. Þórhallur sagði í samtali við Morgunblaðið að frumorsök bilun- arinnar hefði verið ísing og selta. „Ísing og sennilega einhver selta olli yfirslætti í stöð Landsvirkjunar á Brennimel. Allt er nú í fullum rekstri nema sú eining á Brenni- mel þar sem sló út á svokölluðum þétti. Það sem var sérstakt við veðrið í nótt var ísingarástandið en hvassviðrið sem slíkt hefur ekki þessi áhrif og útheimtir ekki sérstakan viðbúnað af okkar hálfu.“ Að sögn Þórhalls hafði bilunin ekki teljandi tjón í för með sér annað en það að framleiðslu- tap varð í stóriðj- unni. „Þá hafði raf- magnsleysið í för með sér óþægindi fyrir viðskiptavini.“ Talsverðar raf- magnstruflanir urðu á veitusvæði Orku- veitu Reykjavíkur. Ástæður truflananna má rekja til sam- sláttar á háspennu- línum, sem urðu til þess að háspennurof- ar í aðveitustöðvum leystu út og ollu rafmagnsleysi á nokkrum stöð- um. Að sögn Guðmundar Sigur- vinssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, varð ekkert tjón á veitusvæðinu. „Við erum með okk- ar veitusvæði undir stöðugu eft- irliti allan sólarhringinn og það kemur fljótt fram ef einhver út- sláttur verður og þá er gripið til viðeigandi ráðstafana.“ Upp úr kl. 2 eftir miðnætti fór rofi í aðveitustöð við Korpu út vegna samsláttar í Korpulínu og varð rafmagnslaust í hluta Graf- arvogshverfis í um það bil 30 mín- útur. Rofi í aðveitustöð í Elliðaár- dal fór út og varð rafmagnslaust á Vatnsendasvæði, í Bláfjöllum og Hveradölum í nokkrar mínútur. Rofi í aðveitustöð í Mosfellsbæ fór út og varð rafmagnslaust í Helga- dal og Mosfellsdal í stuttan tíma. Um fjögurleytið varð rafmagns- laust á Akranesi í rúmlega 30 mín- útur. Miklar truflanir urðu einnig í hitaveitum Orkuveitunnar á Suður- landi vegna útleysinga í landskerf- inu en að sögn Guðmundar stóðu þær stutt yfir og ollu engu tjóni. „Við búumst ekki frekar við áframhaldandi truflunum en þegar veðrið er með þessum hætti er við- búnaðurinn þó meiri,“ sagði Guð- mundur. Ísing og selta olli rafmagnsleysi sunnanlands og vestan Straumur fór af stóriðju- verunum á Grundartanga Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rafmagnstruflanir urðu víða í fyrrinótt á Suðvest- urlandi vegna óveðurs, einkum seltu og ísingar. MIKIÐ snjóaði á Akureyri um jólin og enn er unnið að því að koma öllum snjónum burt. Þessi vélskófla og vörubíll voru að athafna sig í Norðurgötunni á Oddeyri þegar ljósmyndari átti þar leið um. Af nógu er að taka í bænum, bílhlössin líklega orðin óteljandi og eins gott að Pollurinn er stór – og tekur endalaust við. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjómokstur á Akureyri  INGI Örn Pétursson varði dokt- orsritgerð sína við stærðfræðideild University of Warwick 2. desember 2003. Andmælendur voru dr. McKenzie Wang, prófessor við McMaster Uni- versity, Hamilton og dr. John Rawnsley, pró- fessor við Uni- versity of War- wick. Leiðbein- andi var dr. Mario Micallef, prófessor við University of Warwick. Heiti ritgerðarinnar er „Almost positive isotropic curvature and surgery“. Hún tilheyrir því und- irsviði diffurrúmfræði sem kallast riemönsk rúmfræði (eftir þýska stærðfræðingnum Bernard Rie- mann). Það er grundvallar viðleitni í riemannskri rúmfræði að finna tengsl milli krappa skilyrða og grannfræði. Í doktorsritgerðinni er rannsakað krappa skilyrði sem fæst með því að veikja jákvæða krappa skilyrðið; og það skilyrði kallað „næstum jákvæð- ur“ krappi. Aðalniðurstaða dokt- orsritgerðarinnar er sönnun á að ef gerður er rúmfræðilegur skurður á víðáttu sem hefur næstum jákvæðan krappa þá hefur sú víðátta sem fæst eftir skurðinn líka næstum jákvæð- an krappa. Ingi Örn Pétursson lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1992, BS-gráðu í stærðfræði við Háskóla Íslands 1998 og MSc í stærðfræði við University of War- wick 1999. Hann hefur haldið áfram rannsóknum sínum við Institut Fourier í Grenoble, Frakklandi. Hann er sonur Péturs Ingimund- arsonar og Margrétar Halldóru Ingadóttur. Doktor í stærðfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.