Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 46
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
OG NÚ SNÚUM VIÐ
OKKUR AFTUR AÐ HINU
LEYNDARDÓMSFULLA
LEIKHÚSI GRETTIS
GRETTIR,
HVAR ER
SAMLOKAN
MÍN?!
SUMUM
SPURNINGUM
LÍFSINS FÆR
MAÐUR ALDREI
SVARAÐ
ÉG HELD ÉG HAFI REITT
NOKKRAR FJAÐRIR...
HVAÐ
ER
KLUK-
KAN?
HVERNIG
ER VEÐRIÐ
ÚTI?
FARÐU BARA OG
LÍTTU Á KLUKKUNA
FARÐU
BARA ÚT
OG GÁÐU
HVAÐ
KEMST
BÍLLINN
HRATT?
FARÐU
...
GÓÐ
TILRAUN..
OOO!!!
Svínið mitt
BLESS
FÉLAGAR!
© DARGAUD
ÁÁIII!! MEXÍKÓARNIR
ERU AÐ KOMA
ÉG VERÐ
AÐ HLAÐA
BANG!
BANG!
BANG! AAA...
ÞÚ NÁÐIR
MÉR
CARAMBA
QUE?
ELSKAN ÆTLAÐIR
ÞÚ EKKI AÐ LEIGJA
VESTRA Í KVÖLD?
NEIBB! Í KVÖL ER
FRÆÐSLUKVÖLD!
ÞAÐ ER MYND
UM GRASKER SEM
VIÐ ÆTLUM AÐ
HORFA Á
BÖRNIN
VERÐA
YFIR SIG
HRIFIN
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 30. desember, 365. dagur ársins 2004
Víkverji fékk sér-kennilegt símtal
nokkru fyrir jól. Far-
sími hans hringdi á
miðjum degi og þýð og
elskuleg kvenmanns-
rödd minnti Víkverja
á að stutt væri til jóla
og að hann þyrfti að
láta klippa sig fyrir
jólin. Var einna líkast
því sem þessi kona
hefði þekkt Víkverja
um langt árabil. Þetta
var þá starfskona á
hárgreiðslustofu sem
Víkverji hafði farið
einum tvisvar sinnum
á áður en minntist þó
ekki að hafa gefið þar upp farsíma-
númer sitt þótt það kunni vel að hafa
verið. Starfskonan greindi Víkverja
frá því að allir tímar fyrir jólin væru
að verða upppantaðir og hvatti hann
til að festa sér tíma strax. Hik kom á
Víkverja þar sem hann er einn af
þeim sem pantar aldrei tíma á hár-
snyrtistofum heldur svona rambar
inn á þær þegar hann uppgötvar allt
í einu að hárið er farið að fara fyrir
augun á honum. Hann sagðist því
skyldu skoða málið. „Jæja, elskan
mín, þú verður þá bara í bandi við
okkur,“ sagði röddin þýða. Víkverji
varð hálforðlaus við þessi innilegu
skilaboð og bjóst hálft
í hvoru við að konan
myndi bjóða honum
heim til sín eða að
minnsta kosti út að
borða. Ekkert varð þó
af því og Víkverji var
þó leynt og ljóst
ánægður með hversu
hrifið kvenfólk virtist
vera af honum.
x x x
En þá skaut uppminningu um fyrri
kvenhylli Víkverja
þegar hann mætti
seint í stóra kirkju til
að vera viðstaddur
giftingu vinar síns og settist fyrir
miðjum sal. Undir giftingunni voru
ýmsar fagrar konur sífellt að gefa
Víkverja auga, snúa sér við og reyna
að ná augnsambandi við hann. Vík-
verji sem var óvenjulega vel til hafð-
ur var upp með sér og hjartað fór að
slá örar í brjósti hans og í huganum
fór hann að sýta það að hafa bundist
aðeins einni konu. Víkverji gleymdi
sér gersamlega í þessum vinsældum
hjá kvenkyninu og það rann því ekki
upp fyrir honum fyrr en giftingunni
var nærri lokið að hann var eini karl-
maðurinn þeim megin í kirkjunni
sem hann sat.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Loftkastalinn | Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld
söngleikinn Martröð á jólanótt, en handritið er byggt á kvikmyndinni „The
Nightmare before Christmas“ eftir hinn þekkta og virta leikstjóra Tim
Burton. Sagan segir frá tilraun hrekkjavökukóngsins Jack Skellington til að
halda jól eftir að hann kynnist fyrir slysni undri jólanna. Það gengur þó brös-
uglega því ekki allir íbúar Hrekkjavökulands skilja jólin eins vel og útkoman
verður allundarlegur kokkteill jóla og hrekkjavöku.
Inn í söguna fléttast einnig hin fagra Sally, sem elskar Jack úr fjarska en
óttast útkomu hamslausrar kappsemi hans. Í anda sannra góðra ævintýra fer
þó allt vel að lokum og allir verða hinir kátustu.
Morgunblaðið/Þorkell
Martröð á jólanótt
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá
veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. (Sálm. 139, 2.)