Morgunblaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
A
ðfangadagur jóla er
mikilvægur tími í
huga flestra Íslend-
inga. Hann er tími
fjölskyldunnar, tími
hátíðar og hefða. Allt skal helst
vera eins og það hefur alltaf
verið. Jólasteikin, jólapakkarnir,
jólafötin og jólatréð – allt er
þetta ómissandi hluti jólanna.
Ég ákvað hins vegar að bregða
út af vananum um þessi jól. Fór
þó ekki til Kanaríeyja eins og
hundruð Íslendinga, heldur til
Úkraínu. Nánar tiltekið til
Kænugarðs, höfuðborgar Úkr-
aínu, og síðan til borgarinnar
Zhytomir, sem er rétt vestan við
Kænugarð. Ferð mín til þessa
framandi lands hlaut misjafnar
undirtektir meðal vina og
vandamanna. Ekki síst í ljósi
þess að nú
eru jólin –
hin mik-
ilvæga fjöl-
skylduhátíð.
Það þykir
með öðrum
orðum stór ákvörðun að
„sleppa“ jólunum og eyða þeim
„aleinn“ á ókunnum slóðum.
„Hrikaleg örlög að vera í Kænu-
garði um jólin,“ sagði einn kunn-
ingi við mig; kannski þó meira í
gríni en alvöru. Aðrir voru
meira uppörvandi. „Það koma
jól eftir þessi jól,“ sagði nákom-
inn ættingi hughreystandi. „Að-
ventan er í raun stærsti hluti
jólanna, þ.e. tilhlökkunin og
undirbúningurinn. Dagurinn
sem allt snýst um, aðfangadagur
jóla, er liðinn áður en maður
veit af.“
Það eru orð að sönnu. Með
þau orð í farteskinu, einn jóla-
pakka, og hlý föt hélt ég af stað
til Úkraínu, tveimur dögum fyr-
ir aðfangadag. Þar hélt ég eft-
irminnileg jól. Þau voru hvorki
hvít né rauð – heldur appels-
ínugul. Litur byltingarinnar,
sem hafnaði niðurstöðum for-
setakosninganna í lok nóvember
sl. og þrýsti á um endurteknar
kosningar, átti eftir að ráða ríkj-
um, að minnsta kosti í vestur-
hluta landsins. Áður en lengra
er haldið má geta þess að Úkr-
aínumenn halda flestir jólin há-
tíðleg 6. og 7. janúar. Þá daga
heldur stórfjölskyldan veislu;
hátíðarmatur er borinn á borð
og söngvar eru sungnir. Þeir
gefa líka hver öðrum gjafir. Þó
ekki á jólunum, eins og við,
heldur um áramótin. Fjöl-
skyldan hittist á gamlársdag,
setur pakka undir jólatré, og
opnar þá á gamlársdag og ný-
ársdag. „Við notum hvert tæki-
færi til að fagna og halda veisl-
ur,“ útskýrði úkraínsk stúlka.
Hljómar óneitanlega kunn-
uglega í eyrum Íslendings.
Það var lítið sem minnti á að-
fangadag jóla, okkar Íslendinga,
í borginni Zhytomir, þegar ég
kom þangað hinn 24. desember.
Þetta var bara ósköp venjulegur
föstudagur. Heimamenn voru
uppteknir við að sinna sinni
hversdagslegu iðju. Einhverjir
voru þó augljóslega með hugann
við jólin. Af og til mátti til dæm-
is sjá konur og karla draga á
eftir sér lítið grenitré í snjónum.
Miðbærinn hafði líka verið
skreyttur örlítið, með einstökum
jólatrjám og jólaljósum. En það
var ekki bara jólaskraut sem
prýddi, ef svo má segja, miðbæ-
inn í Zhytomir, fremur en aðra
bæi í Úkraínu. Víða mátti sjá
appelsínugula og bláa borða,
sem minntu á forsetakosning-
arnar sem framundan voru.
Borðarnir voru hnýttir á trjá-
greinar, á útvarpsstangir bíla og
á ljósastaura. Þeir sem hafa
fylgst með kosningunum í Úkr-
aínu vita að litirnir eru tákn for-
setaframbjóðendanna; appels-
ínuguli liturinn er litur
Jútsenkós og blái liturinn er lit-
ur Janúkovíts. Einn daginn sá
ég krakka hnýta bláa borða á
trjágreinar við aðalgötu Zhytom-
ir. Næsta dag sá ég aðra krakka
taka niður bláu borðana og
hnýta appelsínugulu borðana í
staðinn. Síðarnefndi liturinn var
þó meira áberandi í bænum enda
tilheyrir hann vesturhluta lands-
ins, þeim landshluta þar sem
Jútsenkó sækir helst fylgi sitt.
Janúkóvíts sækir meira fylgi til
austur- og suðurhluta landsins.
En aftur að jólunum. Þrátt fyrir
að Úkraínumenn haldi ekki upp
á jólin 24. desember kom ekki
annað til greina, í mínum huga,
en að gera sér glaðan dag, þá
um kvöldið. Eftir að hafa komið
mér fyrir á hótelherberginu í
Zhytomir (sem var svo kalt að
það tók því ekki að setja vatns-
flöskurnar inn í ísskáp – hita-
stigið í herberginu hélt þeim
köldum) ákvað ég, ásamt hópi
útlendinga, að finna veitingastað
þar sem hægt yrði að halda upp
á jólin að okkar hætti, og borða
„jólamáltíðina“. Eini staðurinn
sem var laus var ítalskur veit-
ingastaður, af öllum, í mið-
bænum. Niðurstaðan var semsé
þessi: aðfangadagur á ítölskum
pitsustað í Úkraínu. Er hægt að
hugsa sér meiri þversögn? Ég
verð alltént að viðurkenna að
jólastemningin var ekki sér-
staklega mikil. Tveimur dögum
síðar rann annar veruleiki upp.
Úkraínumenn kusu sér forseta
og hinn 27. desember kom í ljós
að Jútsenkó hafði hlotið meiri-
hluta atkvæða. Þúsundir fylg-
ismanna hans söfnuðust saman í
miðborg Kænugarðs til að fagna
úrslitunum þá um kvöldið. Nánir
stuðningsmenn Jútsenkós héldu
sigurræður og fólk hrópaði nafn
hans; Jútsenkó, Jútsenkó. App-
elsínuguli liturinn var ríkjandi,
en lítið bar á bláa litnum.
Götusölumennirnir sáu sér
leik á borði. Gömlu trébabúsk-
unum og öðrum hefðbundnum
söluvarningi var ýtt til hliðar
fyrir appelsínugular vörur;
trefla, húfur, rósir og jafnvel
kanínueyru. Aldnar sölukonar og
sölukarlar, sem sennilega muna
tímana tvenna, höfðu skyndilega
nóg að gera. Biðraðir mynduðust
fyrir framan sölubásana, flestir
vildu eignast appelsínugular
vörur. Verðið hækkaði líka eftir
því sem eftirspurnin varð meiri.
Þrátt fyrir fjöldann var and-
rúmsloftið rólegt. Fólk spókaði
sig um með appelsínugula tákn-
ið, var glaðlegt á svip og batt
greinilega miklar vonir við nýjan
forseta, t.d. væntingar um betri
lífskjör. Hvort þær væntingar
eiga eftir að verða að veruleika
verður tíminn einn að leiða í ljós.
Appelsínu-
gul jól
„Gömlu trébabúskunum og öðrum hefð-
bundnum söluvarningi var ýtt til hliðar
fyrir appelsínugular vörur; trefla, húfur,
rósir og jafnvel kanínueyru.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
EFTIR að Framsóknarflokkur-
inn tók við völdum í stjórnarráðinu
má fullyrða að efnahagsstjórnunin
hafi farið halloka. Seðlabanki Ís-
lands heyrir undir forsætisráðu-
neytið. Þrátt fyrir út-
rás bankanna á
innlendum fasteigna-
markaði hefur rík-
isstjórn Íslands ekk-
ert aðhafst í málinu.
Seðlabankinn vinnur
eftir pólitískri stefnu
sem ríkisstjórnin set-
ur stofnuninni og má
því fullyrða að rík-
isstjórn Íslands fái
falleinkunn í aðgerða-
leysi sínu á ein-
hverjum mestu
þenslutímum í sögu
íslensku þjóðarinnar. Það hlýtur að
teljast athugsunarvert þegar for-
stjóri eins stærsta fjármálafyr-
irtækis þjóðarinnar stígur fram á
sviðið og gagnrýnir óbeint rík-
isstjórnina, fjármálaeftirlitið og
Seðlabanka Íslands fyrir þann
ótrúlega dofa að láta íslenskar
bankastofnanir komast upp með
innspýtingu fjármagns (erlent
lánsfé) í eins miklum mæli og
raunin hefur verið á undanförnum
misserum. Gagnrýni forstjórans
ætti í raun að hafa komið úr hinni
áttinni, frá ríkisstjórninni. Það
myndi margur hvá við ef Emil vin-
ur okkar í Kattholti myndi taka
föður sinn karlinn á teppið fyrir
skamma sig ekki fyrir asnaprikin.
Í stað þess að viðhalda stöðugleika
í efnahagsmálum þjóðarinnar
ákvað ríkisstjórn Íslands að elta
framsóknarloforðið um 90% hús-
næðislánin. Og það þrátt fyrir að
fjármálafyrirtæki á markaði væru
þegar farin að bjóða 100% lán og
oftast á lægri vöxtum. Fram-
leiðslufyrirtæki, útflutningsfyr-
irtæki og margvíslegur iðnaður í
landinu verður fyrir barðinu á
þessum asnaprikum ríkisstjórn-
arinnar. Gengi krónunnar er í dag
útflutningsatvinnuvegunum mjög
óhagstætt. Hinn vinnandi maður,
sjómaðurinn, fiskverkunarkonan,
hátæknifyrirtæki í framleiðslu eins
og Marel, Össur og
fleiri fá þungar byrðar
af þessu framsókn-
arsukki og bulli eins
og ég leyfi mér að
kalla aðgerðir rík-
isstjórnarinnar.
Hvernig geta sannir
sjálfstæðismenn sætt
sig við þessa þróun?
Ríkisstjórnarsam-
starfið hlýtur að vera
þeim erfitt í dag. Það
er Framsóknarflokk-
urinn sem dregur
vagninn í ranga átt og
er við stjórnvölinn í ríkisstjórn-
arsamstarfinu í dag.
Snúum vörn í sókn
Í stað þess að spila varnarleik
við fyrirtækin í landinu, rétt eins
og Íbúðalánasjóður gerir á fast-
eignamarkaði við fjármálafyrirtæki
á markaði, tel ég aðrar leiðir betri
og skynsamlegri. Í fyrsta lagi ber
okkur að vinna með fyrirtækjunum
í stað þess að berjast við þau.
Endurskoðum hlutverk Íbúðalána-
sjóðs og tryggjum að félagið keppi
ekki á sama markaði og önnur
frjáls fjármálafyrirtæki í landinu. Í
annan stað vil ég sjá samleið og
samvinnu milli íslenskra yfirvalda
og íslenskra stórfyrirtækja í útrás.
Sjálfstæðismenn eiga að hengja
orðu á Jón Ásgeir Jóhannesson í
stað þess að elta hann uppi og
finna honum allt foráttu. Fyrirtæki
hans hefur unnið stórvirki um víð-
an völl. Er ekki gáfulegt að ís-
lenskur iðnaður, íslensk fram-
leiðsla og íslenskur útflutningur fái
tækifæri með eins öflugum fé-
lögum og Baugur Group & Big
Food Group? Í þriðja lagi ber okk-
ar að stórefla nýsköpun í þessu
landi. Skilyrði er að framsókn-
armenn komi þar ekki að dreifingu
fjármagns heldur að hvati frá rík-
isstjórninni verði settur fram til
fjármálafyrirtækja á markaði að
fjárfesta tímabundið í óskráðum
félögum. Er hugsanlegt að lífeyr-
issjóðirnir eigi þar hlutverki að
gegna? Við getum ekki sett alla
ábyrgðina á stóriðjufyrirtæki í
eigu erlendra aðila. Í fjórða lagi
ber okkur að opna á rannsóknir og
vísindi í íslenskum sjávarútvegi.
Það verður að viðurkenna þá
hörmung sem fylgt hefur aðferða-
fræði HAFRÓ og Árna Mathiesen
ráðherra. Stöðnun eða miklu frek-
ar afturför er raunin að óbreyttu.
Tekjurnar er rígbundnar í úrelt
vísindi sem eiga ekkert erindi við
umhverfið okkar og þær sí-
breytilegu aðstæður sem koma
upp hverju sinni í umhverfinu. Ís-
lensk þjóð getur stóraukið tekjur
sínar af sjávarútvegi með því einu
að gefa hafrannsóknir frjálsar.
Þessu verðum við að breyta. Þó
það verði mitt síðasta verk mun ég
berjast af alefli fyrir breyttum
áherslum á þessu sviði. Hér er um
að ræða eitt stærsta og veigamesta
mál sem lýtur að efnahagsmálum
þjóðarinnar. Til allrar lukku virð-
ast landsmenn, fleiri og fleiri,
styðja þá fullyrðingu að HAFRÓ
og Árni Mathiesen hafa brugðist
hlutverki sínu. Það er kominn tími
til að fjölmiðlar vakni fyrir málinu
og sinni því af krafti.
Það á engan að undra þegar
sagt er að sjálfstæðismenn, í sinni
vinstri sveiflu, tryggi að Frjáls-
lyndi flokkurinn sé eina heilbrigða
hægra aflið í íslenskum stjórn-
málum í dag.
Sókn er
besta vörnin
Gunnar Örlygsson
fjallar um stjórnmál
’Þó það verði mitt síð-asta verk mun ég berj-
ast af alefli fyrir breytt-
um áherslum á þessu
sviði.‘
Gunnar Örlygsson
Höfundur er alþingismaður.
MÉR blöskra skrif Sverris Her-
mannssonar um Íraksmálið og sú
blinda heift sem hann virðist hald-
inn í garð forsætis- og utanrík-
isráðherra, t.d. í Morgunblaðinu
23. desember sl. Ég ætla að halda
áfram í góða ímynd af
Sverri þegar hann var
öflugur málsvari
Austfirðinga sem
þingmaður kjördæm-
isins. Við erum mörg
sem erum Sverri
þakklát fyrir vel unn
verk hans, ekki síst
þegar hann barðist
fyrir stóriðju á Reyð-
arfirði og virkjun hér
fyrir austan. Viðsnún-
ingur hans afstöðu til
þeirra mála virðist
eitt dæmi af mörgum
um heift í garð forsætis- og utan-
ríkisráðherra.
Mér leist ekki á blikuna þegar
Sverrir, sem bankastjóri Lands-
banka Íslands, stóð að því að
ákveða hærri vexti í Landsbanka
Íslands, en ríkisstjórn og Seðla-
banki höfðu þá ákveðið! Þá skrifaði
Davíð sem forsætisráðherra Sverri
áminningarbréf – sem Sverrir lét
svo birta opinberlega. Auðvitað
hafði Sverrir ekkert umboð, sem
bankastjóri ríkisbanka í 100% eigu
ríkisins, til að ákveða hærri vexti
en ríkisstjórn og Seðlabanki. Svo
hætti Sverrir sem bankastjóri og
síðan þá virðist hann óstöðvandi í
blindum hefndaraðgerðum gagn-
vart forsætis- og utanríkis-
ráðherra. Mér þykir nóg komið!
Þegar utanríkis- og forsætisráð-
herra leiddu ákvarðanatöku í
Íraksmálinu höfðu þeir ekki bara
fullt umboð sem æðstu handhafar
framkvæmdavaldsins, heldur ríkar
skyldur til athafna í samræmi við
varnarsamning okkar
við Bandaríkin og að-
ild Íslands að NATO.
Ráðherrar og rík-
isstjórn höfðu fullt
umboð og skyldur til
að starfa, með meiri-
hluta vestrænna lýð-
ræðisríkja gegn
hryðjuverkum og ógn-
arstjórnum. Að halda
öðru fram er ekki
bara pólitískur þvætt-
ingur heldur rógburð-
ur! Þeir sem eru póli-
tískt á móti vestrænu
samstarfi í varnar- og öryggis-
málum og á móti alþjóðlegu sam-
starfi gegn hryðjuverkum – þeir
um það. En ég er búinn að fá upp í
háls af þvættingi um að ríkisstjórn
Íslands hafi ekki haft umboð til að
setja Ísland á lista hinna staðföstu
þjóða. Þeir höfðu fullt umboð skv.
stjórnskipun lýðveldisins! Þeir sem
nú ætla að birta auglýsingu í New
York Times – til að reyna að vera
okkur öllum til skammar – verða
að skýra með staðfestum hætti,
hve margir standa að þeirri aug-
lýsingu og hve stór hundraðshluti
þjóðarinnar það er! Hópur minni-
hluta þjóðarinnar hefur ekkert
umboð til að stunda óhróður með
auglýsingum um ráðherra í rík-
isstjórn Íslands á opinberum vett-
vangi erlendis. Leiðtogar núver-
andi ríkisstjórnar eru að slá hvert
metið af öðru í alþjóðlegum sam-
anburði í stjórn efnahagsmála og
bættum lífskjörum hérlendis. Fyr-
ir það ber að þakka – með öðrum
hætti en óhróðri og rógburði! Nú
hugsar einhver að mér væri nær
að þegja, manninum sem er sífellt
röflandi yfir því að ekki megi veiða
meiri þorsk. Það kann að vera
réttmæt athugasemd, en ég er
ekki svo staurblindur út af mínum
vel rökstuddu sjónarmiðum í
þorskveiði að ég geti ekki þakkað
það sem vel er gert á öðrum vett-
vangi! Ég tel það skyldu mína sem
ábyrgur þjóðfélagsþegn að verja
ráðherra í ríkisstjórn Íslands þeg-
ar að þeim er vegið með óþverra-
legum og rætnum óhróðri – að
þeir hafi ekki umboð til að stjórna
landinu í samræmi við stjórn-
skipum lýðveldisins og samninga
okkar um varnarsamstarf vest-
rænna lýðræðisríkja! Það vill eng-
inn stríð! En það er einfaldlega
skylda okkar að taka þátt í al-
þjóðlegri baráttu gegn hryðjuverk-
um og ógnarstjórnum.
Nóg komið hjá
Sverri og fleirum
Kristinn Pétursson fjallar um
málflutning ýmissa aðila og
stefnu ríkisstjórnarinnar
’Ég tel það skyldu mínasem ábyrgur þjóðfélags-
þegn að verja ráðherra í
ríkisstjórn Íslands þeg-
ar að þeim er vegið með
óþverralegum og rætn-
um óhróðri …‘
Kristinn Pétursson
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.