Morgunblaðið - 30.12.2004, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú færð innblástur í samtali við ótil-
greinda manneskju. Umræðuefnið
gæti verið stjórnmál, trúmál eða heim-
speki og þú sekkur þér niður í það af
öllu hjarta.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hugsanlegt er að þér berist til eyrna
góðar fréttir í vinnunni. Kannski færð
þú óvænt framlag eða aðstöðu til þess
að sinna starfi þínu betur. Þú ert lukk-
unnar pamfíll.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Forvitni er þér eðlislæg og þú fellur
aftur og aftur fyrir hinu eilífa nýja-
brumi. Samræður við náungann eru
þér að skapi, enda bæði örvandi og
spennandi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert uppfullur af hugmyndum um
bætta aðstöðu á vinnustað núna,
krabbi. Tillögur þínar eru hagnýtar en
að sama skapi metnaðarfullar að stærð
og gerð. Þú ert bjartsýnn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er lag að skipuleggja afþreyingu af
einhverju tagi. Undirbúðu partí eða
hvers kyns mannamót. Mæltu þér mót
við vinina í hádeginu eða eftir vinnu og
njóttu stundarinnar til hins ýtrasta.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Dagurinn í dag er kjörinn til þess að
efna til gleðskapar með fjölskyldunni
eða dunda sér heima og gera gagn. Þú
hefur bætandi áhrif á umhverfi þitt í
dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fátt eða ekkert getur stöðvað þig í
dag. Þú finnur fyrir bjartsýni, hress-
leika og lífsgleði. Viðhorf þitt er já-
kvætt og meira þarf ekki til. Ham-
ingjan er hugarástand.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Einhverra hluta vegna ert þú upp-
fullur af gróðavænlegum hugmyndum
um þessar mundir. Allt sem þú snertir
verður að gulli og þú hagnast bæði
með því að eyða fé og afla.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bjartsýni og athafnasemi eru þér lífs-
nauðsyn og þú býrð yfir báðum þess-
um eiginleikum í dag. Þú ert jákvæður
og hress og nýtur samvista við vini
þína.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert andlega sinnuð í dag, steingeit,
og finnur styrk í trúnni. Þessi innri
sannfæring rennur frekari stoðum
undir viðhorf þín til lífsins og veitir
þér gleði.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinur hvetur þig til þess að kynna þér
möguleika til náms eða útgáfu-
starfsemi. Hugsanlegt er að viðkom-
andi veiti þér lögfræðiráðgjöf. Þú
þakkar þennan jákvæða stuðning.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú gengur í augun á hvers kyns yfir-
boðurum í dag. Tillögur þínar eru
stórbrotnar og þú hikar ekki við að
gera þær heyrinkunnar. Góð hugmynd
selur sig sjálf.
Stjörnuspá
Frances Drake
Steingeit
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert raunsæismanneskja fyrst og fremst
og tekst á við lífið á hagnýtan máta. Þú
ert orðheppin og gagnorð og fljót að átta
þig á annmörkum ríkjandi kerfis.
Þú nýtur þín í góðra vina hópi.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 æki, 4 spil,
7 svífur, 8 hræfugls, 9 álít,
11 hafa tíma til, 13 at,
14 ól, 15 heiður, 17 skell-
ur, 20 amboð, 22 megnar,
23 fárviðri, 24 dreg í efa,
25 lagvopns.
Lóðrétt | 1 ríki dauðra,
2 ójafnan, 3 aumt, 4 fið-
urfé, 5 kona, 6 svarar,
10 bál, 12 skyldmenni,
13 gyðja, 15 mergð,
16 samkomurnar,
18 hagur, 19 koma skapi
við, 20 fugl, 21 gaffal.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 hugarflug, 8 sýlar, 9 tíðum, 10 ætt, 11 múrað,
13 akrar, 15 farms, 18 hláka, 21 ker, 22 Eldey, 23 aular,
24 handfangs.
Lóðrétt | 2 umlar, 3 afræð, 4 fatta, 5 Urður, 6 ásum,
7 smár, 12 aum, 14 kól, 15 flet, 16 rudda, 17 skyld,
18 hraka, 19 áflog, 20 arra.
Skemmtanir
Gaukur á Stöng | Síðasta fönkpartý árs-
ins kl. 22. Jagúar og Gísli Galdur mæta
til leiks. Miðaverð 1.500 kr.
Kaffi Sólon | Grænn fimmtudagur
Línudansarinn | Línudansæfing verður í
Línudansaranum í kvöld kl. 21.30.
Tónlist
Café Victor | Dúettinn „Sessý og Sjonni“
heldur tónleika kl. 22.30.
Grand Rokk | Jólarokktónleikar Rokk-
arans kl. 23. Frítt inn. Fram koma: Sól-
stafir, Solid I.V og Changer.
Hressó | Brynjar Jóhannsson heldur út-
gáfutónleika kl. 23 vegna hljómplötunnar
Næstumþví maðurinn.
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn
Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu-
málverk.
Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim-
dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the
phoenix rule.
Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholti.
Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir –
Efnið og andinn. Ari Sigvaldason frétta-
maður – mannlífsmyndir af götunni.
Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar
úr íslenskum barnabókum sem gefnar
hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir
úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og
sjö myndskreyta.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol-
íumálverk.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson sýnir málverk og tússmyndir í
Menningarsal.
Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir –
skúlptúrar og myndir.
Klink og Bank | Carl Boutard – Inner
Station – the heart of darkness.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk-
um Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir –
Gróður og grjót.
Norræna húsið | Vetrarmessa.
Mannfagnaður
Ketilsstaðaskóli | Jólaball kvenfélags
Dyrhólahrepps verður í Ketilsstaðaskóla
kl. 14. Allir velkomnir.
Fréttir
Björgunarsveitin Víkverji | Flugeldasala
Víkverja verður kl. 12–20 og á gaml-
ársdag kl. 10–14. Flugeldasýning gamlárs-
kvöld.
Ráðstefnur
Askja – náttúrufræðihús HÍ | Ráðstefna
um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvís-
indum verður haldin í tólfta sinn 4. og 5.
janúar í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands. Kynntar verða rannsóknir með
135 erindum og ríflega 100 vegg-
spjöldum. Viðfangsefnin sem kynnt verða
eru frá grunnvísindum til heilsufarskann-
ana. Nánar á www.laeknabladid.is/fylgirit.
Fundir
GSA á Íslandi | Fundur í Tjarnargötu 20
kl. 20.30. Ef þú hefur reynt allt, en átt
samt við átröskun að stríða, þá ert þú
velkominn á fund. www.gsa.is.
Kauphöll Íslands | Ráðstefna á Nordica
Hotel á vegum Kauphallar Íslands kl. 13–
16. Á ráðstefnunni verða kynntar nið-
urstöður greiningar Friðriks Más Bald-
urssonar á sögu sjávarútvegsfyrirtækja
og þróun viðskipta með hlutabréf þeirra í
Kauphöll Íslands frá upphafi. Ráðstefnu-
gjald er 4.900 kr.
Lífeyrisþegadeild Landssambands lög-
reglumanna | Fyrsti fundur deildarinnar á
nýju ári verður haldinn sunnudaginn 9.
jan. nk. og hefst kl. 10, í Brautarholti 30.
(Ekki fundur 2. jan.)
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer
kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur var í Fossvogi. Allir
velkomnir, ekkert þátttökugjald.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
60 ÁRA afmæli. Ídag, 30. des-
ember, er sextugur
Guðmundur Arin-
björn Sæmundsson
frá Eyri í Gufudals-
sveit, Arnarsmára 26,
Kópavogi. Hann tek-
ur á móti vinum og
vandamönnum í Smáraskóla, Dalvegi
1, frá kl. 17–21.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli.Á gamlársdag,
31. desember, verður
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, varafor-
maður Samfylking-
arinnar og fyrrver-
andi borgarstjóri, 50
ára. Af því tilefni efnir
hún til stefnumóts við vini og annað
samferðafólk milli kl. 14 og 16 í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og
vonast til að sjá þar sem flesta.
ÁRBÆJARKIRKJA verður með bæna- og
kyrrðarstund í hádeginu í dag, 30. desem-
ber, þar sem sérstaklega er beðið fyrir að-
standendum og látnum í náttúruhörm-
ungunum í Indónesíu. Stundin hefst kl. 12
og stendur í hálftíma. Öllum er velkomið
að koma og eiga stund í Árbæjarkirkju.
Bænastund í
Árbæjarkirkju
Morgunblaðið/Jim Smart
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
LISTAHÓPURINN Tími heldur í kvöld sína
elleftu tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum.
Tónleikarnir eru hugsaðir til að kynna út-
gáfur Tíma og listamanna tengdra þeim
og að fagna árinu sem er að líða. Á tón-
leikunum koma fram tónlistarmennirnir
Curver og Siggi Ármann auk sveitarinnar
Kimono. Allir hafa verið afar virkir í tón-
listarlífi höfuðborgarinnar og staðið í út-
gáfu. Þá munu Curver og Kimono leiða
saman hesta sína um kvöldið í tilefni af
útgáfu plötunnar Curver+Kimono, sem
Tími gefur út í febrúar.
Aðgangseyrir að tónleikunum eru 500
kr. en geisladiskar eru einnig seldir á til-
boðsverði.
Morgunblaðið/Þorkell
Curver, Kimono og Siggi Ármann á Tímatónleikum
Frumleg litaríferð.
Norður
♠8432
♥D5
♦DG93
♣843
Suður
♠ÁKD
♥ÁK
♦Á42
♣Á10752
Suður verður sagnhafi í þremur grönd-
um án afskipta AV af sögnum. Útspil
vesturs er hjartagosi. Hvernig er best
að spila?
Suður horfir á sjö slagi á eigin hendi.
Tígullinn gefur að minnsta kosti einn
aukaslag og ef spaðinn fellur 3-3 þarf
ekki að hafa frekari áhyggjur. Fyrsta
verkið er því að taka ÁKD í spaða, en
vestur á bara tvo og hendir hjarta í
þriðja spaðann. Laufliturinn er út úr
myndinni eftir útspilið, svo nú verður
tígullinn að skila tveimur viðbót-
arslögum. En hvernig á að spila litlum?
Norður
♠8432
♥D5
♦DG93
♣843
Vestur Austur
♠95 ♠G1076
♥G10973 ♥8642
♦1083 ♦K75
♣K96 ♣DG
Suður
♠ÁKD
♥ÁK
♦Á42
♣Á10752
Ef blindur ætti innkomu til hliðar
væri rétta íferðin að taka á ásinn og
spila svo tvívegis að DGx. Með því móti
gefur liturinn þrjá slagi í 78% tilvika.
En blindur er sannarlega innkomulaus.
Með því að taka á ásinn og spila svo
litlu frá báðum höndum má ráða kóng
blankan eða annan á báðum höndum
(20%), en betri íferð er til. Hún felst í
því að spila fyrst tígli á níuna. Við
þessu á vörnin ekkert svar ef vestur á
tíuna og austur kónginn. Austur verður
að dúkka, en þá er tíguldrottningu
næst spilað og svínað fyrir kónginn!
Þessi frumlega íferð skilar líka ár-
angri þegar kóngurinn er stakur eða
annar, með einni hugsanlegri undan-
tekningu – þegar vestur á Kx og austur
10xxx og báðir dúkka! En hver finnur
slíka vörn?
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is