24 stundir - 30.11.2007, Page 20

24 stundir - 30.11.2007, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir SKRÁÐU ÞIG NÚNA Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is WWW.GLITNIR.IS Í 24 stundum á þriðjudag í síð- ustu viku birtust greinar eftir upp- lýsingafulltrúa Símans og Voda- fone. Greinunum er ætlað að svara gagnrýni minni sem fram kom í blaðinu nokkrum dögum áður á þessi tvö fyrirtæki sem hafa „sam- eiginlega markaðsráðandi stöðu“ að mati Hive, eins og það hugtak er skilgreint í samkeppnislögum. Segja má að gagnrýni mín hafi ver- ið þríþætt og beinst að eftirfarandi þáttum: Því hvernig hnífurinn gengur ekki á milli þeirra í verðum og hvernig verðbreytingar þeirra verða yfirleitt á sama eða svipuð- um tíma. Hvernig félögin hafa ein staðið að Hinu íslenska númeraflutnings- félagi (HÍN) og í upphafi notað fé- lagið sem markaðshindrun með því að synja nýjum fjarskiptafyr- irtækjum um aðild en í seinni tíð viðhaldið hindruninni með því að bjóða aðild gegn yfirverði. Því hvernig Síminn hefur, þrátt fyrir úrskurð Póst- og fjarskipta- stofnunar, hindrað að fjarskipta- fyrirtæki fái aðgang að grunn- og farsímaneti Símans. Það er kannski bara kaldhæðni örlaganna hvernig svör fulltrúa Símans annars vegar og Vodafone hins vegar virðast bera með sér að verkaskipting hafi verið viðhöfð um þau. Fulltrúi Vodafone ómakar sig aðeins við að svara fyrir meint verðsamráð og þá með almennum hætti en fulltrúi Símans tekur svo fyrir seinni tvö atriði mín til and- svars, þ.e. gagnrýni mína á HÍN og hvernig Síminn hindrar aðgang fjarskiptafyrirtækja að grunn- og farsímaneti sínu. Sláandi lík verð – Tilviljun? Þegar skoðaðir eru lykilþjón- ustuþættir kemur í ljós að verð á internetþjónustu, símtölum úr heimasíma í GSM og símtölum til útlanda eru sláandi lík. Í töflu hér að ofan er miðað við sambærilega þjónustu og/eða ódýrustu pakkana í öllum tilfellum. Oftsinnis hafa verðhækkanir einnig orðið á mjög svipuðum tíma hjá báðum fyrirtækjunum. Þannig var því t.d. háttað þegar verð fyrir internetþjónustu breytt- ust síðast. Það gerðist með nokk- urra daga millibili. Þessi dæmi sýna að í veigamiklum þáttum eru verð félaganna þau sömu eða slá- andi lík. Tilviljun? Jú, líklega ótrú- lega merkileg tilviljun! Samanburðurinn sýnir að Hive hefur verið ótvíræður brautryðj- andi í að brjóta verðmúra og bjóða neytendum verð sem ekki þekktust áður. Samkvæmt útreikningum ís- lensks stærðfræðings hefur tilkoma Hive sparað íslenskum neytendum þrjá milljarða króna á þremur ár- um, þar sem verð leiðandi fyrir- tækjanna lækkaði umtalsvert með tilkomu Hive og þau buðu loksins upp á ótakmarkað niðurhal. Númeraflutningsfélagið Vodafone og Síminn hafa sam- eiginlega átt og rekið Hið íslenska númeraflutningsfélag, HÍN, síðan félagið var stofnað um númera- flutning í farsímakerfinu og nú fastlínukerfinu. Tilgangur félagsins er að gera snurðulausan númera- flutning mögulegan og hagkvæm- ari en hann væri ef ekki væri rek- inn sameiginlegur númeragrunnur. Víða erlendis er þessi starfsemi rekin af hinu op- inbera til að tryggja jafnræði og hlutleysi. Hive og önnur félög sem nýlega sameinuðust Hive hafa um árabil kallað eftir að fá aðgang að HÍN en án árangurs. Það er núna fyrst sem tilboð liggur á borðinu um aðild og þá á talsverðu yfirverði þvert á það sem upplýsingafulltrúi Símans fullyrðir. Hive hefur undir hönd- um gögn frá forráðamönnum HÍN sem sýna fram á þetta með ótví- ræðum hætti. Það er því beinlínis rangt að öllum fjarskiptafélögum standi til boða aðild á „jafnrétt- isgrunni“ eins og fulltrúi Símans fullyrti. Farsímanet Símans Síminn hindrar óumdeilanlega aðgang að farsímaneti sínu. Þrátt fyrir nýlegan úrskurð Póst- og fjar- skiptastofnunar um að Símanum sé skylt að veita reikiaðgang að neti sínu hefur Síminn kosið að beita aðgangshindrunum í þessu máli sem og mörgum öðrum. Nýlegt viðmiðunartilboð um landsbyggð- arreiki er í besta falli grátbroslegt og því miður ekki svaravert. Sem dæmi um atriði sem stimpla við- miðunartilboð Símans út úr um- ræðunni sem raunverulega tilraun til að hlíta úrskurði Póst- og fjar- skiptastofnunar má nefna að til- boðið miðast eingöngu við lands- byggðina. Þannig lokar Síminn fyrir aðgang að farsímanetinu á hálfu landinu, sé miðað við íbúa- dreifingu, þrátt fyrir úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar. Einnig set- ur Síminn fram kvöð um kaup á mínútum á hverjum sendistað, þar sem viðsemjanda Símans er gert að kaupa óheyrilegt magn ónotaðra mínútna fyrirfram í algerri óvissu um hvort það verði notað. Þessi kaup eru óafturkræf og ekki má færa ónýtta inneign frá einum sendi til annars. Viðskipti byggð á þessum forsendum eru einfaldlega óaðgengileg og enn eitt dæmið um samkeppnishindrandi yfirgang Símans. Samkeppnishindrandi Gallup-könnunin sem fulltrúi Símans nefnir í svargrein sinni, sem staðfestingu á að hér á landi teldi fólk mestu samkeppni ríkja í fjarskiptageiranum segir ekki neitt. Þær samkeppnishindranir sem Síminn beitir, og systurfyrirtæki hans Míla sem enn er stjórnunar- lega nátengt Símanum, eru allar á heildsölumarkaði og því almenn- ingi ekki sýnilegar. Síminn er í kjörstöðu til að beita sér í gegnum eignarhald sitt á grunnnetum. Eðli fjarskiptamarkaðarins er slíkt að samkeppnisaðilar þurfa einnig að vera samstarfsaðilar. Í slíku umhverfi skapast hættan á samkeppn- ishindrandi að- gerðum sem erfitt er að sjá utan frá. Við skulum taka nokkur dæmi: Síminn dregur Hive inn í inn- heimtuaðgerðir sínar með því að loka á internet- viðskiptavini Hive sem lenda í vanskilum með símaþjónustu hjá Símanum, þó svo að internetþjón- ustan sé í fullum skilum. Þannig bitna innheimtuaðgerðir Símans með óviðurkvæmilegum hætti á Hive sem er að selja allt aðra þjón- ustu. Síminn refsar viðskiptavinum sem flytja sig frá Símanum yfir til annars fjarskiptafyrirtækis með því að aftengja þjónustu við flutning á handahófskenndan hátt, sem getur valdið neytendum miklum óþæg- indum að óþörfu, s.s. þjónusturofi. Það er einnig ámælisvert að það tekur Símann 4-6 daga og allt upp í 14 daga að flytja þjónustu frá Símanum til annarra, en aðeins 1-2 daga fyrir viðskiptavini sem eru að hefja viðskipti hjá Síman- um. Fjölmörg dæmi eru um þessa ósvífni gagnvart fyrrum viðskipta- vinum Símans. Síminn takmarkar aðgang Hive að grunnnetinu, sem ákveðið var að skyldi fylgja með í einkavæðing- unni á Símanum. Þannig er því t.d. háttað að Hive hefur aldrei fengið að- gang að símstöð Símans á Grens- ásvegi og getur því ekki boðið heimilum og fyrirtækjum sem tengd eru þeirri símstöð sömu þjónustu nema með viðbótar- kostnaði. Tilflutningur viðskipta- vina frá Símanum til Hive eykur hins vegar ekki heildarálagið á Grensásstöðina. Síminn takmarkar einnig að- gang Hive að ljósleiðarakerfi sínu á landsbyggðinni, þrátt fyrir að það sé hluti af hinu títtnefnda grunn- neti. Með samkeppnishindrunum sínum reynir Síminn að sporna við því að Hive veiti eðlilega þjónustu við viðskiptavini sína, hvað þá að bregðast við óskum landsbyggðar- innar um meiri samkeppni og betri þjónustu. Ævinlega er borið við tæknilegum hindrunum, s.s. að ekki sé nægileg afkastageta fyrir hendi, en staðreyndirnar tala oftar en ekki öðru máli þegar unnt er að kafa dýpra. Góðu fréttirnar eru þær að Hive mun hér eftir sem endranær herja á íslenskan fjarskiptamarkað af miklu kappi neytendum til hags- bóta, og eru í því sambandi mörg samkeppnishamlandi kærumál til umfjöllunar hjá viðeigandi yfir- völdum. Fjarskiptakostnaður er ekki síður stór útgjaldaliður á íslenskum heimilum en matarkostnaður, og því skiptir íslenska neyt- endur miklu máli að með samstilltu átaki séu brotnir niður samkeppnishaml- andi múrar og markaðsráðandi drottnunaráhrif. Höfundur er fram- kvæmdastjóri Hive UMRÆÐAN aEinar Kristinn Jónsson Með sam- keppn- ishindrunum sínum reynir Síminn að sporna við því að Hive veiti eðlilega þjónustu við viðskiptavini sína. Hive Síminn Vodafone Internet 8 Mb/s 4.290 kr. 5.9990 kr. 5.460 kr. Símtöl innanlands Mánaðargjald heimasíma 990 kr. 1.445 kr. 1.445 kr. Heimasími í heimsíma innan kerfis 0 kr. 1,85 kr. 1,75 kr. Heimasími í GSM innan kerfis 17,00 kr. 17,70 kr. Heimasími í GSM utan kerfis 21,00 kr. 21,10 kr. GSM upphafsgjald hvers símtals 3,50 kr. 3,40 kr. GSM í heimasíma, mínútugjald 15,50 kr. 16,80 kr. GSM í GSM hjá aðila, mínútugjald 11,50 kr. 10,90 kr. GSM í GSM hjá öðrum aðila, mínútugjald 22,50 kr. 21,90 kr. Útlandasímtöl Bandaríkin 4,90 kr. 19,90 kr 19,90 kr. Danmörk 4,90 kr. 19,90 kr 19,90 kr. Frakkland 4,90 kr. 19,90 kr 19,90 kr. Spánn 4,90 kr. 19,90 kr 19,90 kr. Kína 4,90 kr. 69,40 kr 69,40 kr. Brasílía 14,90 kr. 49,90 kr 49,90 kr. Á hvaða leið er jafnréttisum- ræðan á Íslandi og hver eru for- gangsmálin? Eftir umræður í þjóðfélaginu síðustu daga sækja að manni hugsanir um hvernig jafnréttisbaráttan getur farið að snúast upp í andhverfu sína. Ákveðinn hópur femínista hneykslast á því að viðmælendur í þjóðmálaþættinum Silfri Egils séu jafnan í meirihluta karlar og konum sé ekki gert jafn hátt undir höfði. Í mótmælaskyni beri konum ekki að þiggja boð um þátttöku í þættinum. Þetta er dapurleg umræða. Jafnréttisbar- áttan, sem ætti að snúast um kaup og kjör og að öllum ein- staklingum sé tryggður sem jafn- astur aðgangur að tækifærunum sem gefast í lífinu, snýst hjá þessu fólki um einhverja óskilj- anlega kvennabaráttu. Kynjunum er í raun stillt upp sem miklum andstæðingum sem sífellt þurfi að vera á varðbergi hvor gagnvart öðrum. Endurspegla raunveruleikann Viðmælendur í spjallþáttum eða fréttum endurspegla einfald- lega stöðuna eins og hún er í samfélaginu. Karlar eru enn í meirihluta alþingismanna, sveit- arstjórnarmanna, stjórnenda fyr- irtækja o.s.frv. Auk þess þekkja þeir sem starfað hafa á fjölmiðl- um að konur eru oft tregari til að koma í sjónvarpsviðtöl, eins og fjölmiðlafræðingar hafa líka oft og einatt bent á. Það er mjög hæpið að árangur náist með því að setja kynjakvóta eða beita þvingunaraðgerðum og krefjast þess að karlar og konur komi jafnoft fram í sjónvarpi allra landsmanna eins og ýjað var að í umræðum um þessi mál í Kast- ljósi. Auk þessarar einkennilegu umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu þá hafa þingmenn eytt upp á síðkastið dýrmætum tíma á Alþingi til að velta því fyr- ir sér hvort ekki sé rétt að ráð- herrar af kvenkyni fái nýtt starfs- heiti og hvort klæða beri hvítvoðunginn í bleikt eða blátt á fæðingardeildinni. Verða til jólameyjar? Hver skyldu verða næstu við- fangsefni femínistanna? Senni- lega rauðklæddir sveinar sem óð- um halda til byggða. Gömlu, góðu, íslensku jólasveinarnir eiga væntanlega eftir að vekja upp blendnar tilfinningar hjá femín- istunum, þegar þeir þrettán að tölu, eintómir karlar, koma ofan af fjöllum hver á fætur öðrum. Verða einhverjir þeirra orðnir jólameyjar áður en við vitum af? Höfundur er varaþingmaður og bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Verða jólasveinarnir aflífaðir? Þegjandi samkomulag? VIÐHORF aRósa Guðbjartsdóttir Viðmæl- endur í spjallþáttum eða fréttum endurspegla einfaldlega stöðuna eins og hún er í samfélaginu.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.