24 stundir


24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 35

24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 35
24stundir FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 35 „Tískan í vetur er margbreytileg að mínu mati,“ segir Þórhildur Jó- hannesdóttir, eigandi Hárhönn- unar á Skólavörðustíg. „Enginn einn ákveðinn litur eða tónn er ráðandi, enda reynum við alltaf að vinna út frá hverjum og einum einstaklingi.“ Strípurnar detta út „Það sem hefur aðallega breyst í gegnum tíðina er það að hefð- bundnar strípur eru að detta út í því formi sem þær hafa verið í og þá finnst mér konur orðnar djarf- ari þegar kemur að því að velja hárlit og klippingar,“ segir Þórhildur. „Nýjar línur einkennast af því og þá eru til dæmis djúpir koparlitir, kaldur grár og sterkir gylltir litir. Það sem er djarft við litina er að í stað þess að um blæbrigði sé að ræða eru þeir teknir mjög djúpt og gefa afgerandi lit.“ Stutt hár æ vinsælla „Hárið er alltaf að styttast og þróunin heldur vonandi áfram. Þá eru vinsælar hreinar og harðar lín- ur í klippingum sem teikna inn andlitið. Mjúkum línum er síðan oft blandað við klippingarnar og þá verður klipping samt alltaf að vera hönnuð fyrir ákveðið andlit hverju sinni.“ Einfaldar en frumlegar greiðslur Greiðslur eru skemmtilegar að því leyti að þær geta breytt útliti okkar svo mikið frá því hefð- bundna. Þær bestu eru yfirleitt að sama skapi frekar einfaldar, til dæmis afró eða permanentkrullur í hluta hársins. Ef ég ætti að lýsa þeim sem vinsælar eru aðeins þá myndi ég segja að þær séu helst óplanaðar og frumlegar og kalli fram eitthvað nýtt í fari viðkomandi. Þórhildur í Hárhönnun ræðir hártískuna í vetur Djarfir, djúpir litir og dramatík Fyrir hátíðarnar hefur Bobbi Brown sett saman línu af förð- unarvörum með bleikum tónum. Bleikan varagloss, augnskugga í bleikum tónum og bleikan kinna- lit skal bera með kolsvörtum augnlínublýanti og maskara. Kinnalitinn skal bera á eplin fremst á kinnunum. Litinn skal strjúka upp á við í átt að hárlínu og þá niður án þess að bera meiri lit í burstann til að milda hann. Bleika Bobbi Brown Nú orðið má sjá flestar konur í sviðsljósinu nota hvítan blýant til að hressa upp á augnmálninguna. Hvíti liturinn gerir það að verk- um að augun virka ferskari, stærri og fallegri og hentar því vel fyrir konur sem vilja fríska og fal- lega augnmálningu. Hvíti lit- urinn er borinn á augnlínuna fyr- ir ofan neðri augnhárin og best er að gera það í lok förðunarinnar. Ekki gefa allar tegundir blýanta eins góðan lit og því best að vanda valið. Stærri og fallegri augu Smekkbuxur með óhefðbundnu sniði eru það heitasta í dag. Þess- ar buxur fást í Oasis og eru afar klæðilegar. Listin að klæðast smekkbuxum og samfestingum er að velja þá alls ekki of þrönga og klæðast háhæluðum skóm við. Ef þið eruð í þrýstnari kantinum er góð regla að klæðast svörtum bol innan undir buxunum. Smekkbuxur í tísku? TOPSHOP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.