24 stundir - 30.11.2007, Side 36

24 stundir - 30.11.2007, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Þeir sem naga neglurnar að staðaldri eiga oft í stökustu vand- ræðum með að venja sig af þeim leiða ávana. Sumir hafa reynt allt frá því að dýfa fingrunum reglu- lega í tabasco-sósu til þess að setja á sig sérstakt naglalakk sem gerir það að verkum að óbragð kemur í munninn séu neglurnar nagaðar. Fyrsta meðferðarstofnunin Naglanagarar þurfa þó ekki að örvænta lengur vegna þess að nú hefur meðferðarstofnun sem sér- hæfir sig í þessu vandamáli verið komið á laggirnar í Hollandi. Stofnunin var opnuð í haust og er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Alain-Raymond van Abbe, yfirlæknir stofnunarinnar, segir að hann hafi ásamt sam- starfsmönnum sínum þróað að- ferð sem gerir naglanag ómögu- legt. „Þetta er í fyrsta skipti sem fólk getur raunverulega leitað sér hjálpar við þessum vanda. Við búumst við viðskiptavinum alls staðar að úr heiminum enda ótrúlegur fjöldi fólks sem á við þetta að stríða.“ Fullkominn árangur Van Abbe segir að forprófanir sem gerðar voru á meðferðar- forminu hafi leitt í ljós nánast fullkominn árangur, en í 98% til- vika hætti fólk að naga neglurnar. „Mjög fáir hafa enn sem komið er fallið í sama farið eftir með- ferðina og ég býst ekki við að það gerist.“ Að sögn Van Abbe naga um 2 milljónir Hollendinga neglurnar að staðaldri en rannsóknir hafa sýnt fram á að 15% fullorðinna, 33% barna og 45% unglinga nagi neglurnar. Í meðferðinni er sér- stöku tæki komið fyrir á höndum nagarans sem kemur í veg fyrir að hægt sé að naga neglurnar. Á sama tíma hlýtur hann samtals- meðferð og við útskrift ætti vandinn að vera úr sögunni. Meðferðarheimilið við naglanagi í Hollandi Meðferð við naglanagi 24 stundir/Golli Naglanag Nú er loksins hægt að fá almennilega hjálp við að hætta að naga neglur. Tískufyrirtækið Burberry verður í þriðja sinn styrktaraðili sýningar í The National Portrait Gallery í London. Á sýningunni, Vanity Fa- ir Portraits, sem verður opnuð í febrúar næstkomandi, verður að finna gamlar ljósmyndir og mynd- ir úr tímaritum af fræga fólkinu. Á sýningunni verður meðal annars að finna myndir eftir ljósmynd- arana Cecil Beaton, Helmut New- ton og Annie Leibovitz. Burberry styrkir listasýningu Madonna hefur ákveðið að taka höndum saman við Gucci og mun stjórna góðgerðarkvöldverði á vegum tískurisans í febrúar á næsta ári. Samkoman er hluti af opnun stærstu Gucci-verslunar í heimi í New York og rennur allur ágóði til UNICEF. Leikkonurnar Demi Moore, Gwyneth Paltrow og Salma Hayek munu verða Madonnu innan handar í hlut- verki gestgjafans. Góðgerðarkvöld- verður Gucci Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Tyra Banks segir að fyrirsætu- bransinn hafi eyðilagt á henni hárið og hún þurfi að ganga með hárkollur vegna skaðans. „Mér finnst afar óþægilegt að fara á stefnumót vegna þess að ég er svo hrædd um að þeir sem ég hitti taki eftir þessu. Ég eyði þess vegna aldrei nótt með neinum þar sem ég vil ekki þurfa að taka niður kolluna.“ Fyrirsætustörfin eyðilögðu hárið Um jólin á að láta sér líða vel og er því um að gera að velja sér klæði eftir því án þess þó að fara í jóla- köttinn. Þægilegar flíkur sem þrengja hvergi að, góðir skór og flottir fylgihlutir eru allt sem þarf. Skemmtilegir kjólar þurfa ekki að vera óþægilegir og eins er um að gera að vera búinn að ganga háu hælana til áður en farið er á þeim í jólaboðin. Lágbotna skór Fíngerðir, lágbotna ball- erínuskór geta farið vel við jóla- kjólinn en þá er hægt að fá í ýms- um útfærslum. Engu að síður er alltaf gaman að klæðast háhæl- uðum skóm en þá er um að gera að vera með aðra þægilegri í veskinu og skipta um þegar kreppir að. Fjaðrir Geta gert heildarútlitið ótrúlega skemmtilegt. Notið fjaðrir sem hárskraut eða nælur eða búið til ykkar eigin úr litum sem passa vel við dressið en fjaðrirnar má einnig festa á hárband og nota í hárið. Fylgihlutir Áberandi fylgihlutir fara best við stílhreinan fatnað og klikka aldrei með svarta litnum. Stór gyllt arm- bönd eða áberandi hálsmen geta gert ótrúlega mikið og skapa hátíð- legan blæ. Fallegur toppur með pallíettum, glimmer eða öðru áberandi skrauti er flottastur við þröngar svartar buxur eða kvenlegt þröngt pils. Látlaus farði hentar vel með slíku dressi. Förðun Leyfðu þér meira í förðun um jólin og áramótin en gættu þess að vera ekki með of áberandi farða eins og litríka augnskugga við mjög áberandi föt. Slíkt er fallegra með stílhreinni klæðum. Nordic-Phoro/Getty Láttu þér líða vel í jóladressinu Jólafötin Festu kaup á þægilegum fötum um jólin. Þröngir kjólar geta verið þreytandi um jólin Fjaðrir Eru flottar við jóladressið. Yfir 46 Glæsilegur fatnaður fyrir fallegar konur i yfirstærðum Glæsileg hönnun Stærðir frá 46

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.