24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 43
24stundir FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 43
Samkvæmt mælingum Vegagerð-
arinnar hefur umferðarhraði á þjóð-
vegum minnkað umtalsvert á síð-
ustu árum.
Vegagerðin hóf mælingar á 10
stöðum á hringveginum árið 2004
og síðan þá hefur meðalhraðinn á
þeim stöðum farið úr 97,0 km í 94,1
km í sumar. Þá hefur dregið mest úr
hraða hjá þeim sem aka hraðast.
Meðalhraði á hringveginum hefur minnkað
Íslendingar aka hægar
Taktu drifrás úr Lancer Evolu-
tion, skiptu vélinni út fyrir 200
hestafla 2,2 lítra turbo-dísilvél,
settu hönnunardeildina á tvö-
faldan espresso-megrunarkúr og
til verður: Mitsubishi Concept-
RA. Og við fílum hann! Ef marka
má stefnu og aðgerðir Mitsubishi
undanfarin misseri er stutt í að
við sjáum þennan í umboðinu.
Dísilknúinn
Evo-bróðir
Fréttir herma að Ferrari sé að
hanna nýja V8-vél til að setja í
Enzo í stað V12-vélarinnar sem
þykir full ágeng á umhverfið.
„Litla“ vélin mun skila um 900
hestöflum en Ferrari segist
leggja meiri áherslu á aksturs-
eiginleika en groddalegt afl.
Minni vél í
Ferrari Enzo
Samkvæmt Viðskiptaháskól-
anum í Cardiff er Smart Road-
ster umhverfisvænasti bíll í
heimi. Samkvæmt skýrslu sem
gerð var við skólann eru léttir
bílar almennt umhverfisvænni
en þungir. Í öðru sæti á listan-
um er Smart Fortwo Cabrio en
Citroën C1 og Peugeot 107
(báðir 1,0 l) deila því þriðja. At-
hygli vekur að á meðan Toyota
Yaris 1,0 er í sjötta sæti á listan-
um er Toyota Prius í því tíunda.
Roadster
grænastur
Á nýjum vef fjármögnunarfyr-
irtækisins Avant er hægt að leita
að bílum til sölu, bæði not-
uðum og nýjum, meðal annars
eftir afborgun á mánuði. Vef-
urinn byggir að hluta til á
reiknivélum og því fylgja út-
reikningar fyrir bæði bílalán og
bílasamning. Nú þegar birtast
fjölmargir nýir bílar á vefnum
og mun þeim fjölga á næstu vik-
um. Notaðir bílar eru bein-
tengdir við bilasolur.is. Slóðin á
nýja vefinn er www.avant.is.
Leitað eftir
afborgunum
an átta hestafla aflaukningu frá
Boxter S verður bíllinn alsettur áli
og fæst aðeins metallic-grár, til
heiðurs forföður sínum.
Frægasti Spyder-bíll allra tíma er
líklega 550-bíll James Dean, Little
Bastard, sem hann lést í hinn 30.
desember 1955.
Boxter RS 60 er væntanlegur í
mars.
Það er ekkert leyndarmál að við
hönnun Porsche Boxter-blæjubíls-
ins var innblástur sóttur í Porsche
550 Spyder-kappakstursbílinn.
Nú hefur Porsche ákveðið að fram-
leiða alls 1.960 eintök af sérstakri
RS 60-útgáfu Boxter, sem á að
heiðra þessa arfleifð með því að
sækja innblástur í eftirrennara
550-bílsins, RS 60 Spyder. Fyrir ut-
Ættarsvipur Þrátt fyrir að tæplega 50 ár skilji bíl-
ana að sjást greinileg tengsl. Neðri myndin er tekin
af James Dean og Rolf Wütherich í Spyder 550 við
upphaf ökuferðar sem kostaði þann fyrrnefnda lífið.
Porsche sækir enn innblástur í Spyder
„Little Bastard“ 21. aldarinnar
ÚR BÍLSKÚRNUM
www.us.is
EIGENDASKIPTI
ÖKUTÆKJA Á VEFNUM
Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing,
býður nú þann möguleika að tilkynna eigenda-
skipti og ganga frá skráningu meðeigenda og
umráðamanna bifreiða með rafrænum hætti á
vef Umferðarstofu.
Kynntu þér þessa einföldu og þægilegu
nýjung á www.us.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-0
8
4
1
SÉRSTAKUR 20% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM VÖRUM FRÁ ANTEC
NÝ ÖFLUG VEFVERSLUN