24 stundir - 04.01.2008, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 13
Amsterdam 0
Ankara -1
Barcelona 8
Berlín -4
Chicago 1
Dublin 3
Frankfurt 1
Glasgow 2
Halifax -2
Hamborg -3
Helsinki -3
Kaupmannahöfn -3
London 3
Madrid 9
Mílanó 0
Montreal -24
München 0
New York -9
Nuuk -14
Orlando -1
Osló -3
Palma 21
París 3
Prag -4
Stokkhólmur -3
Þórshöfn 7
Austlægar áttir og birtir til, en dálítil rigning
eða slydda suðaustanlands og fer heldur
kólnandi.
VEÐRIÐ Í DAG
5
4
8 5
7
Kólnandi veður
Austan- og norðaustanátt, 8-15 m/s, en lægir
suðvestanlands síðdegis. Rigning eða slydda,
en úrkomulítið vestantil. Hiti 0 til 5 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
4
4
5 4
3
Rigning eða slydda
Sigríður Gröndal, innkaupastjóri sérvöru hjá Hag-
kaupum, segir mjög mikið að gera á útsölum þessa
dagana, jafnvel þótt jólaverslun hafi verið mikil. „Fólk
er mest að kaupa fatnað og skó, jafnvel á alla fjölskyld-
una. Það er mjög mikið að gera núna, sérstaklega í
Kringlunni og Smáralind þar sem stærstu búðirnar
okkar eru,“ segir hún og bætir við að örtröð hafi skap-
ast í Kringlunni í gær.
Jólaverslun í ár var 19% meiri en í fyrra ef marka má
notkun greiðslukorta frá 15. nóvember og til áramóta.
Að sögn Önnu Ingu Grímsdóttur, fjármálastjóra Val-
itor, var 15-16% aukning í kortaverslun allt árið en svo
jókst hún enn frekar í desember.
Anna segir kortaveltu oft mjög mikla frá miðjum
desember og fram í miðjan janúar það tímabil spannar
bæði lok jólaverslunar og upphaf útsala. Hún segir
ekki eins nákvæmlega fylgst með sölunni á útsölunum
eins og fyrir jólin. „En það er svo furðulegt að þótt sal-
an sé svona mikil fyrir jólin eru alltaf einhverjir til-
búnir að versla á útsölum.“
Anna segist búast við því að verslun róist heldur á
þessu ári en bætir því við að febrúar og mars séu yf-
irleitt rólegustu mánuðirnir á árinu, þá jafnar fólk sig
eftir jólin og fer að huga að sumarfríum. fifa@24stundir.is
Örtröð á útsölum þrátt fyrir metsölu fyrir jólin
Ekki búist við aukinni verslun
Útsölur Það er ljóst að margir
ætla að gera góð kaup þrátt fyrir
að jólaverslun hafi verið mikil.
Utanríkisráðuneytið ráðleggur
Íslendingum að ferðast ekki til
Kenýa vegna óeirða þar eftir
kosningarnar 27. desember. Ís-
lendingar sem dvelja í Kenýa eða
nákomnir ættingjar þeirra geta
verið í sambandi við ráðuneytið á
skrifstofutíma og utan þess tíma
við neyðarþjónustu. Utanrík-
isráðuneytið og sendiráð Íslands í
Pretóríu fylgjast með ástandinu.
Ekki fara til Kenýa
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Hefðum við fengið betri upplýs-
ingar hefðum við getað breytt mið-
anum, en okkur var bara seinkað
um hálftíma í senn. Á endanum
varð það of seint,“ segir Eva Gísla-
dóttir. Hún varð eins og fjöldi ann-
arra farþega af ferð frá París til
Keflavíkur 30. desember síðastlið-
inn vegna þess að skortur var á út-
hvíldum áhöfnum hjá Flugleiðum.
Veður hamlaði flugumferð frá
Keflavík fyrir hádegi þann dag.
Bergþór Bjarnason, sem einnig
flaug til Parísar þann dag, tekur
undir með Evu og segir upplýs-
ingagjöf til farþega hafa verið
ónóga. Þá segir hann framkomu
starfsmanna þjónustuborðs hafa
verið til skammar, þeir hafi verið
dónalegir og lögreglan verið kölluð
til vegna farþega sem var heldur
æstur en engin þörf hafi verið á því.
„Ísland er nú ekki svo mikið lög-
regluríki að fólk megi ekki segja
skoðun sína,“ segir hann.
Matarvagn í höfuðið
Hann er ósáttur við kvörtunar-
þjónustu fyrirtækisins, hann hafi
áður sent athugasemdir þangað en
engin svör fengið. „Það var kona
með mér í þessu flugi sem varð fyr-
ir því að flugvél lenti í loftgati í
fyrra. Hún fékk matarvagn í höf-
uðið og hefur verið slæm í höfðinu
síðan. Hún hefur margsent kvört-
unarbréf en aldrei fengið svar.“
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingastjóri Icelandair, segir það al-
þekkt að áhafnir flugvéla renni út á
tíma þegar óveður hamlar flugi.
Við því sé ekkert að gera. Hann
segir fyrirtækið ekki bótaskylt en
leitast sé við að koma fólki á
áfangastað eins fljótt og unnt er.
Hann segir að í aðstæðum sem
þessum séu upplýsingar oft af
skornum skammti. Ævinlega sé
reynt að svara kvörtunum eins vel
og kostur er en fyrirtækið sé stórt
og fjöldi farþega gífurlegur. „Þar af
leiðandi koma reglulega kvartanir,
sumar réttmætar en oft er fólk að
reyna að verða sér úti um eitthvað
sem það á ekki rétt á.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Löggan send á
reiða farþega
Starfsfólk Icelandair sakað um dónaskap Kvörtunum ósvarað
Beðið eftir flugi Fólkið
á myndinni tengist ekki
fréttinni.
➤ Flugmálastjórn gefur út regl-ur um réttindi flugfarþega.
➤ Þegar flugrekandi ber ábyrgðá töf farþega getur farþegi
átt kröfu á bótum fyrir sér-
hvert tjón er leiðir af töf.
➤ Þetta á ekki við um tafirvegna veðurs.
ÁBYRGÐ FLUGFÉLAGS
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Pilturinn sem saknað var frá
því á nýársnótt fannst látinn í
Elliðavogi rétt við smábáta-
höfn Snarfara.
Umfangsmikil leit að piltinum
hafði staðið yfir frá því á
þriðjudagskvöld. Á annað
hundrað manns tóku þátt í
leitinni. Leitað var á sjó og
landi.
Pilturinn sem lést hét Jakob
Hrafn Höskuldsson, til heim-
ilis í Bröndukvísl 14 í Reykja-
vík.
Jakob Hrafn var fæddur 1.
desember 1988.
bee
Lenti í sjónum
19 ára piltur látinn
„Ég hef ekki feng-
ið nein rök fyrir
þessari ákvörðun
og mér finnst,
þar sem ég vinn
þarna sem að-
stoðarorku-
málastjóri, brýnt
að vita það af
hverju hann fékk stöðuna því ég
verð þarna áfram,“ segir Ragn-
heiður Inga Þórarinsdóttir að-
stoðarorkumálastjóri um þá
ákvörðun iðnaðarráðherra að
skipa Guðna A. Jóhannesson í
stöðu orkumálastjóra, en hún
sótti einnig um starfið. Ragnheið-
ur Inga hefur óskað formlega eft-
ir rökstuðningi frá ráðherra.
ejg
Vill rökstuðning
frá ráðherra
Iðgjaldsgrunnur kaskótrygginga hækkar um 15 prósent, rúðutrygg-
ingar jafnmikið. Vörður tryggingar hf., sem hækkar gjöldin frá fyrsta
janúar, segir nauðsynlegt að hækka kaskó vegna mjög slæmrar af-
komu. Framrúðutryggingin sem áður var nær nú yfir allar rúður í
bílnum og er það uppgefin ástæða fyrir hækkun á þeim lið.
Iðgjald húseigendatrygginga hækkar um átta prósent og iðgjald lög-
boðinna brunatrygginga húseigna hækkar um fimmtán prósent.
Tryggingafélagið segir báðar þessar hækkanir vera vegna lélegrar af-
komu trygginganna.
Tryggingar hækka mikið í verði
„Ráðherra hafa borist formlegar
beiðnir um rökstuðning vegna
ráðningar Þorsteins Davíðssonar
frá tveimur af þeim fjórum um-
sækjendum sem höfðu rétt til
þess að óska eftir honum,“ segir
Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra. Hann segir
rökstuðnings ráðherra að vænta
fyrir 10. janúar. ejg
Tveir hafa ósk-
að rökstuðnings
Stjórnvöld á Srí Lanka hafa sagt
upp vopnahléssamningi sem hefur
verið í gildi við Tamíl-tígra síðustu
sex ár. Mun samningurinn renna
sitt skeið á enda 16. janúar næst-
komandi. Lýkur þá vopnahlés-
eftirliti Norðurlandaþjóðanna,
SLMM.
Níu Íslendingar hafa sinnt
vopnahléseftirliti á Srí Lanka á veg-
um íslensku friðargæslunnar. Að
auki eru norskir friðargæsluliðar í
SLMM.
Segir í fréttatilkynningu utanrík-
isráðuneytisins að íslensk stjórn-
völd óttist að riftun vopnahléssam-
komulagsins verði til þess að auka
enn hörmungar íbúa landsins.
Blaðamaður 24 stunda náði
sambandi við Piu Hansson, fjöl-
miðlafulltrúa SLMM, en hún vísaði
fyrirspurnum til utanríkisráðu-
neytis. Ekki náðist í ráðherra áður
en blaðið fór í prentun. aij
Friðargæsluliðar snúa heim frá Srí Lanka
Vopnahléi lýkur
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki