24 stundir - 04.01.2008, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Erlendar rannsóknir benda til að
ódæmigerðar átraskanir gætu ver-
ið að aukast, þá líklega sem hluti
af lífsstíl, að nota óeðlilegar megr-
unaraðferðir til að stjórna þyngd.
Spurning hvenær það verður át-
röskunarsjúkdómur,“ segir Guð-
laug Þorsteinsdóttir sem fer fyrir
þverfaglegu teymi sem vinnur
með átröskunarsjúklingum á geð-
deild Landspítalans. „Konur eru
almennt uppteknar af megrun og
þyngd, en misjafnt hvað þær
ganga langt í megrunaraðferð-
um,“ bætir hún við. Guðlaug
nefnir að sjúkdómurinn ræni
sjúklinga getu sinni. „Þeir sem
hafa átröskun verða oft utanveltu
og upplifa mikinn kvíða og jafn-
vel þunglyndi. Allur tíminn fer í
að hafa áhyggjur af mataræði og
útliti og þyngd, á kostnað þess að
taka eðlilegan þátt í lífinu. Þeir
einangrast oft og missa úr fé-
lagslegum þroska og sjálfsmyndin
verður slök. Þetta er í raun ekkert
líf, eins og að hverfa inn í annan
heim, eins og Ásrún Eva orðaði
það í bók sinni „Horfin í heim át-
röskunar“.“
Hættulegar vinkonur
Ógnvænleg stækkun samfélaga
á netinu sem hvetja til lystarstols
og lotugræðgi hefur vakið athygli
að undanförnu. Í netsamfélög-
unum MySpace og Facebook hafa
svokallaðir „pro-ana/mia“ hópar
eða „með-lystarstoli/lotugræðgi“
hópar sem hvetja til átrösk-
unarsjúkdóma stofnað svæði. Síð-
urnar eru eins og stuðningsfélags-
skapur, stúlkurnar bera saman
reynslu sína, hvetja hver aðra og
gefa hver annarri „góð ráð“, nema
stuðningurinn snýst um að halda
átröskuninni gangandi í stað þess
að berjast á móti. Á síðunum er
oftar en ekki yfirlýsing um að át-
röskun sé lífsstíll og sjúdómurinn
settur fram sem tískubóla.
Guðlaug segist ekki hafa heyrt
af íslenskum síðum enn sem
komið er og því samsinnir Alma
hjá Forma samtökunum og segir
íslenskar stelpur para sig saman
og leita í þær erlendu.
„Pro-ana-síður eru stórhættu-
legar, og fyrir þá sem eru í áhættu
að þróa átröskun og sjá átröskun
sem lausn á sínum vanda, getur
þetta orðið eins og fíkn að velta
sér upp úr þessu,“ segir Guðlaug.
Alma segir sömu sögu og segir
glæpsamlegt að hvetja til fíknar
sem leiði til dauða. „Þær stelpur
sem hafa tekið um það meðvitaða
ákvörðun að lystarstol sé lífsstíll
og hvetja aðra til hans á að taka
með valdi og svipta öllum al-
mennum réttindum svo sem sjálf-
ræði. Þeirra vegna og annarra
vegna. Þær sem halda úti þessum
vefsíðum eru mikið veikar og ala
á ótta annarra veikra stelpna til að
haldast í hendur í dauðastríðinu.“
Er fræðsla skaðleg?
Alma og Edda hjá Forma sam-
tökunum sinna ráðgjöf til þeirra
er stríða við átröskunarsjúkdóma.
„Við bendum á leiðir til úrlausn-
ar. Bendum á hvert hægt er að
leita eftir hjálp. Hjá sálfræðingum
og geðlæknum er unnið gott starf
sem mætti þó vera öflugara, við
erum skammt komin í forvörnum
og meðferðarúrræðum hér á
landi,“ segir Alma.
„Það er mikið hér á Íslandi um
að fólk segi fræðslu um átraskanir
skaðlega. Að fræðslan sjálf leiði
jafnvel til átraskana. Þetta heyrir
maður hvergi erlendis. Ég held að
það þurfi að kæfa þetta viðhorf,
fræðslan snýr að tilfinningum og
líðan barna og samfélagið sem við
lifum í er þannig að mikilvægt er
að sofna ekki á verðinum.“
Ódæmigerðar átraskanir færast í vöxt
Fjöldi kvenna glímir
við átraskanir
Guðlaug Þorsteinsdóttir
geðlæknir og Alma Geir-
dal hjá Forma samtök-
unum ræða um átrask-
anir, pro-ana eða
með-átröskunum áróður
og ódæmigerðar átrask-
anir sem ræna getu og
lífsgleði ungs fólks.
„Konur eru almennt uppteknar
af þyngd“ „En misjafnt er hversu
langt þær ganga í megrunar-
aðferðum.“
Proana vefsíður „Þær sem
halda úti þessum vefsíðum eru
mikið veikar og ala á ótta ann-
arra stelpna.“
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir
Rope Yoga Rope Yoga Rope Yoga Rope Yoga
ROPE YOGA
8 vikna námskeið
hefjast 14. janúar
Skráning
í síma 891-7190
eða á www.sigga.is
Kennari:
Sigríður Guðjohnsen
www.sigga.is
Fagralund við
Furugrund í Kópavogi
Polarolían fæst í: apótekum,
Þín verlsun Seljabraut,
heilsuhúsum,
Fjarðarkaupum og Melabúð
Polarolje
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarma starfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Pólarolía góð fyrir líkamann
Í nýlegri doktorsrannsókn Lin-
nAnne Bjelland Brun-borg kom í ljós
að selolía sem var gefin í gegnum
sondu beint niður í skeifu-görn linar
liðverki og dregur úr liðbólgum
og hefur að auki jákvæð áhrif á
þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum
inniheldurhlutfallslega mikið magn
af omega 6 fitusýrum í samanburði
við omega 3fitusýrur. Þetta getur
orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem
að einhverju leyti getur útskýrt af
hverju margt fólk þjáist af offitu og
ýmsum lífsstílstengdum sjúkdó-
mum eins og hjarta- og æðasjúk-
dómum, sykursýki og krabbameini.
Besta leiðin til greiða úr þessu ójafn-
vægi er að auka neyslu á sjávarfangi
sem almennt er auðugt af langkeðju
omegafitusýru og samtímisað
minnka neyslu ámatvörum sem eru
ríkar af omegafitusýrum.
Þarmabólga og liðverkir
Rannsókn Brunborgsáselkjöti
bendir tilað þaðsé bæði holl og
öruggfæða.Selspikið er mjög ríkt
aflangkeðju omega fitusýrumsem
hefur áhrif á staðbundinhormónsem
meðalannarseru mikilvæg fyrir
bólgu-viðbrögð líkamans.Virknisel-
olíunnar á bólguviðbrögðvar prófuð
í klínískri tilrauná sjúklingum með
liðverkiog IBD. IBD-sjúklingarhafa
oft minnkandi starfs-getu og lífsgæði
vegnasjúkdómsins og möguleikará
lækningueru litlir. Lyfsem dragaúr
liðverkjumgeta gertþarmabólgu-
naverri. Brunborgsýndi meðtil-
raunum að selolía semvar gefin í
gegnum sondulinar liðbólgur og
liðverkiog hefur að auki jákvæðáhrif
á þarmabólgu.Aðneyta nægilegs
sjávarfangsmeð omega fitusýru
geturhaft fyrirbyggjandi áhrifþegar
um þróun sjúkdómaeins og IBD
og annarrabólgusjúkdóma, hjarta-
ogæðasjúkdóma er að ræða.Selolía
fæst í öllum helstuapótekum og
heilsubúðumog ber nafnið Polarolje.
Linar verki og minnkar bólgur
A U G L Ý S I N G