24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir Hollt nasl og líkamshreyfing Hvernig stendur þú þig? Nú er komið nýtt ár og því fylgja gjarnan fögur fyrirheit um að borða hollari mat og hreyfa sig meira. Hér eru nokkrir spurðir samviskuspurninga um heilsuna. Sólveig Eiríksdóttir, ráðgjafi hjá Himneskri hollustu: Mitt uppáhaldsuppáhald til að nasla í eru söl og þau er ég mjög oft með í töskunni. Þau eru mjög prótínrík og full af andoxunar- efnum, en um leið mjög orkugefandi og slá á alla sykurlöngun og maður nær að rífa upp orkuna sem maður kannski gerði áð- ur með því að fá sér súkkulaði. Það borða allir söl í minni fjöl- skyldu, meira að segja kettirnir. Síðan finnst mér líka æðislegt að afhýða lífrænar möndlur og leggja í bleyti í vatni og geyma inni í ísskáp yfir nótt. Þær verða miklu sætari á þennan hátt og næringarríkari. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari: Ég borða alltof mikið af sykri og nammi og veit það vel. Þegar ég ætla að vera einstaklega heilsusamlegur reyni ég að borða hnetur. Vesenið er hins vegar hvað þær eru fitandi þannig að ég fer eiginlega frekar bara aftur í súkkulaðið. Ég á mér eiginlega ekkert heilsunasl þar sem ég stend mig mjög vel í því að borða hollan mat yfir daginn eða þangað til klukkan slær sjö á kvöldin. Þá fæ ég þessa sykurþörf og ég lifi ekki daginn af án þess að fá kók og súkkulaði. Annars borða ég lítið af brösuðum mat, reyni eftir fremsta megni að borða mikið af grænmeti og hrísgrjónum og borða mjög mikið af sushi. Marta María Jónasdóttir, rithöfundur og ritstjóri: Að vera í formi er afstætt hugtak, einhver sagði að hringlaga væri líka form. En til þess að lifa í jafnvægi og verða ekki of skapvond þá mæti ég samviskusamlega til hans Billa í World Class tvisvar í viku og hann lætur mig gera allskonar kúnstir. Þess á milli fer ég í sund, þó ekki til að synda heldur til að hanga í heita pottinum. Þess á milli þeytist ég um húsið með ryksug- una og ferja innkaupapoka á milli húsa. Guðrún Möller, eigandi Snyrtiakademíunnar. Ég verð að viðurkenna að í augnablikinu geri ég ekki neitt til að halda mér í formi, eða jú, ég á hund sem ég fer mikið út að ganga með. En ég þarf virkilega að fara að koma mér upp ein- hverju prógrammi þar sem maður er víst ekki 18 ára lengur. Mig langar að finna mér skemmtilega líkamsrækt, ég er ofboðslega góð við sjálfan mig og það þarf einhver að standa yfir mér og láta mig gera hlutina. Mér finnst mjög gaman að dansa þannig að ég væri alveg til í ef maður gæti blandað því einhvern veginn saman við líkamsræktina. Í nýju og glæsilegu húsnæði Glæsibæjar verður brátt opnuð heilsulind þar sem leggja saman krafta sína Hreyfing og Blue Lagoon Spa. Í nýju heilsulindinni verður boðið upp á ýmsar nýjungar og meðferðir sem ekki hafa verið fáanlegar hér á landi. Þar má helst nefna djúpa slök- un í saltvatni. „Eftir 50 mínútna slökun fæst sama hvíld og eftir 8 tíma svefn,“ segir Tinna Brynjólfs- dóttir hjá Hreyfingu. „Þá verður boðið upp á afar sérstök leirböð sem eru einstök upplifun og skemmtilegt fyrir góða vini eða pör að koma í saman. Leirinn er borinn á líkam- ann, þá er farið í þar til gerðan klefa sem hitar leirinn. Í klefann komast aðeins tvær manneskjur og eftir að leirinn hefur náð virkni kviknar á vatnsúða sem skolar honum burtu. Einstök upplifun,“ bætir Tinna við. Pottar og gufuböð „Á skjólgóðu útivistarsvæði verða heitir pottar og gufuböð þar sem njóta má síðdegissólarinnar í góðum félagsskap. Öll umgjörð verður stór- glæsileg,“ segir Tinna og nefnir að fyrirtækin tvö séu komin í útrás mikla og heilsulindir af sama tagi og sú í Glæsibæ muni verða víða um heim. „Öll umgjörð er til fyr- irmyndar,“ segir Tinna ennfremur og nefnir heilsusamlegan veit- ingastað sem bjóði upp á holla og staðgóða rétti, snyrtistofu og þjón- ustu af miklum gæðum. Hreyfing og Blue Lagoon opna heilsulind Leirböð og djúpslökun Pottar og gufuböð Heilsulindin nýja verður útbúin góðum pottum á skjólgóðu útivistarsvæði. „Ég er gigtarsjúklingur með slæma vöðvabólgu í herðum og öxlum, auk þess er ég mjög slæmur í baki. Sú meðferð sem Ultratone hefur boðið mér uppá hefur gert það að verkum að líður betur og ég hef meira starfsþrek“ -Sigurður Árnason „Ég ákvað að prufa Ultratone fyrir keppni, ég get svo sannarlega sagt að ég hefi verið ánægð með árangurinn, ég hefði aldrei náð að koma mér í svona gott form ef ekki hefði verið fyrir Ultratone. “-Sólveig Silfá Sveinsdóttir, keppandi í fitness 2007 Komdu niðrí Faxafen og fáðu ráðleggingar hjá stelpunum í Ultratone Frír prufutími í líkamsmeðferð Tilboð á andlitsmeðferð 5 tímar 11.900 kr ÞETTA VIRKAR! „Fór í sogæðanudd fyrir andlit og eftir aðeins eitt skipti sá ég rosalegan mun. Ég er með mikla bauga og bjúgsöfnun í andliti, og þegar ég leit í spegil næsta morgun ætlaði ég ekki trúa því hvað ég var fín, hef ekki litið svona vel út í mörg ár“ -Elín Ólafsdóttir Hefst mánudaginn 14. Janúar Í skíðaferðir og á ströndina Engin fituáferð 6 klst. sólvörn Fæst í apótekum og fríhöfninni S Ó L A R V Ö R N

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.