24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 43
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 43
Um þessar mundir standa yfir
fundir milli NBC Universal og
ITV um að framleidd verði bresk
útgáfa af hinum langlífu Law &
Order-þáttum. Þáttaröðin mun
hafa fengið vinnuheitið Law &
Order: London en þáttaröðin
mun byggja á fyrri þáttum sem
hafa þegar verið sýndir í Banda-
ríkjunum. Þættirnir verða hins
vegar stað- og stílfærðir svo að
þeir eigi betur við hina vandlátu
bresku þjóðarsál. vij
Lög og regla
senn í London
Leikstjórinn Michael Bay til-
kynnti aðdáendum sínum í ára-
mótapistli á heimasíðu sinni að
vinnu við Transformers 2-
myndina miðaði vel áfram. Hann
lofaði aðdáendum fyrri mynd-
arinnar að í mynd númer tvö
yrðu vélmennin mun flottari og
það sem meira er, þau verða mun
fleiri. Transformers 2 er vænt-
anleg 2009. vij
Fleiri vélmenni í
Transformers 2
Söngkonan Christina Aguilera og
leikkonan Katie Holmes hafa gert
samning þess efnis að þær stöllur
leiði saman hesta sína í nýrri
kvikmynd. Um er að ræða fjöl-
skyldudrama og munu tökur
hefjast í febrúar, aðeins nokkrum
vikum eftir að Aguilera á von á
sínu fyrsta barni. Að sögn heim-
ildarmanna er um alvarlega og
dramatíska kvikmynd að ræða. hþ
Aguilera í mynd
með Holmes
Stórstjarnan Keira Knightley
hyggur á háskólanám þegar hún
hefur lagt leiklistarskóna á hill-
una. Þetta sagði leikkonan í við-
tali við OK! á dögunum og bætti
því við að hún hræddist ekki lok
kvikmyndaferils síns. „Ég verð
ekki endalaust í kvikmyndunum.
Einhvern tímann fer ég að gera
eitthvað annað og þá fer ég í
skóla og læri eitthvað.“ hþ
Knightley aftur
á skólabekk
Gamli góði frasinn um fátæka námsmenn
gildir um víða veröld og hafa námsmenn í gegn-
um tíðina gripið til ýmissa ráða til að fjármagna
skólagöngu sína. Námsmenn við Purdue-há-
skóla í Indiana í Bandaríkjunum leggja þó meira
á sig en aðrir við fjáröflun sína.
Námsmenn þar fá greitt fyrir að þefa af hvers
konar úrgangi. „Oftast er þetta lykt sem fyr-
irfinnst á sveitabæjum; skítur, sveitaúrgangur og
hey. Það eina góða við þetta er að við þefum
ekki af þessu í langan tíma,“ segir verkfræði-
neminn Anuj Sharma í viðtali við MSNC.
Nemendur þéna um 30 dollara, tæpar 1900
krónur, fyrir vinnu sína sem mun nýtast pró-
fessornum Albert Heber við rannsóknir sínar en
hann vinnur við að takmarka þá lyktarmengun
sem vill stundum leggja frá bóndabæjum.
Rannsóknir Hebers miða að því að finna út
hversu langt fnykurinn getur borist frá bónda-
bænum áður en hann verður ógeinilegur fyrir
þefskyn hins almenna borgara sem kærir sig
kannski ekkert um hina sætu sveitaangan.
Hugmyndir Hebers eru þær að með því að
prófa margar mismunandi aðferðir til að draga
úr langdrægni hinnar fjölbreytilegu lyktar sé
hægt að sannreyna hversu gagnlegar þær eru í
raun og veru. Í kjölfarið væri svo hægt að nota
niðurstöður þessarar rannsóknar til að skil-
greina hversu nálægt bújörðum væri hægt að
setja íbúabyggð án þess að íbúarnir yrðu lykt-
arinnar varir. „Háskólastúdentar eru frekar fá-
tækir. Ég hef gert verri hluti en þetta,“ sagði
Luca Magnani, einn þefþræla Hebers, um þátt-
töku sína í rannsókninni. viggo@24stundir.is
Allt er hey í harðindum hjá háskólanemum
Námsmenn þefa af skít fyrir peninga
Ekki fyrir alla Þó svo að sveitabörnum finnist fjósalykt-
in góð er hún ekki öllum að skapi.
24 Stundir/Þorkell
GEGGJUÐ
RÝMINGAR
SALA
NÚ VERÐUR
ALLT BRJÁLAÐ!!
!
Rýmum fyrir árgerð 2008.
Seljum alla potta árgerð 2007 á hrikalegu verði.
Það er núna eða aldrei. Hvað er betra en að hafa rjúkandi heitann
pott í garðinum sínum og slappa vel af í skammdeginu!!!!!
Arctic Spas eru Kanadískir gæðapottar
Arctic Spas eru sterkir pottar og þola íslenskt veðurfar
Arctic Spas þola allt niður að -50gr frosti
Eigum mikið úrval af plast tröppum ásamt
vönduðum tröppum úr sérvöldumsedrusviði.
Seljum einnig Panasonic Nuddstóla.
Þetta eru stólar sem þola næstum allt.
2 ára ábyrgð. Gæðastólar
Sennilega ódýrustu og bestu hreinsiefnin
á markaðinum í dag
Klór 1 kg......................................1990
Bromine Töflur..........................2390
PH - ...............................................1990
Síur (ATH taka 1 micron)......3990
Vorum að taka á móti heilum gám.
Allt fyrir spilaherbergið, Pókerborð,
Billiardbord, spilastólar, Barir og fleira og fleira.
Allt unnið úr gegnheilum við (Aski) frá Kanada
Opið alla helgina
Föstudag 10.00-18.00
Laugardag 10.00-18.00
Sunnudag 12.00- 18.00
Arctic Spas Faxafeni 9 ,108 Reykjavík (ATH: aðkoma í kjallara bakhús)
sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is
Dönsk hönnun, dönsk gæði,
dönsk vara, lífstíðar ending.
Þetta eru framtíðarútihúsgögn.