24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og alþingismaður, og dóttir henn- ar, Alma Ágústsdóttir, 12 ára, hafa dansað saman flamenco einu sinni í viku síðustu tvo vetur. „Ég hef mjög sterkar taugar til Kramhússins, hef bæði starfað þar sem kennari og stundað þar nám og stökk á þetta námskeið þegar það kom á dagskrá síðasta haust.“ Kolbrún hefur verið viðloðandi starfsemi Kramhússins frá byrjun og kom meðal annars að stofnun þess. „Þá kenndi ég músíkleikfimi og leiklist, og hef verið sjálf í músík- leikfimi hjá Hafdísi í skemmti- legum hópi sem hún hefur stýrt síðan hún stofnaði Kramhúsið. Svo hef ég verið í tangó, afród- ansi, jóga og það nýjasta er Fla- mencodansinn.“ Flamenco fyrir mæðgur „Í raun kom kveikjan að nám- skeiðinu frá ÍTR,“ segir Kolbrún. „Ég og dóttir mín fengum tilboð um að fara á námskeið í flamenco- dansi hjá ÍTR veturinn 2006 fyrir mæðgur. Við ákváðum að skutla okkur í þetta og dönsuðum fla- menco saman þann veturinn vest- ur í Frostaskjóli. Stúlkan sem kenndi á þessu námskeiði fór síðan aftur til síns heimalands. Mig langaði til að halda þessu á lífi og stakk því að Hafdísi að koma þessu námskeiði á fót í Kramhús- inu sem hún og gerði. Flamenco- kennarinn hennar, hún Minerva, kennir námskeiðið.“ Aðspurð um stemninguna sem fylgir því að dansa flamenco segir Kolbrún dansinn vera krefjandi en að sama skapi skemmtilegan. „Þetta er í sjálfu sér ekki flókinn dans þrátt fyrir að vera ákveðin heilaleikfimi í aðra röndina, því dansinn einkennir sérstakur handa- og fótaburður sem er krefj- andi. Það er afskaplega skemmti- legt að dansa flamenco. Hann er taktfastur og í honum er kraftur, maður eflist allur við hann. Þetta er náttúrulega hreyfing en líka út- rás fyrir skaphita og heitar tilfinn- ingar og það er rosalega gaman fyrir mæður og dætur að gera þetta saman. Það er kraftmikil og skemmtileg kvenorka sem losnar úr læðingi á þessu námskeiði.“ Dýrmætar samverustundir „Ég sá í þessu námskeiði tæki- færi til að eiga innihaldsríkar sam- verustundir með dóttur minni. Ég mæli mjög með þessu, tímarnir voru á sunnudögum, sem eru dag- ar sem auðvelt er að taka frá.“ Ljósmynd/Árni Sæberg Kolbrún og Alma dansa saman á sunnudögum Mæðgur í flamenco í Kramhúsinu ➤ Dansinn kemur upprunalegafrá Austurlöndum. ➤ Sígaunar báru hann til Suður-Spánar frá Arabíu og Ind- landi. ➤ Dansinn er taktfastur ogkröftugur og fylgir hraðri tónlist sem dansarar bæta takti við með lófaklappi og stappi. FLAMENCO„Við erum að kenna stelpunum okkar að bera höfuði hátt, vera sterkar og taka frumkvæði,“ seg- ir Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona og leik- stjóri, sem dansar fla- menco í Kramhúsinu með dóttur sinni Ölmu. „Fla- menco-dansinn hefur þetta allt saman.“ Dansfélagar Kolbrún og dóttir hennar Alma hafa dansað saman síðustu tvo vetur. „Ég hanna bækur, brýt um bækur, myndskreyti, skrifa bækur og þá hef ég líka komið að bókverkum eða bókinni í óhefðbundnu formi. Því fannst mér starfsheitið bók- verkakona nokkuð góð lausn er ég ætlaði að reyna að lýsa viðfangi mínu,“ segir Ásgerður Jónsdóttir bókverkakona. Ásgerður kennir á námskeiði á þessari vorönn hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem áhersla er lögð á myndskreytingar bóka og bókagerð. „Fjöldamargir listamenn gefa út eigin bækur og koma að útliti þeirra að öllu leyti. Nú er hægt að senda frá sér skjöl á netinu og fá til baka bækur í litlu upplagi. Þá eru margir sem fjölfalda og vinna eigin bækur frá fyrstu hug- mynd til lokaútfærslu. Tæknin hefur auðveldað slíkt. En auðvitað þarf einhverja þekkingu til að verkin séu vel gerð.“ Áslaug nefnir að hugmyndavinnan sé afar mikilvæg og þekking á útfærslum sömuleiðis. Að mörgu sé að huga- .„Myndskreyting og frágangur hefur áhrif á þann sem skoðar, því þarf að skilja eðli myndskreytinga og skoða þá möguleika sem opnast á leiðinni frá hugmynd til bókar.“ Skráning er hafin á námskeið í myndlistaskólanum. Bókverkakonan Áslaug kennir myndskreytingu og bókagerð Að myndskreyta og búa til bækur Bókverkakonan Áslaug Jónsdóttir hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir myndskreyt- ingar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.