24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
Mazda sendi frá sér tvær myndir
af nýjum RX-8 í vikunni. Fleiri
myndir hafa reyndar lekið á netið,
eins og virðist títt í bílabransanum
þessa dagana. Nýja bílsins hefur
verið beðið í nokkurn tíma en af
myndunum að dæma eru allar
breytingar mjög smávægilegar.
Helst er að sjá að þokuljósin að
framan falli inn í stærri loftinntök
að framan, svolítið eins og á Audi
R8, og afturljósin virðast einnig
hafa verið endurhönnuð lítillega.
Bíllinn er engu að síður renni-
legur og sportlegur líkt og fyrri út-
gáfa og spennandi verður að sjá
hvort einhverjar vélauppfærslur
fylgja útlitsbreytingunni.
Fyrstu myndir af nýjum RX-8
Litlar breytingar
Við þekkjum hvernig þetta virkar
hjá Audi. „S“ stendur fyrir sport-
útgáfuna og „RS“ fyrir rosalega
sportlega útgáfu ... eða eitthvað í
þá áttina. En nú er semsagt loks-
ins komin S-útgáfa af Audi TT.
TTS mun pumpa einum 268 hest-
öflum út í hjól, vera um 5 sek-
úndur í hundrað úr kyrrstöðu ef
hann er með þaki en örfáum sek-
úndubrotum lengur með blæju.
Vélin er 2 lítra FSI vél sem meðal
annars er notuð í S3. Bíllinn
verður fáanlegur bæði með sex
þrepa DSG skiptingu og sex gíra
beinskiptingu en fyrir þá sem
vilja enn meira urr og voff má
minna á sögusagnir af 350 hest-
afla TT RS sem ku vera í bígerð.
Aflmesti Audi
TT-inn til þessa
LÍFSSTÍLLBÍLAR
bilar@24stundir.is a
Nágranninn á kannski ekki eftir að dreyma dagdrauma um
bankareikninginn þinn ef þú leggur honum í innkeyrsluna,
en gæti ósköp vel öfundað þig af bílakostinum engu að síður.
Myndatökumaðurinn
minn orðaði það best: „Ef
heilbrigð skynsemi ætti
bíl, væri það Skoda.“
Skoda hefur aðra þýðingu fyrir
þá kynslóð sem nú er að fá bílpróf
en fyrir okkur sem eldri erum. Inn-
ganga tékkneska bílaframleiðand-
ans í Volkswagen-fjölskylduna hefur
verið báðum aðilum heillavænleg og
hróður Skoda hefur vaxið jafnt og
þétt um allan heim.
Nýjasta út spil Skoda er Octavia
Scout, einskonar hálf-jepplingur,
byggður á Octavia fjórhjóladrifs-skut-
bílnum. Bíllinn verður frumsýndur í
Heklu á morgun en við fengum hann
til afnota um síðustu helgi.
Áhugafólk um ættfræði hefur
kannski gaman af því að vita að nán-
asti ættingi Octavia Scout er Audi A6
Allroad quattro. Séu myndir af þeim
bornar saman sjást líkindin vel, auk
þess sem líta má á bílana sem mis-
dýrar útgáfur af sömu hugmyndinni.
Verðmunurinn er reynd ar yfir þrjár
milljónir svo það er ekki skrítið að
stigsmunur sé á þeim.
Rúmgóður og kraftalegur
Skoda Octavia hefur átt velgengni
að fagna á Íslandi á síðustu árum
og ég á von á að Scout-útgáfan geri
það líka. Veghæð bílsins hefur verið
hækkuð og er nú 18 cm, auk þess sem
hlífar hafa verið settar undir hann.
Stuðarar og brettakantar úr plasti
gefa honum kraftalegt yfirbragð og
rúsínan í pylsuend anum er „ó-mæ-
god“-handfang fyrir ofan hanska-
hólfið sem hentar eflaust vel þegar
þotið er yfir Kjöl eða upp á Úlfarsfell.
Að öðru leyti er bíllinn meira af því
sama.
Fyrir utan staðalbúnað eins og
tveggja svæða tölvustýrða miðstöð,
skriðstilli og heimalýsingu verð ég að
segja að plássið í Octavia Scout heill-
aði mig. Fótarými aftursætisfarþega
er mjög gott, en farþegar um og yfir
180 cm kvörtuðu yfir því að hliðar
bílsins séu full-innarlega í höfuðhæð
þeirra.
Farangursrýmið er stórt og hægt
er að leggja aftursætin fram. Gólfið
verður þó ekki alveg flatt við það en á
móti kemur skíðagat í miðju sætisins
og lítið hólf undir gólffletinum.
Skynsamlegur kostur
Aukin veghæð þýðir að bíllinn
kemst auðveld ar um íslenska vegs-
lóða í sumar, nú eða saltaða snjóinn
á Miklubrautinni. Það ætti að höfða
til þeirra sem draga tjald- og fellihýsi,
en líka til þeirra sem stunda útivist
og ferðalög ... eða búa í Grafarvogi.
2ja lítra dísilvélin togar líka reið-
innar býsn, þó hún sé ósköp dauf
upp undir 1400 snúninga. 6 gíra bein-
skipting, sem er að minnsta kosti
orðin umtalsvert betri en í síðustu
Octaviu sem ég keyrði, sér svo um að
skammta aflið. Ég freistaðist nú samt
stundum til að hlaupa yfir einn og
einn gír í innanbæjarakstrinum, svo
ég hefði und an að kúpla.
Að keyra bílinn er ein föld og
áhyggjulaus upplifun sem framkallar
ekki sterk viðbrögð önnur en þau sem
höfða til skynseminnar. Á aksturs-
brautinni í Kapelluhrauni tók Bragi
blýfótur þó við bílnum og skemmti
sér stórvel þrátt fyrir að brautin hafi
verið of hál fyrir tímatöku. Um það
má fræðast nánar í myndskeiði á hlað-
varpshluta mbl.is.
Octavia Scout er því býsna fjöl-
hæfur og hentar Íslendingum vel,
ekki síst í ljósi þess hversu sparneyt-
inn hann er. Nágrannann á kannski
ekki eftir að dreyma dagdrauma um
bankareikninginn þinn ef þú leggur
honum í innkeyrsluna, en gæti ósköp
vel öfund að þig af bílakostinum engu
að síður.
Að utan
Octavia á sterum. Og það er að þræl-
virka!
Að innan
Einfaldur Skoda-staðallinn ræður ríkjum.
Gott farangursrými, gott fótarými aftur í
en höfuðrými fyrir fullorðna takmarkað.
Tölvustýrð miðstöð, skriðstillir og hiti í
sætum meðal ríkulegs staðalbúnaðar.
Öryggi og búnaður
6 árekstrarpúðar, stöðugleikakerfi, tölvu-
stýrð miðstöð, aksturstölva, fjórhjóladrif,
skriðstillir, hiti í speglum og sætum, fjar-
lægðarskynjarar í stuðurum, þjófavörn,
heimalýsing.
Fjölskyldan
Hentar bæði til að skutla í skólann og
draga tjaldvagninn í sumar. ISOFIX-
festingar fyrir barnabílstóla. Hægt að
slökkva á árekstrarpúða við farþegasæti
frammi í.
Í HNOTSKURN
FYRRI TÍMATÖKUR
Golf R32 (* 15.11.07) ............................... (h) 44,69
Suzuki Swift Sport (* 12.10.07)..............44,90
Alfa Romeo 159 (* 14.09.07).....................46,07
Honda Civic Hybrid (* 28.09.07) ............48,08
Mitsubishi Outlander (* 26.10.07) .....(b) 50,50
Land Rover Defender (* 18.09.07) ........51,63
Ford Mondeo Ghia (* 09.11.07)............(b) 52,38
h=Háll hringur b=Blautur hringur * = Birtingardagur
SKODA OCTAVIA SCOUT
Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is
• 2 lítra, dísilmótor með forþjöppu • 140 hestöfl
• 320 Nm • 6 gíra beinskiptur • Fjórhjóladrif • 10,2
sek. í hundrað • Eyðsla í blönduðum akstri 6,4 l /
100 km • Stöðugleikabúnaður • ABS
• Verð: 3.190.000 kr. • Umboð: Hekla.
+
-
Sparneytinn, þokkalega
búinn, hentar vel á Íslandi.
Togkúrfa byrjar illa, þæg-
indastuðull mætti vera
hærri fyrir þetta verð.
Á pappír: Upplifun: Verð:
BRAGI BLÝFÓTUR SEGIR
„Þýður og skemmti-
legur, en toglítill.
Góður og hljóðlátur
á möl og malbiki.“
Ekki var hægt að taka
tímann á hraðasta hring,
þar sem ísing á
brautinni var of mikil.
AKSTURSBRAUT.IS
Á rúntinum með Guðrúnu Ásu:
Kemst út fyrir malbikið
Til að fá annað álit á Octavia Scout fengum við súperskát-
ann Guðrúnu Ásu Kristleifsdóttur með okkur á rúntinn.
„Ég held að þetta sé skátabíll, bæði hár og fjórhjóladrif-
inn og kemst út fyrir malbikið. Og það er náttúrlega það
sem skátar vilja; komast af malbikinu.
Bíllinn er rúmgóður og gott að keyra hann, þótt ég hefði
kannski viljað hafa hann aðeins lipr ari, en ég er reyndar
ekki vön að keyra fjórhjóladrifna bíla. Að öðru leyti er ég
bara mjög ánægð með hann.“
NIÐURSTAÐA
Svar Volkswagen-samsteypunnar
við Subaru-bílum, sem notið hafa
mikilla vinsælda á Íslandi. Það er
til aragrúi af bílum sem væri órök-
réttara að eiga.
Reynsluakstur Skoda Octavia Scout
„Schniðugt á Íschlandi“
Ljósmyndir: Baldur Örn Óskarsson
SÍMAR:
AX:
Alhliða bi
réttingar
GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS
BÍLAPARTAR
VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ
Láttu okkur sandblása og pólýhúða
felgurnar í hvaða lit sem er með Epoxy
grunn, Polyester lit og Acryl glæru.
Þær verða eins og nýjar!
Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is
Eru felgurnar orðnar ljótar?