24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Sumir segja að námskeið og fyr- irlestrar séu frábærir staðir til að hitta aðila af hinu kyninu, þó aðrir segi að það sé til lítils þar sem þar megi aðeins finna aðila af sama kyni og það er ekki allra. Konum hefur verið bent á að prjóna- eða blómaskreytinganámskeið séu ekki endilega rétta leiðin heldur eigi frekar að velja sér námskeið sem frekar höfða til karlmanna. Hér má nefna sem dæmi nám- skeið í umhirðu bíla eða eld- unarnámskeið, þannig getur þú t.d. auðveldlega séð hvort hann er efnilegur í eldhúsinu og þú megir þá búast við einhverju girnilegu á diskinn þinn. Dansnámskeið eða námskeið í einhvers konar bar- dagalist eru líka tilvalin til að finna út í hversu góðu formi menn eru. Nýjar leiðir Galdurinn er að velja sér nám- skeið sem þú hefur ekki endilega áhuga á þótt þú vildir gjarnan læra það sem þar er í boði. Einbeittu þér frekar að því að velja eitthvað sem þú telur að hinn rétti fyrir þig gæti haft áhuga á að sækja. Karl- mönnum getur t.d. fundist spenn- andi að hitta konu á námskeiði um viskí alveg eins og konu getur fundist spenanndi að hitta karl- mann á saumanámskeiði. Nám- skeið eru frábær leið til að kynnast því umræðuefnið er þegar fyrir hendi og getur leitt til skemmti- legra viðræðna um heima og geima. Þó að kunningsskapur á námskeiði leiði ekki til sambands geta slík kynni samt sem áður leitt til vináttu og það er í það minnsta góð byrjun. Þannig getur þú eign- ast félaga sem er ef til vill til í að koma með þér á fleiri námskeið í framtíðinni og aldrei að vita hvað slíkt getur leitt af sér. Prófaðu þig bara áfram. maria@24stundir.is Öðruvísi staðir til að hitta menn Námskeið geta verið kjörin Frábært Þessi kann aldeilis að dansa og svo kann hann líka að hrista saman drykki og hefur gaman af því að lesa! Ýmiss konar bækur eru til sem hjálpa fólki við að kenna sjálfu sér. Teach yourself-bókaflokkurinn er einn þeirra en í bókunum má finna sjálfskennslubækur um allt milli himins og jarðar. T.d. hvernig eigi að skrifa bækur fyrir börn, hvernig eigi að klippa saman myndskeið í tölvu og hvernig sé hægt að öðlast innri frið og ró. Einnig er hægt að læra ýmis tungu- mál með bókunum. Að kenna sjálfum sér Að sækja einhvers konar námskeið er frábær leið til að auka sjálfs- traustið. Drífðu þig á námskeið sem þig hefur lengi langað að sækja en ekki þorað og sannaðu fyrir þér að þú getir það sem þú vilt. Að fara á námskeið er líka góð leið til að kynnast nýju fólki og það lífgar upp á daginn að hafa eitt- hvað til að hlakka til eftir vinnu nú í svartasta skammdeginu. Veldu úr það sem þér finnst skemmtilegast! Gott fyrir sjálfstraustið Landbúnaðarháskóli Íslands held- ur ýmiss konar námskeið nú á vetrarmánuðum. Eitt þeirra ber heitið Hvernig er best að fóðra hestinn? og verður haldið á Ak- ureyri þann 18. janúar í samstarfi við Félag hrossabænda. Nám- skeiðið er ætlað hestamönnum og hrossaræktendum og þar verður meðal annars farið yfir náttúrulegt atferli hestsins og uppbyggingu meltingarfæra hans. Hvernig fóðra skal hestinn Heimilisiðnaðarskólinn hefur verið rekinn í um 30 ár. Sérstaða hans er að bjóða upp á námskeið þar sem m.a. eru kennd ýmis göm- ul vinnubrögð í greinum heimilis- iðnaðar, handmennta og lista. Kennsla fer aðallega fram á kvöld- námskeiðum en einstaka námskeið eru kennd á daginn eða um helgar. Námskeið í boði: Námskeið í boði við skólann eru t.d.: Baldýring – brjóstsykursgerð – hekl – hnífagerð, skepti og slíður jurtalitun – leðurvinna – lopa- peysuprjón – myndvefnaður möttulsaumur – orkering – prjón: handstúkur og íleppar, sjöl, hyrnur og dúkar – sauðskinnsskór – skart- gripa- og keðjugerð – skyrtu- og svuntusaumur – spjaldvefnaður – tálgun og tóvinna – vefnaður og vattarsaumur – víravirki – útsaum- ur og þjóðbúningasaumur. Sérstaklega má geta þessa að á síðustu árum hefur verið mikil vakning fyrir eldri gerðum íslensku þjóðbúninganna; faldbúningnum, skautbúningnum, kyrtlinum, 19. aldar upphlutnum og íslenska herrabúningnum. Í nokkur ár hef- ur verið boðið upp á nám- skeiðaröð í því að sauma þessa búninga. Nám í Heimilisiðnaðarskóla Íslands Brjóstsykursgerð og hekl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.