24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
Íslandsvinurinn Yoko Ono virðist
eiga of marga vini á Facebook-
tengslanetsíðunni. Á síðu hennar
kemur fram í yfirlýsingu að þeir
sem vilji gerast vinir hennar á Fa-
cebook verði að vera þolinmóðir
því forritið takmarkist við 5.000
vini á síðu. Starfsfólk Facebook
vinnur nú að því að bæta úr
vandanum svo Yoko, sem hefur í
gegnum tíðina ekki verið vinsæl
hjá Bítlaaðdáendum, get átt fleiri
vini. tsk
Yoko Ono á
of marga vini
Íslenska hljómsveitin Múm held-
ur á laugardaginn í tónleikaferð
til Japan þar sem hún mun leika á
samtals fernum tónleikum. Fyrir
jól lauk sveitin við tónleikaferð
um Norður-Ameríku og Evrópu
en nú verður spjótunum beint að
Japan. Þetta mun vera sjötta
skiptið sem hljómsveitin heldur
til Japans og mun hún leika í
Nagoya, Osaka og Tókýó. Hljóm-
sveitin Skakkamanage verður
með í för og sér um upphitun. hþ
Múm í tónleika-
ferð til Japans
Plötusnúðurinn Busy P, sem
meðal annars er umboðsmaður
Daft Punk og eigandi Ed Banger-
plötufyrirtækisins, er væntanlegur
til landsins um helgina. Hann
hyggst þeyta skífum í Ed Banger-
og Tuborg-partíi sem fram fer á
morgun á skemmtistaðnum Organ
í Hafnarstræti.
Ed Banger hefur skapað sér nafn
síðastliðinn misseri og þykir eitt af
heitustu plötufyrirtækjunum á
markaðnum. Ásamt honum munu
íslensku tónlistarmennirnir í Steed
Lord og President Bongo stíga á
svið og hita upp fyrir kappann.
Spenntur fyrir landi og þjóð
„Ed Banger er eitt heitasta
plötufyrirtækið í dag og við erum
að fá aðalmanninn, Busy P, hingað
til lands. Hann er með marga góða
listamenn á mála hjá sér, meðal
annars Justice, og fyrirtækið er
bara algjör gullnáma,“ sagði Presi-
dent Bongo þegar 24 stundir náðu
af honum tali. Hann kveðst
spenntur fyrir morgundeginum og
segir ekki slæmt að hita upp fyrir
snilling á borð við Busy P.
„Forsetinn iðar í skinninu að fá
að taka í á undan svona hetju eins
og Busy P. Hita aðeins leirinn fyrir
hann! Svo er vert að minnast á það
að Busy P er hinn spenntasti sjálf-
ur og segist aldrei hafa upplifað
eins mikinn áhuga og á Íslandi.“
Miðasala fer fram á midi.is og
kostar 1.500 krónur inn.
halldora@24stundir.is
Busy P, Steed Lord og President Bongo munu standa dansvaktina á Organ á morgun
Plötusnúðurinn Busy P þeytir skífum
Busy P. þeytir skífum á
Organ annað kvöld.
Svo virðist sem Nintendo-
tölvufyrirtækið hafi hitt naglann
á höfuðið þegar það ákvað að
hanna og setja á markaðinn hinn
allsérstaka leik Wii Fit.
Leikurinn, sem samanstendur af
mörgum smáleikjum og er spil-
aður með sérstöku jafnvæg-
isbretti sem leikmenn standa á,
hefur slegið í gegn í Japan og hafa
nú þegar selst yfir milljón eintök
af leiknum en hann kom út í Jap-
an 1. desember. Fróðlegt verður
að sjá hvort leikurinn vekur jafn-
mikla lukku þegar hann kemur út
í Evrópu og Ameríku seinna á
þessu ári. vij
Japanir óðir í
Wii Fit-æfingar
Aðdáendur skrímslamynda bíða
nú spenntir eftir að myndin Clo-
verfield komi í bíó en er sagt frá
því þegar New York borg verður
fyrir árás risaskrímslis.
Kvikmyndasíðan Movieweb.com
taldi sig hafa komist í feitt á dög-
unum þegar síðan birti mynd af
leikfangi sem mun hafa verið
mótað í mynd þess skrímslis sem
kemur fyrir í myndinni en fram
til þess hefur ríkt mikil leynd yfir
því hvernig skrímslið lítur út. Nú
hafa aðstandendur myndarinnar
sent frá sér yfirlýsingu þess efnis
að skrímslið sem Movieweb birti
á síðu sinni sé alveg ótengt mynd-
inni Cloverfield. vij
Beðið eftir
skrímslamynd
Snillingarnir hjá Namco Bandai-
tölvuleikjafyrirtækinu eru góðir í að
finna áhugaverðar persónur til að
birtast sem gestapersónur í Soul Ca-
libur-slagsmálaleikjunum. Áður
hafa hetjur eins og Link úr Zelda-
leikjunum og teiknimyndahetjan
Spawn birst í fyrri útgáfum leiksins
en í nýjasta Soul Calibur-leiknum,
sem er væntanlegur í sumar, hefur
Namco slegið öll fyrri met.
Svarthöfði sjálfur og græna gam-
almennið Yoda úr Star Wars-
myndunum munu verða sérstakar
aukapersónur í Soul Calibur 4.
Yoda mun láta ljós sitt, og geisla-
sverð, skína í Xbox 360-útgáfu
leiksins á meðan Svarthöfði verður í
Playstation 3-útgáfunni þannig að
ekki verður hægt að láta þessi goð
berjast hvort gegn öðru. Heimildir
herma að leikjaspilarar gætu jafnvel
síðar meir keypt fleiri Star Wars-
persónur fyrir Soul Calibur í gegn-
um PSN eða Xbox Live, til dæmis
Darth Maul eða Luke Skywalker, en
þær fregnir eru enn sem komið er
óstaðfestar. vij
Svarthöfði í Soul Calibur 4
Frábær viðbót Svarthöfði mun berjast
við ninjur og samúræja.
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Þetta er tilfinningalegt sjokk fyrir
marga,“ segir Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri Stöðvar
2, um skyndilegt brotthvarf
læknanna í Grey’s Anatomy af
dagskrá Stöðvar 2.
Verkfall handritshöfunda í
Hollywood er farið að segja til sín á
Íslandi og Grey’s Anatomy var
fyrsti þátturinn sem Stöð 2 varð að
hætta að sýna vegna þess að þætt-
irnir kláruðust. Framleiðsla á sjón-
varpsefni í Hollywood hefur verið í
biðstöðu síðan í nóvember á síð-
asta ári og sjónvarpsstöðvarnar eru
að klára nýjar þáttaraðir sem nú
eru sýndar.
Standa vaktina
„Við erum að lenda fyrstir í
þessu vegna þess að við rukum
fyrstir af stað með nýju þættina,“
segir Skarphéðinn. „En auðvitað
koma sterkir þættir inn í staðinn.
Við eigum enn nóg af þeim sem
betur fer.“
Skarphéðinn segir að þegar
framleiðsla á sjónvarpsefni hefjist
aftur muni Stöð 2 leggja mikla
áherslu á að setja nýju þættina
strax á dagskrá. „Við komum til
með að standa vaktina,“ segir
hann. „Um leið og verkfallið
endar og framleiðslan byrjar, þá
hliðrum við til í dagskrá og byrj-
um að sýna nýja þætti.“
Stoppa í mars
Guðmundur
Ingi Krist-
jánsson á RÚV
segir Rík-
issjónvarpið
ekki ennþá
hætt að sýna
neina þætti. „Við getum haldið út
fram í fyrstu viku í mars,“ segir
hann. „En það er ennþá verkfall og
ekkert útlit fyrir að menn séu að ná
samningnum. Þó samningar
myndu nást núna þá er ljóst að það
verður hlé á þáttum. Það er orðin
staðreynd.“ Þættir á borð
við Ugly Betty og
Desperate Housewi-
ves hverfa af dagskrá
RÚV þegar þeir
klárast í næsta mán-
uði.
Ekki náðist í Krist-
jönu Thors Guð-
brandsdóttur, dag-
skrárstjóra Skjás
eins. Ljóst er að
Heroes er meðal
þátta sem falla
niður á næstu
vikum.
Verkfall handritshöfunda í Hollywood fellir fyrsta gíslinn
Dr. Grey í verkfall
Í verkfalli Margir
harma brotthvarf Dr.
Grey af skjánum.
VERKFALLIÐ
Fyrstu þættirnir eru að
hverfa af skjánum á Ís-
landi í kjölfar verkfalls
handritshöfunda í Holly-
wood. Dagskrárstjórar
segjast eiga nóg af efni,
en hlé á þáttum er óhjá-
kvæmilegt.
Skarphéðinn Dagskrárstjóri
Stöðvar 2 segir stöðina eiga
nóg af góðu efni.
➤ Verkfall handritshöfunda íHollywood hófst 5. nóvember
á síðasta ári.
➤ David Letterman og aðrirspjallþáttastjórnendur hafa
gert sérsamninga við höf-
unda sína og geta því fram-
leitt þætti sína.
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Forsetinn iðar í skinninu að fá að
taka í á undan svona hetju eins og
Busy P. Hita aðeins leirinn fyrir hann!
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Mjög flottur efri partur í D,DD,E skálum á
kr. 3.890,- og buxur í S,M,L,XL á kr. 2.750,
Í stíl fæst tvílitur klútur sem binda má
alla kanta á kr. 3.950,-
Fallegur sundbolur í D,DD,E,F
á kr. 6.685,-
Sundfatnaður kominn í MISTY