24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 35
24stundir FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 35 MENNING menning@24stundir.is a Næsta skref hjá mér er að taka þátt í samsýningu í Berlín í lok febrúar. Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Ingirafn Steinarsson listamaður hefur opnað sýningu í Listasafni Reykjavíkur en hún samanstendur af myndbandi, sýningargrip og teikningu. „Hugtakið sem ég vann eftir við sköpun sýningarinnar er fagurfræði í virkni og verkin fjalla öll um þetta hugtak en hvert þeirra fyrir sig er unnið út frá misjöfnum menningarlegum forsendum,“ seg- ir Ingirafn. Sýning stendur yfir í tæpa tvo mánuði en Ingirafn hefur sett saman fjölda sýninga á verkum sínum síðustu ár. Fjölmargar sýningar „Ég er með vefsíðuna www.this.is/ingirafn þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um sýn- ingarnar sem ég hef tekið þátt í.“ Fyrsta einstaklingssýning Ingarafns var haldin í Gallery Gulp árið 1998 og ári síðan tók hann þátt í sinni fyrstu samsýningu. Hann hefur einnig tekið þátt í ýmiss konar verkefnum sem birst hafa í sjón- varpi og á internetinu. Ingirafn hefur hlotið ýmsa styrki en þar á meðal er listastyrkur frá Reykjavíkurborg árið 2000, frá menntamálaráðuneytinu árið 2003 og frá Landsbanka Íslands árið 2004. Styrkina hefur hann nýtt til þess að þróa list sína enn frekar og árangurinn má sjá á sýningunni. Samsýning í Berlín „Næsta skref hjá mér er að taka þátt í samsýningu Berlín í lok febr- úar. Þar sýni ég ásamt hóp sem kallar sig Global Alien sem veltir fyrir sér sjálfsmynd þjóða, landa- mærum og innflytjendapólitík. Þetta er að sjálfsögðu mjög spenn- andi verkefni.“ Listamaður á ferð og flugi Fagurfræði á Listasafninu Janúarmánuður hefur alltaf verið þekktur sem daufasti mánuður ársins en Listasafn Íslands ætlar að sporna við leiðind- unum með því að halda spennandi listsýningar fyrir alla landsmenn. Listrænn Ingirafn er hugmyndabrunnur ➤ Útskrifaðist með mast-ersgráðu frá Listaháskólanum í Malmö í Svíþjóð árið 2005 eftir nám í Listaháskólanum í Vín í Austurríki árið 2003 og Myndlista og handíðaskóla Íslands 1996-1999. ➤ Hefur sýnt verk sín á einka-og samsýningum á Íslandi síðan 1998 og einnig tekið þátt í sýningum í nokkrum borgum Evrópu og Banda- ríkjanna. INGIRAFN STEINARSSON Í kjölfar samstarfs Iceland Airwa- ves og norsku tónlistarhátíðinnar og ráðstefnunnar By:Larm munu hljómsveitirnar FM Belfast, Bloodgroup og Benni Hemm Hemm leika á By:Larm 2008 í Ósló í næsta mánuði. Um er að ræða stærstu tónlistarráðstefnu Skandinavíu sem flakkar milli stærstu byggðarlaga Noregs. Íslensk bönd á By:Larm 2008 Menntamálaráðherra og iðn- aðarráðherra undirrituðu nýjan menningarsamning til þriggja ára við Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi í gær, miðvikudaginn 9. janúar. Um er að ræða þriðja samninginn milli ríkis og sveitar- félaga á Austurlandi um menn- ingarmál en fyrsti samningur var undirritaður árið 2001. Menningar- samningur Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is GEL OG ETHANOL ELDSTÆÐI BYLTING Í SVEFNLAUSNUM SPRENGIÚTSALA EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM 20-50% AFSLÁTTUR VAXTALAUS LÁN Í 6 MÁNUÐI 24stundir/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.