24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Að spyrja rithöfund um skoð- un hans á gagnrýnanda er eins og að spyrja ljósastaur hvað honum finnist um hunda. Christopher Hampton. Á þessum degi árið 1927 voru eignir Charles Chaplins frystar eft- ir að eiginkona hans Lita Grey höfðaði skilnaðarmál á hendur honum. Skilnaðardeila þeirra var löng og grimmileg og Lita leyndi því ekki fyrir fjölmiðlum og um- heiminum að eiginmaðurinn hefði oft haldið framhjá henni. Chaplin var gert að greiða henni hæstu bætur sem greiddar höfðu verið í skilnaðarmáli í Bandaríkjunum. Lita og Chaplin kynntust þegar hún var tólf ára og hann rúmlega þrítugur en þá lék hún í einni kvik- mynda hans. Hún var sextán ára gömul þegar hún varð barnshaf- andi. Af ótta við að vera dæmdur fyrir að hafa haft mök við barn undir lögaldri kvæntist Chaplin henni. Hjónabandið var dauða- dæmt frá byrjun. Eftir þrjú ár skildu þau og höfðu þá eignast tvo syni. Lita gekk fjórum sinnum í hjónaband og lést árið 1995, 87 ára gömul. MENNINGARMOLINN Eignir Chaplins frystar Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is „Þetta sýningaár einkennist af til- raunum til að fá erlenda listamenn og erlenda list inn í Listasafnið og leitast er við að búa til sýningar þar sem erlendir og íslenskir listamenn vinna saman,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Ís- lands, um sýningaárið sem nú er að hefjast. Dvöl í tímanum Halldór segir ákveðin skref verða tekin í þessa átt með næstu tveimur sýningum safnsins. „Fyrsta sýning ársins hefst seint í febrúar og nefnist Streymið og þar sýna þrjár listakon- ur, Gabríela Friðriksdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir og svissneska listakonan Emmanuelle Antille. Verk þeirra eiga það sameiginlegt að vera fremur tímatengd en rýmis- tengd, það er að segja, þarna eru ekki þungir hlutir á ferðinni og þær byggja list sína á dvöl í tímanum. Á sýningunni verða myndbönd og teikningar ásamt skúlptúrum og málverkum,“ segir Halldór Björn. Hin eilífa togstreita „Um miðjan maímánuð verður opnuð sýning í tengslum við Listahátíð. Þar munum við leitast við að fá listamenn til að takast á við arkitektúr safnsins og jafnvel draga fram hina eilífu togstreitu milli myndlistar og húsagerðarlist- ar. Þar hafa menn ætíð tekist á um leiðir. Listamenn eru til dæmis stundum mjög óhressir þegar húsa- gerðarlistin er yfirþyrmandi í kring- um sýningu þeirra og þá finnst þeim að hún sé að éta upp allt sem þeir eru að gera. Arkitektar eru svo óhressir með það að listamenn séu að fetta fingur út í hús þeirra. Sumir arkitektar, eins og Alvar Aalto forð- um daga, hafa gengið svo langt að telja að það væri nóg að hafa arki- tektúr, það þyrfti ekkert að hafa myndlist í góðu húsi. Aalto gekk svo langt að segja að teikniblokkin væri afhent af Guði til arkitektsins til að hann gæti teiknað hús. Þarna sýna fimm listamenn, þrír íslenskir, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson og Steina Vasulka, og tveir erlendir, Monica Bonvicini frá Ítalíu og Franz West frá Austurríki.“ Ný innslög í sumar „Síðan tekur við sumarsýning, væntanlega með fullt af nýjum inn- slögum. Þar verður fyrst og fremst sýnd íslensk myndlist sem er í eigu safnsins og kannski verða þar ein- hver utanaðkomandi verk en það er ekki fullákveðið. Um haustið verð- ur síðan sýning í tengslum við Kvikmyndahátíð í Reykjavík þar sem við fáum mjög þekkta lista- konu, Shirin Neshat, til að sýna verk sín. Hún er írönsk en búsett í Bandaríkjunum og er meðal þekkt- ustu vídeógerðarmanna heims. Um svipað leyti verður opnuð hér sýn- ing á verkum úr Würth-safninu í Suður-Þýskalandi en það býr yfir feikilegri safneign upp á 10.000 verk eftir fjölmarga þekktustu listamenn heims, frá impressjónistunum fram til okkar daga. Þar verður reynt að bregða ljósi á það sem hefur verið að gerast mest og mikilvægast í list síðustu áratuga, en ekki heldur gleymt því sem henti á fyrri hluta síðustu aldar. Þannig að þetta verð- ur mikil yfirlitssýning á list 20. aldar með aðaláherslu á þýska list und- anfarinna áratuga,“ segir Halldór Björn. Nýtt sýningaár er hafið hjá Listasafni Íslands Erlend list og íslensk Á nýju sýningaári mun Listasafn Íslands leitast við að búa til sýningar þar sem erlendir og ís- lenskir listamenn vinna saman, “ segir Halldór Björn Runólfsson safn- stjóri. Ákveðin skref verða tekin í þessa átt með næstu tveimur sýn- ingum safnsins. Halldór Björn Það verður mikið um að vera í Listasafninu Íslands þar sem hann er við stjórnvölinn. ➤ Síðan Listasafn Íslands reið ávaðið fyrst safna með að veita ókeypis aðgang árið 2006 þá hefur aðsókn aukist að safn- inu um 130 prósent. ➤ Listasafn Íslands gaf út fjórarlistaverkabækur á síðastliðnu ári (2007) í tengslum við sýn- ingar safnsins. Þær heita/eru eftir: Jóhann Briem, Jón Eng- ilberts, Cobra Reykjavík og Kristján Davíðsson. SAFNIÐ 24stundir/Frikki Davíð Örn Halldórsson opnar einkasýningu sína absalút gamall kastale í Galleríi Ágústi laugardaginn 12. janúar kl. 16. Davíð Örn er þekktur fyrir að nota djarfa liti og óhefð- bundin efni í verk sín svo sem bílalakk, olíupastel og úða- brúsalakk. Hann málar gjarn- an á fundið efni, oftast við- arplötur en einnig vinnur hann beint á veggi og vinnur m.a. stóra veggmynd beint á veggi gallerísins á þessari sýn- ingu. Djarfir litir AFMÆLI Í DAG Rod Taylor leikari, 1930, Stanley Tucci leikstjóri, 1960. Sýning Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin, sem var fram- lag Íslands til Feneyjatvíær- ingsins í fyrra, stendur nú yfir í Hafnarhúsinu. Innsetning Steingríms Eyfjörð vakti mikla athygli á Fen- eyjatvíæringnum og var af sumum talin meðal hápunkta tvíæringsins. Í kjölfar hennar var Steingrími boðinn samn- ingur við virt gallerí í New York þar sem hann verður með sýningu í vor. Innsetningin í Hafnarhúsinu samanstendur af 13 sjálf- stæðum verkum; ljós- myndum, skúlptúrum, text- um, teikningum, myndböndum og öðrum miðlum. Sýningarnar standa báðar til 2. mars. Lóan í Hafnarhúsinu Borgarbókasafn Reykjavíkur, í samstarfi við ÍTR, ætlar að standa fyrir svokölluðu ljóða- slammi á Vetrarhátíð 2008. Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs eða ljóða þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóða- slamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist og miðað við að flytjandi eða flytjendur fari með ljóðið samhliða tónlist, myndlist eða leiklist. Hvort sem er ein- staklingur eða hópur getur flutt ljóðið. Aldurshópurinn sem ljóða- slammið miðast við er 13-18+ (efri mörk eru opin). Skráningarfrestur er til 20. janúar 2008. Ljóðaslamm í Borgarbóka- safninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.