24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 9 Ankara -2 Barcelona 15 Berlín 5 Chicago 2 Dublin 7 Frankfurt 8 Glasgow 8 Halifax 4 Hamborg 7 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 5 London 11 Madrid 12 Mílanó 5 Montreal 2 München 4 New York 6 Nuuk 2 Orlando 14 Osló 3 Palma 20 París 9 Prag 2 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 2 Hægur vindur og víða bjart, en skýjað og dá- lítil él úti við norður- og austurströndina. Hiti 0 til 5 stig við sjávarsíðuna, en frost allt að 8 stig í innsveitum. VEÐRIÐ Í DAG 2 1 2 2 0 Dálítil él Fremur hæg austlæg átt og skýjað með köfl- um, en dálítil él úti við sjóinn. Talsvert frost. VEÐRIÐ Á MORGUN 2 -1 -1 -2 -1 Talsvert frost „Það er mikil óvissa í þessu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, tals- maður Félags fjárfesta, um þá stöðu sem komin er upp á hluta- bréfamarkaði. Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir augljóst að mikið af þeim söl- um sem nú eru á hlutabréfamark- aði séu þvingaðar sölur. „Hver vill selja við þessar aðsæður þegar allt er á niðurleið? Sumir ætla að forða sér vegna þess að þeir halda að bréfin muni lækka ennþá meira. En það er auðvelt að gera sér í hug- arlund að mikið af þessu séu þvingaðar sölur,“ segir hann. Vilhjálmur segir þessar þvinguðu sölur hafa þau áhrif að meira framboð sé á markaðnum og þrýstingur á sölu. „Þetta hefur örugglega þrýst á og vitundin um þetta hefur ekki hvatt til kaupa,“ segir hann. Tækifæri í stöðunni Vilhjálmur segir tækifæri felast í þessari stöðu. „Það eru alltaf tæki- færi að kaupa á lágu verði,“ segir hann en bætir við að óvissan sé það mikil að hann geri sér ekki full- komlega grein fyrir ástandinu. „Fyrir þá sem þurfa á peningi að halda í dag er þetta slæm staða en menn verða bara að reikna með því að stundum er verðfall og við því er ekkert að segja,“ segir Vilhjálmur, spurður um það hvort þurfi að hafa miklar áhyggjur af ástandinu. elias@24stundir.is Þvingaðar sölur auka framboð og þrýsta verðinu niður Óvissa ríkir enn á markaði Maðurinn sem grunaður er um að vera valdur að dauða fjögurra ára drengs í Keflavík 30. nóvember síðastliðinn hafði einn aðgang að bifreiðinni sem ekið var á dreng- inn. Þetta kemur fram í yfir- heyrslum yfir skráðum eiganda bif- reiðarinnar. Hinn grunaði var úrskurðaður í áframhaldandi far- bann til 29. janúar á þriðjudaginn var og var sá úrskurður staðfestur í Hæstarétti í gær. Maðurinn hefur neitað að vera valdur að dauða drengsins en mikils ósamræmis hefur gætt í framburði hans og framburður hans samrýmist ekki framburði vitna sem lögreglan hef- ur yfirheyrt. Einnig er talið ljóst að reynt hafi verið að hafa áhrif á vitn- isburð vitna í málinu og er talið að það sé frá kærða komið. fr Reynt að hafa áhrif á vitni í Keflavík Sá eini sem hafði aðgang að bílnum Sigurður Líndal prófessor segir Árna Mathie- sen greinilega ekki botna í viðfangsefninu þeg- ar hann gagnrýni dómnefndina, sem mat hæfni umsækjenda um starf héraðsdómara, fyrir að halda að álit hennar sé bindandi. Árni sagði í yfirlýsingu í gær að nefndin hefði mis- skilið hlutverk sitt. „Í þessu tilfelli reisa vandaðir stjórnsýsluhætt- ir valdi ráðherra skorður og dómnefndin tak- markar vald hans þótt hún bindi það ekki,“ segir Sigurður og leggur áherslu á að í rétt- arríki sé „vald í eðli sínu takmarkað“. Einnig gagnrýnir hann ráðherra fyrir að rökstyðja ekki þá fullyrðingu í yf- irlýsingunni að gallar séu á áliti dómnefndar. Sigurður gagnrýnir rök ráðherra fyrir skipun Þorsteins Davíðssonar. Hann segir áherslur ráðherrans vera „á framgang í skjóli stjórn- málaflokks“, t.d. á reynslu Þorsteins í starfi aðstoðarmanns dóms- málaráðherra og nefndarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Loks gagn- rýnir hann að ráðherra tilgreini færni Þorsteins í samningu lagatexta sem rök fyrir valinu, án þess að nokkur gögn liggi fyrir um hana. þkþ Vald ráðherra takmarkað Árni M. Mathiesen, settur dóms- málaráðherra, gaf út yfirlýsingu vegna greinargerðar dómnefndar í gær. „Þar eru slíkar rangfærslur að nefndin vill ekki eltast við yf- irlýsinguna,“ segir Pétur Kr. Haf- stein, formaður dómnefnd- arinnar, og vísar í greinargerð nefndarinnar. þkþ Eltast ekki við rangfærslurnar Tveir menn voru handteknir í Borgarnesi í gær vegna gruns um íkveikju í parhúsi á Hvanneyri í fyrrinótt. Öðrum manninum var sleppt eftir skýrslutöku en hinn verður áfram í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. Að sögn slökkviliðsins í Borg- arnesi var einn maður í íbúðinni og komst hann út af sjálfsdáðum. Hann var fluttur til læknisskoð- unar vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn í búðinni var ekki mjög mikill en íbúðin skemmdist tals- vert af völdum reyks og hita. mbl.is Í haldi vegna gruns um íkveikju Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Margir danskir þingmenn eru hlynntir tillögu Ritt Bjerregaard, borgarstjóra Kaupmannahafnar, um að gerð verði skrá yfir ofbeld- ismenn. Eru þingmennirnir fúsir til að breyta lögum svo að veitinga- staðir geti skráð og vísað frá þeim ólátaseggjum sem settir hafa verið í nálgunarbann, að því er greint er frá á fréttavef Berlingske Tidende. Þingmenn taka það þó fram að finna verði lausn sem komi í veg fyrir að aðrar upplýsingar en nálg- unarbann verði kunnar öðrum en lögreglunni. Kormákur Geirharðsson, stjórn- armaður í Félagi kráareigenda, segir félagið ætla að safna upplýsingum um ofbeldismenn og setja myndir af þeim á heimasíðu félagsins til að dyraverðir geti þekkt þá og meinað þeim inngöngu. „Ég ætla ekki einu sinni að kanna hvort ég má setja myndirnar á heimasíðuna. Ef einhverjum er illa við þetta verður hann að gefa sig fram. En ef þetta er bannað þá göngum við bara á milli staðanna og dreifum myndum af þessum mönnum ef okkur finnst ástæða til. Ég þekki þessa menn ekki í sjón en ég myndi vilja að dyraverðirnir mínir þekktu þá. Við hleypum ekki mönnum inn sem við sjáum að eru dópistar. Af hverju ættum við að hleypa inn ofbeldismönnum? Það er alveg jafnslæmt.“ Að sögn Kormáks eru ofbeldis- mennirnir örfáir. „En þeir eru eins og rotin epli og ef veitingastaður fær á sig slæmt orðspor vegna þeirra getur það eyðilagt viðskiptin.“ Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn segir veitingastaði ráða því hverjum þeir hleypi inn. „Og sam- kvæmt lögreglusamþykkt getur lög- regla einnig vísað þeim mönnum burt af almannafæri sem vegna ölv- unar eða annarrar háttsemi valda íbúum í nágrenni ónæði eða hættu. Við viljum allt gera til að einangra þá sem skapa óróa,“ tekur Geir Jón fram. Hann kveðst hins vegar efins um að heimilt sé með tilliti til persónu- verndar að setja myndir af óláta- seggjum á netið. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir einnig að um persónuverndarsjónarmið geti verið að ræða. Danir vilja skrá yfir hrottana  Danskir þingmenn hlynntir tillögu borgarstjóra Kaupmanna- hafnar  Veitingastaðir eiga að geta vísað hrottum frá Í miðbænum Lögreglan hefur í nógu að snúast um helgar. ➤ Veitingamenn segja að sýni-leg löggæsla hafi jákvæð áhrif og dragi úr ofbeldi. ➤ Lögreglustjórinn á höf-uðborgarsvæðinu hefur sagt að breyta beri afgreiðslutíma skemmtistaða ef í ljós kemur að of langt hafi verið gengið. LÖGGÆSLA 24stundir/Júlíus STUTT ● Ákærur Ríkissaksóknari hefur ákært sex karlmenn vegna inn- flutnings á tugum kílóa af fíkniefnum í svokölluðu Pól- stjörnumáli. Efnin fundust í skútu sem kom til hafnar á Fá- skrúðsfirði í haust. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. Fimm eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn Íslend- ingur situr í gæsluvarðhaldi í Færeyjum og verður hann væntanlega ákærður þar. ● Þjófnaður Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðborg- inni. Kom til ryskinga á milli afgreiðslumanns og tæplega fertugrar konu sem er grunuð um þjófnaðinn. mbl.is Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.