24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 46
árið 2005, var leystur undan samningi í ársbyrjun. Bæði Studdard og Hicks voru leystir undan samningum sínum af sömu ástæðu og McPhee. Slæm plötusala. Áhyggjuefni Ný þáttaröð af American Idol verður tekin til sýningar 15. janúar og er það eflaust áhyggjuefni fyrir framleiðendur þátt- anna að svo margir af fyrrum kepp- endum og sigurveg- urum, skuli nú standa eftir samn- ingslausir, slyppir og snauðir. vij Bandaríska Idol-stjörnuleitin er kannski eitt vinsælasta sjón- varpsefnið vestanhafs en þátttak- endur í þeirri keppni finna nú fyrir því að lífið eftir sjónvarps- þættina er enginn dans á rósum. Katharine McPhee, sem hafn- aði í öðru sæti í keppninni árið 2005, hefur nú misst útgáfu- samning sinn við RCA-útgáfufyr- irtækið eftir að hafa gefið út ein- ungis eina breiðskífu. Samnefnd plata hennar kom út fyrir tæpu ári en hún seldist afskaplega illa, einungis 366.000 eintök í Banda- ríkjunum, og því ákvað RCA að leysa hana undan samningi. Bætist í hópinn Katharine er síður en svo fyrsti Idol-keppandinn sem sagt er upp af útgáfufyrirtæki sínu. Ruben Studdard og Taylor Hicks hafa einnig misst útgáfusaminga sína en báðir höfðu þeir sigrað í keppninni á sínum tíma. Studdard, sem sigraði í annarri þáttaröð keppninnar, var leystur undan samningi sín- um við J Re- cords í des- ember síðastliðnum og Hicks, sem sigraði einmitt McPhee RCA losar sig við Katharine McPhee Nordic-Photo/Getty Samningslaus snót McPhee, sem syngur hér á tónleikum til styrktar forseta- framboði Hillary Clinton, þarf að hugsa sinn gang. Enn ein American Idol-stjarna samningslaus Ruben Studdard Sigraði í American Idol en er nú samningslaus. 46 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þeir vilja ennfremur ekki þurfa að deila búningsherbergi sínu með neinum öðr- um hljómsveitum, að Supergrass, Oasis og kannski Led Zeppelin undanskildum. Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra að hin barmmikla Pamela Anderson sé með barni. Á barnið að vera Ricks Salomons þrátt fyr- ir að þau séu að skilja. Sjálf hefur Pamela vísað sögusögnunum til föðurhúsanna, en Salomon hefur á hinn bóginn gefið þeim byr undir báða vængi með því að kvarta undan hormónaflæði Anderson vegna óléttunnar. hþ Pamela And- erson ófrísk? Enda þótt ástarsambandi þeirra Jennifer Aniston og Vince Vaughn hafi lokið á síðasta ári eru þau ennþá bestu vinir. Þetta kunngjörði Vince í viðtali við tímaritið Parade í vikunni, en hann kveðst þakklátur fyrir vin- skap þeirra í millum. „Reyndar tala ég endalaust við hana og hef virkilega gaman af henni,“ við- urkenndi leikarinn. hþ Mikill vinur Jennifer Aniston Trommarinn ógurlegi Tommy Lee er væntanlegur til landsins í lok mánaðarins og verður að segja að kröfulisti kappans veldur vissum vonbrigðum, að minnsta kosti ef litið er til orðspors hans. Tommy krefst þess að fljúga til landsins á fyrsta farrými og enginn annar gististaður en forsetasvíta á fínu hóteli kemur til greina. Í búnings- herberginu skulu vera tvær flöskur af Cristal kampavíni, tvær flöskur af Jägermeister og Grey Goose vodki. Þar að auki þarf hljóðkerfið á tónleikastaðnum að vera „fram- úrskarandi.“ Gistir bara í forseta- svítu Tommy Lee sættir sig ekki við neitt annað en fyrsta flokks gistirými. Skrautlegir kröfulistar tónlistarfólks Nærbuxur og vítamín Kröfulistar tónlistarfólks, sem það sendir á undan sér til tónleikahaldara til að tryggja það að allt verði eftir þess höfði, eru oft á tíðum frekar skrautlegir. Þessir listar, sem kallast riders, útlista allt frá innréttingu búningsherbergja til veitinga fyrir tónlistarfólkið. 24 stundir ákváðu að líta yfir kröfulista nokkurra vel þekktra tónlistarmanna og skrautlegar kröfur þeirra. Framúrskarandi hljóðkerfi Uma Thurman segist ekki vilja flytja til London til þess að geta eytt meiri tíma með unnustanum og viðskiptajöfrinum Arpad Bus- son, en þau eiga í sambandi þrátt fyrir að hún búi í Los Angeles og hann Bretlandi. Ástæðan ku vera sú að leikkonan setur börnin í forgang og vill ekki raska ró þeirra með flutningum. hþ Uma setur börn sín í forgang Hljómsveitarmeðlimir Foo Fig- hters óska eftir því að fá, meðal annars, fjögur pör af hvítum íþróttasokkum og fernar boxer- nærbuxur, í miðstærð. Þeir vilja ennfremur ekki þurfa að deila búningsherbergi sínu með neinum öðrum hljómsveitum, að Superg- rass, Oasis og kannski Led Zeppel- in undanskildum. Sokkar og nærbuxur Kröfulisti Britney Spears er jafn- skrautlegur og hegðun hennar hef- ur verið undanfarið. Meðal nauð- synlegra hluta hjá henni eru straujárn og straubretti. Enn frem- ur krefst stjarnan að fá óskráð símanúmer sem aðeins er hægt að hringja úr, tónleikahaldarar sem klikka í símamálunum þurfa að greiða 5.000 dollara sekt. Straujárnið er nauðsynlegt Christina Aguilera er kona sem bíður ekki eftir neinu. Því setur hún það sem skilyrði að tónleika- haldarar verði henni út um lög- reglufylgd þegar hún ferðast til tónleikastaðar svo að hún lendi ekki í umferðarteppu. Þar að auki krefst hún þess að í búnings- herbergi hennar verði nóg af C- vítamíni og Oreo-smákökum. Lögreglufylgd á tónleikastað Það kemur fáum á óvart að dópd- ísin Amy Winehouse krefjist þess að nóg af áfengi sé til staðar í bún- ingsherbergi sínu. Á lista söngkon- unnar er beðið um eina stóra vodkaflösku, kassa af bjór, tvær rauðvínsflöskur, eina flösku af koníaki og eina stóra kampavíns- flösku. Þar að auki þarf söngkonan að fá 40 sígarettur. 40 sígarettur og nóg af áfengi! Rapparanum Snoop Dogg er mjög umhugað um öryggi sitt. Þess vegna krefst hann þess að örygg- isgæsla á tónleikunum sé fyrsta flokks. Þar að auki krefst hann þess að fá Playstation-leikjatölvu með fjórum stýripinnum og góðu úrvali íþróttaleikja. Ennfremur eru flúr- perur illa séðar og eiga helst ekki að sjást í búningsherbergi hans. Öryggi og Playstation-leikjatölva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.