24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
Sum af fyndnu atriðunum í áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins snerust
um pólska verkamenn, sem hafði verið talin trú um að á Íslandi biði þeirra
gott starf og frábært húsnæði, en voru hýstir í heldur ömurlegu hreysi.
Ádeilan komst til skila, en þó er ekki víst að allir hafi áttað sig á alvör-
unni, sem að baki liggur. Um tólf hundruð manns, aðallega útlendingar,
búa í ólöglegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, eins og 24 stundir hafa
greint frá. Í mörgum húsum sem um ræðir eru aðstæður tæplega mönn-
um bjóðandi; sums staðar eru til dæmis margir um lélega salernis- eða
eldunaraðstöðu. Börn búa í hverfum, þar sem eru hvorki leikfélagar né
leiksvæði.
Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins, orðaði það svo hér í blaðinu í lok nóvember að ástandið væri
orðið aftur eins og á kreppuárunum; það hefði tekið áratugi að koma fólki
upp úr saggafullum kjöllurum og ofan af köldum háaloftum og búa al-
menningi viðeigandi húsnæði. Nú byggi hins vegar fjöldi manns við óvið-
unandi aðstæður í atvinnuhúsnæði, sem aldrei var hugsað til íbúðar.
Það alvarlegasta í málinu er þó að víða eru brunavarnir óviðunandi í at-
vinnuhúsnæði, sem hefur verið innréttað til íbúðar og leigt út. Það er
ástæða þess að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fer nú í hart og hótar að
loka ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði, verði nauðsynlegar úrbætur á bruna-
vörnum ekki gerðar. Eldvarnir í ólöglegu íbúðarhúsnæði verða kannaðar í
fleiri bæjarfélögum á næstunni.
Slökkviliðið hefur út af fyrir sig horft í gegnum fingur sér með að fólk
skuli búa í ólöglegu húsnæði, svo lengi sem þess hefur verið gætt að bruna-
varnir séu í lagi. Lokun húsnæðisins og útburður íbúanna er auðvitað
neyðaraðgerð. Hætt er við að margir, sem búa í slíku
húsnæði, eigi ekki í mörg önnur hús að venda.
Ábyrgð eigenda ólöglegs atvinnuhúsnæðis er mikil,
hvort sem um er að ræða atvinnurekendur sem leggja
starfsmönnum sínum húsnæðið til eða leigusala, sem
bjóða herbergi og íbúðir til leigu án þess að bruna-
varnir séu í lagi. Þessir menn nýta sér aðstöðu fátækra
útlendinga, sem oft þekkja ekki lög og reglur hér á
landi og eiga fáa aðra kosti á húsnæðismarkaðnum.
Hvað ef eldur kemur upp í ólöglegu íbúðarhús-
næði, þar sem viðvörunarkerfi, slökkvibúnaður og
flóttaleiðir eru ekki í lagi? Hvað ef afleiðingarnar
verða skelfilegt stórslys? Hvað gera eigendurnir þá?
Það verður ekkert skaup.
Ekkert skaup
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Eftir að hafa setið í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum í mörg ár
veit ég fyrir víst að fátt fór meira í
taugarnar á þeim
en útlistanir Stef-
áns Ólafssonar á
stöðu velferðar-
og trygginga-
mála, fátækt o.fl.
[…] iðulega
komu efasemdir
þeirra um Stefán
og pirringur í
hans garð fram opinberlega.
Það að hann skuli nú vera orðinn
herforingi hjá ríkisstjórn Geirs
Haarde lýsir best hversu Samfylk-
ingin fer sínu fram í ríkisstjórn-
inni og tekur ekkert tillit til til-
finninga sjálfstæðismanna, né
hinnar erfiðu stöðu Geirs og Þor-
gerðar. Niðurlægingin er algjör.
Valgerður Sverrisdóttir
valgerdur.is
BLOGGARINN
Kysst á vöndinn
„Ætli félagsráðgjafar séu almennt
latir?“ Þessari hugsun skaut nið-
ur í kollinn á mér þegar ég las um
það á baksíðu
Moggans að
stöðugildanefnd
Félagsráðgjafa-
félags Íslands
taldi það ótækt
og niðrandi að
Hafnarfjarð-
arbær auglýsti
eftir „röskum“
félagsráðgjafa.
Er ekki á lagi með þetta félag?
Vissulega veit ég um lata fé-
lagsráðgjafa – en veit meðal ann-
ars, eftir að hafa gegnt stöðu fé-
lagsmálastjóra um nokkurt skeið,
að félagsráðgjafar eru einmitt yf-
irleitt afar röskir og starfa af-
bragðs vel.
Hallur Magnússon
hallurmagg.blog.is
Latir ráðgjafar
Ár er liðið frá því að Sigrún
Björk Jakobsdóttir tók við emb-
ætti bæjarstjóra á Akureyri og
leiðtogastöðu í
Sjálfstæð-
isflokknum, fyrst
kvenna. Þetta
hefur verið
stormasamt ár
fyrir Sigrúnu
Björk. Það hefur
einkennst um-
fram allt af
klúðri bæjaryfirvalda í skipulags-
málum, óskiljanlegum aldurs-
takmörkum á tjaldsvæði bæj-
arins, langvinnum
samningaviðræðum um frjáls-
íþróttaaðstöðu á Þórssvæðinu og
langri bið eftir því að tekið verði
af skarið með miðbæjarsvæðið
og íþróttavöllinn.
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is
Ár Sigrúnar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Það er nógu slæmt að það viðgangist að
fólk búi í ólöglegu íbúðarhúsnæði, svo
ekki sé minnst á hættuna sem því fylgir. Það var því
ánægjulegt að lesa um átak Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins í 24 stundum í gær um að loka húsum ef
eldvarnir eru ekki fullnægjandi. Það er víða pottur
brotinn og því fagnaðarefni að umræða í fjöl-
miðlum, eins og verið hefur undanfarið, skili árangri
og sýnir það að mínu mati hversu mikilvægu hlut-
verki fjölmiðlar gegna.
Til mín hafa leitað margir einstaklingar sem bæði
búa í óíbúðarhæfu húsnæði eða allt of margir búa í
húsnæðinu. Sem dæmi má nefna að oft búa 10-12
einstaklingar í 3-4 herbergja íbúð, þó ekki sé í öllum
tilvikum um að ræða óíbúðarhæft eða ólöglegt hús-
næði. Leigufjárhæðin virðist þó ekki taka mið af
ástandi húsnæðisins eða því rými sem hver og einn
hefur til umráða. Þessi staðreynd stangast á við húsa-
leigulög og í þeim tilvikum þar sem ástand húsnæð-
isins er óviðunandi, er um að ræða brot á ákvæðum
laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglu-
gerðar um hollustuhætti, sem sett er með stoð í lög-
unum, og oft og tíðum lögum um brunavarnir. Gera
þarf átak í að skoða ólöglegt íbúðarhúsnæði og enn
fremur húsnæði sem vafasamt má telja að uppfylli
skilyrði þess að teljast íbúðarhæft. Það er mjög já-
kvætt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skuli
markvisst skoða eldvarnir í ólöglegu íbúðarhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu og að þeir beiti þeim úrræð-
um sem lög um brunavarnir bjóða upp á, það er
varðandi aðgerðir til að knýja fram úrbætur, lokun
húsnæðis og ekki síst dagsekta-
ákvæði. Þá er ég hjartanlega sam-
mála ákvörðun slökkviliðsins um
að nýta heimild til að kæra mál til
lögreglu ef hætta þykir hafa skap-
ast af búsetu í tilteknu húsnæði.
Ábyrgðina á að setja þar sem hún
á heima, það er á eigendur hús-
næðisins og er sjálfsagt að þeir taki
afleiðingum ábyrgðarleysis, van-
rækslu og brota á löggjöf.
Höfundur er lögfræðingur
Alþjóðahúss
Eigendurnir bera ábyrgðina
ÁLIT
Margrét Stein-
arsdóttir
margret@ahus.is
Auglýsingasímar:
Katrín Rúnarsd. 510-3727
kata@24stundir.is
Kolbrún Dröfn 510-3722
kolla@24stundir.is
fyrir auglýsinguna þína
Hafðu samband og fáðu gott pláss
18. janúar 2008
MaturSérblað 24 stunda
Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni