24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 12
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir ákvörðun um hve- nær framkvæmdir við Sundabraut- ina hefjist á allra næsta leiti. „Það hlýtur að verða á næstu vikum. Við stýrum skipulaginu og það stendur ekkert á okkur að segja að Sunda- braut verði í göngum. Hins vegar koma peningarnir frá ríkinu og það er til lítils fyrir okkur að segja það ef óeining er þar.“ Hann er óánægður með þá óvissu sem ríkir um verkefnið. „Ég held að hún sé óþarfi og að það sé engin ástæða til að þrátta um ein- hverjar tölur. Það er ein meginleið á borðinu og það er Sundabraut í göngum. Aðrar hugsanlegar leiðir sem hefur verið ýtt út af borðinu á þessu stigi málsins hafa einfaldlega ekki verið uppreiknaðar með sama hætti síðan 2000 eða 2002. Það er því tómt mál að bera slíkar tölur saman og segja það sambærilegt.“ Vegagerðin vill eyjaleið Í grein G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegerðarinnar, sem birtist í 24 stundum í gær kemur fram að niðurstaða Vega- gerðarinnar sé að eyjalausnin sé tæknilega, fjárhagslega og umferð- arlega mun betri kostur en jarð- gangagerðin og gefi meiri arðsemi af því fjármagni sem til fram- kvæmdanna er varið. Það sé því ljóst að Vegagerðin geti ekki mælt með því að jargangagerð verði val- in. G. Pétur segir það liggja fyrir að göngin séu mun dýrari kostur. „Í þessari skýrslu sem var tilbúin í nóvember þá komast menn að því að þetta er miklu dýrari lausn held- ur en fyrst var ætlað. Svo yrði rekstrarkostnaðurinn af þeirri stærðargráðu að þetta yrðu mun erfiðari göng rekstrarlega en til dæmis Hvalfjarðargöngin. Það er því ljóst að ef vilji er til að fara í jarðgöng, sem er greinilegt að borgarstjórinn vill, þá kostar það meira sem þessu nemur.“ Pólitískt útspil Gauti Kristmannsson, fulltrúi Íbúasamtaka Laugardals í samráðs- hópi um legu Sundabrautar, telur gein G. Péturs í gær vera pólitískt útspil. „Ég er í samráðsnefndinni og bað strax um að fá skýrsluna þegar hún lá fyrir í nóvember. Mér var ekki svarað og ég fékk engar út- skýringar. Það var sett sem skilyrði af umhverfisráðherra á sínum tíma að samráð yrði haft við íbúa og okkur finnst þetta ekki boðleg framkoma af hálfu Vegagerðarinn- ar. Það er búið að úrskurða um leið án samráðs við okkur. Þetta hlýtur að vera einhvers konar pólitískt út- spil. Slíkt finnst mér ekki Vega- gerðarinnar að gera.“ Ákvörðun á næstu vikum  Ákvörðun um hvenær framkvæmdir hefjast við Sundabraut mun liggja fyrir á næstu vikum  Vegagerðin vill eyjaleiðina ➤ Íbúasamtök í Laugardal ogGrafarvogi eru á þeirri skoð- un að að Sundagöngin séu farsælasta leiðin fyrir legu Sundabrautar. ➤ Í grein upplýsingafulltrúaVegagerðarinnar í gær kom fram að hún telji að eyja- lausnin sé tæknilega, fjár- hagslega og umferðarlega betri kostur en göng. ➤ Göngin eru níu milljörðumdýrari en eyjalausnin sam- kvæmt Vegagerðinni. SUNDABRAUT Borgarstjórinn í Reykjavík „Það er ein meginleið á borð- inu og það er Sundabraut í göngum,“ segir Dagur B. Eggertsson. 12 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Kristján L. Möller samgönguráðherra segist ekki geta sagt til um hvenær fram- kvæmdir við Sunda- braut geti hafist. Hann segist heldur ekki geta tekið afstöðu til tiltekinna leiða, þar sem málið gæti lent inni á hans borði til úrskurðar. Hann segir þá nýju staðla sem notaðir eru við gerð skýrslu Vegagerðarinnar tilkomna vegna nýrra reglugerða. „Þetta var samkvæmt tilskipun sem kom frá Evrópusambandinu og við urðum að taka upp. Það er því tvennt ólíkt, hvort menn eru að ræða jarðgöng sem er verið að gera núna eða göng sem voru gerð fyrir tíu árum. En þetta eru mikilvæg og góð gögn sem eru liður í þessari upplýsingaöflun til að bera þetta saman á raunhæfan hátt.“ Kristján L. Möller samgönguráðherra Óvissa um upphaf framkvæmda Slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins hefur boðað að íbúðar- húsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði verði lokað 21. janúar vegna slæmra eldvarna. Eigendur hússins funduðu í gær vegna máls- ins, en þeir saka bæjaryfirvöld um einelti og segja að lokunin sé runn- in undan rifjum bæjarins. „Bæjaryfirvöld hafa lagt okkur í einelti. Það er búið að vera enda- laust vesen að eiga við bæjaryfir- völd út af þessu húsi frá upphafi,“ segir Sveinbjörn Finnsson, einn þriggja eigenda hússins. „Nýjasta útspilið er að siga slökkviliðinu á okkur. Bæjaryfirvöld geta bara ekki unað því að þarna búi fólk.“ Í húsinu eru um tuttugu her- bergi og þar búa um tuttugu manns, Íslendingar og útlendingar. Atvinnustarfsemi er á jarðhæð hússins en vistarverurnar eru á efri hæðum þess. Athugasemdir við „smámuni“ Eldvarnaeftirlitsmaður slökkvi- liðsins skoðaði átta hús með ólög- legum íbúðum í Hafnarfirði í fyrra- dag, en húsið var það eina sem var ákveðið að loka. Sveinbjörn segir ákvörðunina um að loka húsinu hafa verið tekna í offorsi. „Okkur var tilkynnt 18. desember að húsinu yrði lokað 2. janúar, sem var hlægilegt, því það voru smámunir sem gerðar voru athugasemdir við. Ég sendi slökkvi- liðinu þá bréf þar sem ég fór fram á að okkur yrði veittur þriggja mán- aða frestur til að koma málunum í lag enda stutt í jólin og takmarkað hægt að gera á þessum tíma. Bréfið var hunsað fyrir utan það að frest- urinn var lengdur um tvær vikur, sáttaviljinn var ekki meiri.“ „Við eigendurnir erum einhuga um að koma brunavörnum hússins í lag hið fyrsta og fá lokunar- ákvörðuninni aflétt. Þá fáum við ekki séð hvernig hægt er að loka húsinu þótt bænum sé illa við það.“ aegir@24stundir.is Eigendur íbúðarhúss í Hafnarfirði sem á að loka eru ósáttir Saka bæjaryfirvöld um einelti Þegar Landssíminn var seldur ákvað ríkisstjórn Íslands að verja átta millj- örðum króna í lagningu Sundabrautar. Ráðgert var að hefja framkvæmdir um mitt ár 2007 og setja 1,5 milljarða króna í verk- efnið á því ári. Árið eftir áttu framkvæmdir síðan að ná hámarki og 2,5 milljarðar að renna til verkefnisins. Fjórir millj- arðar króna myndu síðan renna til verksins árin 2009 og 2010, en stefnt var að verklokum á síðarnefnda árinu. Lögum um ráðstöfun söluandvirðis Landssímans hefur hins vegar verið breytt tvívegis síð- an. Í bæði skiptin hafa framlög til Sundabrautar verið lækkuð umtals- vert. Í lok árs 2008 mun því einn milljarður króna hafa runnið til framkvæmdarinnar í stað fjögurra milljarða króna sem áætlaðar voru í upphafi. Ljóst er að verklok verða ekki samkvæmt áætlun árið 2010. Framlögum sífellt frestað Greiningardeild Kaupþings gerir nú ráð fyrir því að stýrivextir Seðlabankans lækki fyrr og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ástæðan sé áhrif frá lausa- fjárþrengingum og lækkun eigna- verðs í helstu viðskiptalöndum Íslendinga sem nú þegar hafi valdið lækkunum á helstu eigna- mörkuðum hérlendis og muni kæla niður hagkerfið á þessu ári. Ný spá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir því að vaxtalækk- unarferlið hefjist á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, líklega á næsta vaxtaákvörðunarfundi í febrúar, og að vextir lækki um 4,5 pró- sentustig á árinu. Nákvæm tíma- setning á fyrstu vaxtalækkuninni mun þó velta á því hvað tíðin verði ströng á eignamörkuðum á næstu vikum og mánuðum. Seðlabankinn gæti beðið fram í mars eða apríl. mbl.is Loksins spáð vaxtalækkun Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara harmar að reikningurinn fyrir komur barna á heilbrigðisstofnanir sé sendur ömmum og öfum barnanna. Það kallar niðurfellingu komugjalda fyr- ir börn „eins konar sjónhverfingu“ í fréttatilkynningu sem það sendi frá sér í gær. LEB skorar á ráðherrann að endur- skoða ákvörðun sína og fella niður komugjöld á heilbrigðisstofnanirfyrir alla. Í fyrradag sendi Öryrkjabandalagið ráðherra sams konar áskorun. þkþ Guðlaugur sjónhverfingamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.