24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
Meðlimir Led Zeppelin munu
koma saman síðar í þessum mán-
uði og ræða mögulegt framhald á
tónleikahaldi. Hljómsveitin lék á
tónleikum þann 10. desember
síðastliðinn og síðan þá hafa sög-
ur hljómað um tónleikaferð í
framhaldinu. Bassaleikarinn
John Paul Jones sagði í samtali
við tímaritið Rolling Stone: „Það
verður hljómsveitarfundur í jan-
úar. Það gæti orðið gaman að
gera eitthvað meira.“ Hann lýsti
einnig deginum þegar þeir komu
saman: „Ég sat nú og spilaði á
banjó allan daginn, því það róar
mig. Það eru alltaf svakalegar
væntingar og kröfur gerðar þegar
við spilum. En við vildum bara
drífa okkur í þetta. Móttökurnar
voru stórkostlegar, þegar við fór-
um svo á sviðið.“ re
Led Zeppelin fundar
Fjölskylda og vinir söngkon-
unnar Britney Spears kveðast
þess fullviss að Britney sé best
borgið leggist hún inn á geð-
sjúkrahús um tíma. Þau telja að
söngkonan eigi við geðræn
vandamál að stríða og þurfi
nauðsynlega á sérfræðiaðstoð að
halda. „Ef hún fer ekki inn af
sjálfsdáðum mun fjölskylda
hennar reyna að svipta hana sjálf-
ræði og leggja hana inn,“ segir
náinn vinur fjölskyldunnar. hþ
Vilja að Britney
verði lögð inn
Leikkonan Katie Holmes kveðst
himinlifandi með nýjustu fréttir
af Nicole Kidman, en sú síð-
arnefnda staðfesti í vikunni sögu-
sagnir um að hún ætti von á
barni. Katie er sem kunnugt er
kona Toms Cruise, fyrrum eig-
inmanns Kidman, en þær stöllur
virðast engu að síður hinar bestu
vinkonur.
„Ég er svo ánægð fyrir hennar
hönd. Þetta er æðislegt,“ sagði
Katie í samtali við tímaritið
People í fyrradag. hþ
Ánægð fyrir
hönd Kidman
Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
heida@24stundir.is
Lomo-myndavélar eru upp-
runalega rússneskar myndavélar
framleiddar í St. Pétursborg. Ný
kynslóð vélanna kemur hins vegar
frá Austurríki, en árið 1991 stofn-
uðu nokkrir Austurríkismenn fyr-
irtækið Lomography. Þeir heill-
uðust af óútreiknanlegum
myndunum sem gömlu rússnesku
vélarnar skiluðu og gerðu því
samning við rússneska fyrirtækið
LOMO PLC um að verða einu
dreifingaraðilarnir utan Sovétríkj-
anna sem þá voru og hétu.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og Lomo-vélarnar eru nú
fáanlegar í ýmsum útgáfum um
heim allan. Þær eru notendavænar
og einfaldar og markaðssettar á
þann hátt að allir geti tekið mynd-
ir, alls staðar.
Viðtökurnar koma á óvart
Kjartan Örn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri verslana Hans Pet-
ersen, segir viðbrögð Íslendinga
við vélunum hafa komið á óvart.
„Við byrjuðum að auglýsa á vel
völdum stöðum í september á síð-
asta ári. Þá vissum við að á Íslandi
fyndist takmarkaður hópur fólks
sem hefði mikinn áhuga á þessum
vélum. Um miðjan október sáum
við hins vegar að áhuginn var mun
meiri en við töldum og við fórum
að auglýsa víðar. Við höfum ekki
verið að selja filmuvélar í búð-
unum okkar í nokkur ár, en í des-
ember seldum við 10 Lomo á móti
hverri stafrænni vél, og samt vor-
um við ekkert að selja færri staf-
rænar en venjulega.“
Tískan gengur í hringi
Þegar Kjartan er spurður hvert
leyndarmálið sé á bak við þessar
gífurlegu vinsældir vélanna, telur
hann að tískan gangi í hringi og
undanfarið hafi vörur með tilvísun
í eldri tíma selst vel. „Holga, ein
vinsælasta Lomo-vélin, er sú
myndavél sem Andy Warhol tók
allar sínar frægustu ljósmyndir á,
og það hefur sitt að segja varðandi
vinsældirnar. Þetta eru ódýrar vél-
ar og ljósmyndun er ofarlega á lista
yfir vinsælustu áhugamál landans í
dag. Það útskýrir vinsældirnar.“
LOMO LC-A+ End-
urgerð eftir gamalli
rússneskri mynda-
vél, sem slegið hefur
í gegn í dag.
Íslendingar fara aftur til fortíðar með rússneskar myndavélar
Feta í fótspor
Andy Warhol
Flestir hafa orðið varir
við auglýsingaherferð
fyrir jól þar sem sérstakar
myndavélar, svokallaðar
Lomo, eru mærðar. Færri
vita þó um hvað málið
snýst.
➤ LOMO, skammstöfun á Len-ingradskoye Optiko Mecha-
nichesckoye Obyedinenie,
var rússneskur framleiðandi
glerja og linsa.
➤ Gerði fyrst myndavél 1930 enframleiðir í dag linsur fyrir
vísindi og hernað.
LOMO
myndi tónlistin hennar vel eiga
heima í einum af minni klassísku
tónleikastöðum borgarinnar. Það
merkilegasta við tónlist Bjarkar er
að hún er mjög margslungin og
flókin. Tónlistin gæti auðveldlega
verið flokkuð undir mjög margar
tónlistarstefnur, og myndi alls
staðar passa ágætlega.“
Þegar Björk er innt eftir áhrifa-
völdum á raftónlist sína nefnir hún
meðal annars Karlheinz Stockhau-
sen, þýskan frumkvöðul raf-
tónlistar sem lést hinn 5. desember
síðastliðinn. „Stockhausen var
mikill áhrifavaldur á fólk á mínum
aldri. Hann var svo bjartsýnn, og
var sá eini sem leit 21. öldina já-
kvæðum augum.“
heida@24stundir.is
Björk Guðmundsdóttir hefur
ferðast víða um þrjár heimsálfur á
síðasta ári, en tónleikaferðalag
hennar hefur teygt anga sína um
Evrópu og Norður- og Suður-
Ameríku. Fyrirhugað er að bæta
við einni heimsálfunni enn, því í
lok mánaðarins er stefnt á Ástralíu.
Í tölublaði The Australian frá 10.
janúar má af því tilefni finna viðtal
við Björk þar sem hún talar meðal
annars um tónleikaferðina um
heiminn. „Ég fór ekki í svona tón-
leikaferð í fjögur ár áður en við
lögðum af stað í þessa,“ segir
Björk. „Og nú er Isadora, dóttir
mín, að byrja í skóla næsta haust,
svo ég er að nota tímann vel núna
áður en ég fer að hafa mig hæga
aftur.“
Björk spilar fimm sinnum á tón-
listarhátíð sem nefnist Big Day
Out-Festival og flakkar um Ástr-
alíu. Á þeirra vegum mun hún
koma fram í Gold Coast 20. janúar,
Sydney þann 25., Melbourne þann
28., Adelaide 1. febrúar og Perth 3.
febrúar. Að auki kemur hún svo
fram á einum tónleikum í Óp-
eruhöllinni í Sydney, þann 23. jan-
úar, og eru þeir tónleikar hluti af
hátíðarhöldum Sydney-borgar.
Skipuleggjandi Sydney-hátíð-
arhaldanna, Fergus Linehan, segist
ekkert skilja í því hversu vinsæl
Björk er, ef litið er á hve óvenjulega
og óhefðbundna tónlist hún semur
og flytur. „Hún fer algjörlega sínar
eigin leiðir,“ segir hann. „Ef hún
væri ekki svona gríðarlega vinsæl
Björk spilar í Ástralíu
Björk Ferðast um heim allan fram á haust, en þá byrjar dóttirin í skóla.
Kannski síðasta tónleikaferðin í bili
PJ Harvey hefur lýst yfir að hún
sé að fara að vinna aftur með vini
sínum og samstarfsmanni John
Parish, en þau gerðu saman plöt-
una Dance Hall At Louse Point ár-
ið 1996. Þetta er fyrsta platan sem
þau gera í sameiningu síðan þá, en
John Parish hefur spilað með PJ á
plötum hennar og á tónleikum. Á
Dance Hall At Louse Point söng PJ
Harvey texta sína en lögin voru eft-
ir Parish. Þau hafa bókað hljóðver
síðar í mánuðinum og hefjast þá
handa við að taka upp plötuna.
Söngkonan tilkynnti þetta á MyS-
pace-vefnum, en tilkynninguna
mátti lesa á síðunni hennar 9. jan-
úar. Verkefnið hefur enn ekki hlot-
ið nafn en mun koma út síðar á
árinu. Lítið er vitað um stefnuna
sem tekin verður með plötuna, en
staðfest er að Eric Drew Feldman
mun verða gestur á plötunni, sem
og Carla Azar úr hljómsveitinni
Autolux og Giovanni Ferrario. Í
kjölfarið á upptökunum mun PJ
Harvey fara í tónleikaferð um
Nýja-Sjáland og Ástralíu þar sem
hún fylgir eftir nýjustu plötu sinni,
White Chalk, sem kom út árið
2007.
heida@24stundir.is
Ný plata frá PJ Harvey Fergie, söngkona hljómsveit-
arinnar Black Eyed Peas, hefur
lýst því yfir að sér finnist hún
vera tengd Díönu, prinsessu af
Wales. Söngkonan sagði frá því í
tímaritinu Blender að vegna þess
hve þekkt hún væri orðin ætti
hún ýmislegt sameiginlegt með
látnu prinsessunni sem dó í bíl-
slysi árið 1997. „Fólk setur fræga
í hásæti og lætur eins og þeir séu
fullkomnir. En ég er nokkurs
konar listamaður fólksins, að ein-
hverju leyti svipuð og Díana var
prinsessa fólksins“, sagði Fergie
og hélt áfram. „Ég er mun mann-
legri en flestir aðrir listamenn. Ég
er ekki hrædd við að sýna galla
mína og hlæja svo að þeim.“ Fer-
gie spilaði á minningartónleikum
um Diönu á Wembley á síðasta
ári.
Fergie er eins og Díana
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Við höfum ekki verið að selja filmuvélar í búðunum
okkar í nokkur ár, en í desember seldum við 10
Lomo á móti hverri stafrænni vél, og samt vorum við
ekkert að selja færri stafrænar en venjulega.
24stundir/Einar Falur