24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 27
„Við höfum verið með bæði
prjóna- og heklnámskeið,“ segir
Guðrún Hannele, eigandi Storks-
ins. „Námskeiðin hafa verið afar
vel sótt og hafa oftast verið full hjá
okkur. Prjónanámskeiðin eru í sex
skipti, einu sinni í viku og er kennt
í þrjá tíma í senn en hekl-
námskeiðin hafa verið í fjögur
skipti.“
Hannyrðir vinsælar
Að sögn Guðrúnar sækir fólk á
öllum aldri í hannyrðir. „Þetta hef-
ur alltaf verið vinsælt enda hefur
fólk mikinn áhuga á að gera eitt-
hvað skapandi með höndunum.
En auðvitað gengur þetta alltaf í
einhverjum bylgjum. Undanfarin
ár hefur áhuginn verið að aukast
og ungt fólk farið að sýna handa-
vinnu mikinn áhuga.“ Á námskeið
Storksins koma aðallega konur en
einn og einn karlmaður lætur alltaf
sjá sig. „Þessi námskeið eru ætluð
öllum, hingað kemur fólk á öllum
aldri úr öllum þjóðfélagshópum
enda hafa margir einhverja þörf til
þess að gera eitthvað skapandi.“
Við allra hæfi
„Námskeiðin eru sniðin þannig
að á þau geta komið bæði byrj-
endur og lengra komnir. Við reyn-
um að skipuleggja námskeiðin
þannig að þau séu við allra hæfi.
Við erum með tækninámskeið þar
sem við kennum ákveðinn grunn
þannig að fólk geti orðið sjálf-
bjarga, þá þarf að fara í gegnum
vissa hluti. Þá eru prjónaðar pruf-
ur til þess að ná tökum á þessum
tæknilegu atriðum og svo þarf að
læra að reikna út og lesa upp-
skriftir, en þetta fer líka eftir því
sem fólk vill. Sumir ætla að hanna
sjálfir en aðrir vilja fara eftir upp-
skriftum. Þetta fer bara eftir fólki,
þar sem það er statt og hvað það
vill gera. Svo er setið og prjónað og
við aðstoðum eftir þörfum. Yf-
irleitt eru tveir kennarar á svæðinu
og þetta er bara voðalega notaleg
stund.“
Íslendingar hafa mikinn áhuga á handavinnu
Prjónanámskeið sívinsæl
Erla Stefánsdóttir sjáandi stofn-
aði félagið Lífssýn fyrir nokkrum
árum þar sem hún hélt reglulega
námskeið fyrir áhugafólk um and-
leg og veraldleg málefni.
„Ég var með þessi námskeið í
mörg ár en er ekki með opin
námskeið lengur. Námskeiðin
snerust einna helst um sjálfskoðun
og ég aðstoðaði fólk við að efla
sínar andlegu skynjanir sem er
alltaf þörf á, enda margir sem vita
ekki hvaðan þeir koma eða hvert
þeir fara. Á námskeiðunum
fjallaði ég líka um efnisheiminn
og útgeislun hans og eins var talað
um dauðann og það sem tekur
við eftir jarðlífið og alla þá heima
sem tilheyra jarðheimum. Ég
fjallaði einnig um þessi mál í bók-
inni minni sem kallast Lífssýn mín
en þar tala ég jafnframt um nám-
skeiðið í hnotskurn.“
Erum flest í barnaskóla
Að sögn Erlu voru nám-
skeiðin vel sótt á sínum tíma.
„Þetta var afskaplega gaman
enda eru þetta málefni sem þarf
að hugsa um á hverjum degi og
fólk ætti að hafa í huga að það
sé til meira efni en það sem
þreifa má á. Ég tók líka fyrir
þroska orkustöðvanna, bæði
orkustöðvar manns og jarðar,
þróunina, trúarbrögðin og þá
sem eru komnir lengra en við í
þroska, en mannfólkið er flest
ennþá bara í barnaskóla.
Nokkrar verur komast þó
lengra sem betur fer en vonandi
eigum við líka eftir að þroskast
í skóla lífsins.
Ég hef ekki haldið námskeið í
einhver ár en ég hef sinnt fólk-
inu mínu í félaginu Lífssýn.
Þangað kemur fólk sem er for-
vitið og þar hef ég haldið lítil
námskeið. En það er ómögulegt
að vita hvað verður, ég er farin
að eldast og þannig er lífið.
Maður er duglegri þegar maður
er yngri.“
Erla Stefánsdóttir fjallaði um ókunna heima
Efnisheimurinn og
útgeislun hans
24 stundir/Kristinn
Andleg málefni Fjöldi Íslend-
inga sótti námskeið Erlu í félag-
inu Lífssýn á sínum tíma.
Ert þú stjórnandi sem hefur áhuga á að taka þátt í kröftugri stjórnendaþjálfun og:
• fá ítarlegt mat á núverandi stjórnunarárangri?
• læra skilvirkar aðferðir til að ráða inn gott fólk og þjálfa það upp?
• læra að halda í efnilega starfsmenn og þróa hæfileika þeirra áfram?
• læra að taka starfsmannasamtöl og ræða frammistöðu á árangursríkan hátt?
• tileinka þér skilvirkar aðferðir í tíma og fundarstjórnun?
• læra leiðtogafræðin og geta tekið að sér leiðtogahlutverkið?
• læra hvernig eigi að efla sjálfstraust og sjálfsmynd starfsmanna?
• læra hvernig eigi að hvetja og efla starfsánægju?
• læra að stjórna hinum mannlega þætti breytinga?
• læra að taka á erfiðum starfsmannamálum?
• læra að laða fram það besta hjá sjálfum sér og öðrum?
• fá fræðslu og umræður um 20 góðar stjórnendabækur?
• eiga saman góða stund með stjórnendum sem eiga það sameiginlegt að vilja verða betri?
Til að tryggja hámarksárangur er fjöldi þátttakenda takmarkaður við 18.
Leiðbeinendur:
• Eyþór Eðvarðsson, M.A. vinnusálfræði,
• Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar
• Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
• Valgeir Skagfjörð, leikari
• Kolbrún Ragnarsdóttir, handleiðari.
• Þórhildur Þórhallsdóttir, B.A. félagsfræði
• Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor mannauðsstjórnun HÍ
Nánari upplýsingar í netfangi ingrid@thekkingarmidlun.is eða síma 892 2987. Fyrsta námskeiðið fer
af stað í febrúar, enn eru nokkur sæti laus. Ítarlega lýsingu er að finna á www.thekkingarmidlun.is
Að stjórna
fólki
70 klst. stjórnendaþjálfun
Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is
VI‹ BJÓ‹UM
UPP Í DANS
Innritun og
uppl‡singar
í síma 553 6645
e›a á dansskoli.is
Mambó
Tjútt
Freestyle
Break
Salsa
Brú›arvals
Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskei› fyrir hópa
N‡justu tískudansarnir
Börn – Unglingar – Fullor›nir