24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 36
Dr. Mirja Junt-
unen, for-
stöðukona Nor-
dic Centre in
India og sérfræð-
ingur við Suður-
og Mið-As-
íufræðadeild
Stokkhólmshá-
skóla, heldur fyrirlestur í stofu
111 í Aðalbyggingu HÍ á mánu-
daginn klukkan 12. Fyrirlest-
urinn heitir „Pólitísk málstefna
Kurmi-þjóðflokksins við Jhark-
hand, Vestur-Bengal og Orissa“.
Erindi dr. Mirja
Juntunen
36 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir
MENNING
menning@24stundir.is a
Hún hefur alltaf verið vel sett í lífinu og fengið allt upp
í hendurnar, en henni finnst eins og hún sé búin að sjá
allt sem hana langar að sjá, sofa hjá öllum sem hana langar
að sofa hjá og að í raun sé ekkert eftir.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik-
hússtjóri undirritaði í gær samning
um samstarf við Vodafone vegna
farandleikhúss Þjóðleikhússins.
Samningurinn felur í sér að fram-
haldsskólanemendum á lands-
byggðinni verður boðið að sjá ár-
lega sýningu Þjóðleikhússins í sinni
heimabyggð sér að kostnaðarlausu
og ætlar Vodafone að leggja eina
milljón króna árlega næstu þrjú ár-
in til verkefnisins. Í ár er það sýn-
ingin norway.today sem farand-
leikhúsið frumsýnir í
Edinborgarhúsinu fyrir nemendur
Menntaskólans á Ísafirði, en frum-
sýningin verður þann 17. janúar.
Tilgangur verkefnisins er að sögn
Tinnu að jafna aðstöðumun ungs
fólks á landsbyggðinni sem ekki
hefur tök á að skreppa í Þjóðleik-
húsið um helgar eins og íbúar höf-
uðborgarsvæðisins. „Vodafone ger-
ir okkur nú kleift að bjóða
ungmennum í þessum skólum úti
á landi á leiksýninguna án endur-
gjalds. Við höfum áður farið í
svona leikferðir og fórum til að
mynda í fyrra með sýninguna Pat-
rekur 1,5 í framhaldsskóla um allt
land. Okkur þótti afar miður að
þurfa að rukka aðgangseyri inn á
sýningarnar, en nú eru þær áhyggj-
ur úr sögunni.“
Björn Víglundsson undirritaði
samninginn við Þjóðleikhúsið fyrir
hönd Vodafone og hann segir verk-
efnið ríma mjög vel við áherslur
fyrirtækisins þessa dagana. „Við er-
um að auka þjónustu okkar úti á
landi, alveg eins og Þjóðleikhúsið,“
bendir hann á og Tinna bætir því
við að kveikjan að atburðarásinni í
verkinu sé netsamskipti tveggja
ungmenna og þar sé einnig viss
snertiflötur.
Brjálæðisleg hugmynd
Netsamskiptin sem um ræðir
felast þó ekki í venjulegu hvers-
dagslegu spjalli ókunnugra net-
verja heldur fékk höfundur leikrits-
ins norway.today, Igor Bauerisma,
hugmyndina að verkinu í kjölfar
þess að austurrísk stúlka og norsk-
ur piltur komust í heimsfréttirnar.
Stúlkan auglýsti á spjallþræði eftir
einhverjum sem væri tilbúinn til
þess að fremja með henni sjálfs-
morð og hann gaf sig fram og
kvaðst vera til í að taka þátt í þessu
með henni. Vigdís Jakobsdóttir,
sem leikstýrir verkinu, segist vel
muna eftir því þegar þessi frétt fór
eins og eldur í sinu um heims-
byggðina í kringum aldamótin síð-
ustu. „Í þessu verki eru þau saman
komin í Noregi vopnuð samlok-
um, bjór og myndbandsupptöku-
vél og stefna á himinháa bjargbrún
þar sem þau ætla að láta verða af
því að stökkva. Þau eru nítján og
tuttugu ára og því á svipuðum aldri
og framhaldsskólanemendurnir
sem er boðið að sjá sýninguna.
Hún hefur alltaf verið vel sett í líf-
inu og fengið allt upp í hendurnar,
en henni finnst eins og hún sé búin
að sjá allt sem hana langar að sjá,
sofa hjá öllum sem hana langar að
sofa hjá og að í raun sé ekkert eftir.
Hann er meira utangarðs í sam-
félaginu en þau eiga þetta þó sam-
eiginlegt, að geta hugsað sér að
svipta sig lífi,“ segir hún og bætir
því við að ýmsum tilvistarspurn-
ingum sé varpað fram í þessu
dramatíska en um leið fyndna leik-
riti. „Eftir sýningarnar ætlum við
að efna til umræðu við áhorfendur
um bæði verkið sjálft og leikhúsið
sem miðil og við hlökkum mjög til
þess að heyra hvað unga fólkið hef-
ur til málanna að leggja,“ segir hún
en segist aðspurð ekki vilja gefa
upp fyrirfram hver örlög ung-
mennanna í verkinu verða.
Undirrita sam-
starfssamning
Tinna Gunnlaugs-
dóttir þjóðleik-
hússtjóri og Björn
Víglundsson frá
Vodafone.
Þjóðleikhúsið sýnir leikritið norway.today á landsbyggðinni
Tvöfalt sjálfsmorð í Noregi
Þjóðleikhúsið leggur land
undir fót með leiksýn-
inguna norway.today
sem verður frumsýnd í
Edinborgarhúsinu á Ísa-
firði þann 17. janúar en
framhaldsskólanemar fá
að sjá sýninguna sér að
kostnaðarlausu.
➤ norway.today frumsýnt á Ísa-firði og í kjölfarið verður
verkið sýnt í öðrum fram-
haldsskólum á Vestur- og
Suðurlandi.
➤ Á næsta ári verður stefnansett á alla framhaldsskóla á
Norður- og Austurlandi þann-
ig að á tveimur árum verður
búið að bjóða öllum fram-
haldsskólum á landsbyggð-
inni upp á sýningar frá Þjóð-
leikhúsinu.
➤ Með hlutverk í norway.todayfara Sara Marti Guðmunds-
dóttir og Þórir Sæmundsson.
FARANDLEIKHÚSIÐ
24stundir/Golli
Nýjasti geisladiskur bresku
rokkhljómsveitarinnar Radiohead,
In Rainbows, kom út í byrjun árs-
ins en hafði þá verið aðgengilegur á
heimasíðu hljómsveitarinnar í þrjá
mánuði. Hljómsveitarmeðlimirnir
leyfðu aðdáendum sínum að
ákveða sjálfir hvort þeir vildu
greiða eitthvað fyrir niðurhalið, og
þá hversu mikið. Þetta framtak
vakti mikla athygli og leikur ýms-
um forvitni á að vita hversu mikið
aðdáendurnir kusu að reiða fram.
Hljómsveitin neitar að gefa það
upp, en nú hefur diskurinn selst í
um 122.000 eintökum í plötuversl-
unum í Bandaríkjunum. Þessi
fjöldi vekur blendin viðbrögð hjá
tónlistarspekúlöntum þar sem ljóst
má vera að ekki bjuggust allir við
svo mikilli sölu, sem þó er mjög lít-
il miðað við síðasta diskinn „Hail
to the Thief“ sem seldist í meira en
300.000 eintökum fyrstu vikuna
þegar hún kom út fyrir fjórum ár-
um. Sá hafði þó ekki verið fáan-
legur á netinu fram að því, hvað þá
gegn frjálsum framlögum. En þó
svo að minna hafi selst af nýjasta
disk Radiohead í fyrstu viku heldur
en þeim síðasta er því við að bæta
að hann hefur selst í um 28.000
eintökum á iTunes og má því
álykta að framtak hljómsveitarinn-
ar hafi verið í askana látið.
In Rainbows, nýjasti diskur Radiohead, í plötuverslunum
Diskurinn selst þrátt fyrir allt
Tom Yorke Söngvari hljóm-
sveitarinnar Radiohead.
Brynhildur Þorgeirsdóttir opnar
sýningu á nýjum verkum í 101
Gallery við Hverfisgötu 18a á
morgun, laugardaginn 12. janúar
klukkan 14. Brynhildur hefur starf-
að sem myndhöggvari frá árinu
1983 og sótti framhaldsmenntun í
myndlist til Hollands og Banda-
ríkjanna. Hún starfaði á tímabili í
New York en eftir að hún flutti
vinnustofu sína til Íslands árið
1990 hefur hún sýnt ný verk á
þriggja ára fresti. „Það logar í 101“
er liður í þessari samfelldu þroska-
sögu og nú verður meðal annars
kynnt til sögunnar ný tegund;
„eldsprettur“ og spúandi gígaröð.
Um er að ræða náttúrumyndanir
og eru skúlptúrarnir unnir í stein-
steypu, gler og sand.
Sýningin stendur til 24. febrúar
næstkomandi og er opin frá
fimmtudögum til sunnudaga milli
klukkan 14 og 17. Brynhildur sjálf
verður viðstödd sýninguna meðan
opið er á hverjum sunnudegi og
veitir gestum leiðsögn.
Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir í 101 Gallery
Það logar í 101
Sýningu Birgis Snæbjörns Birg-
issonar, Ljóshærð ungfrú heimur
1951-, lýkur á Kjarvalsstöðum
næstkomandi sunnudag, þann
13. janúar. Sýningin var meðal
annars tilnefnd af Morg-
unblaðinu sem ein af tíu bestu
sýningum ársins 2007. Boðið verð-
ur upp á leiðsögn um sýninguna á
sunnudaginn klukkan 15.
Sýningu Birgis
Snæbjörns lýkur
Eyrarrósin 2008 kom í hlut tón-
listarhátíðarinnar Aldrei fór ég
Suður og var hún afhent á Bessa-
stöðum í gær. Aldrei fór ég suður
hefur verið haldin á Ísafirði og er
skipulögð af heimamönnum og
áhugafólki um tónlist. Við-
urkenningin er fjárstyrkur að
upphæð 1.5 milljón, verðlauna-
gripur eftir Steinunni Þórarins-
dóttur auk flugmiða frá Flug-
félagi Íslands. Dorrit Moussaieff
forsetafrú afhenti viðurkenn-
inguna.
Eyrarrósin
afhent