24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Á seinustu sjö árum bárust rík- issaksóknara 134 kærur á hendur lögregluþjónum vegna brota við störf og varða flestar þeirra ólög- mætar handtökur eða harðræði í tengslum við þær. Átta dómar Dómur féll í átta málum gegn lögreglunni á tímabilinu og af þeim vörðuðu tveir ólöglegar handtökur, skv. ársskýrslum ríkis- saksóknara. Það var sakfellt í þeim báðum í Héraðsdómi Reykjavíkur 2003. Málunum var áfrýjað til Hæstarétt- ar sem sýknaði annan lögreglu- þjóninn en staðfesti sök hins. „Allar kærur eru rannsakaðar,“ segir Geir Jón Þórisson yfirvarð- stjóri. Rannsóknir leiða hins vegar yfirleitt í ljós að ekki sé um refsivert brot að ræða og því eru fá slík mál lögð fyrir dóm. Í annarlegu ástandi Stór hluti þeirra sem kæra lög- reglumenn fyrir ólögmætar hand- tökur eða harðræði er í annarlegu ástandi þegar handtakan átti sér stað, að sögn Geirs Jóns. Það getur bæði brenglað skynjun fólks á að- stæðum og gert það erfiðara við- fangs. „En eftir á má auðvitað oft sjá að eitthvað hefði mátt gera betur þó athæfið hafi ekki verið refsivert. Menn hafa bara nokkrar sekúnd- ur,“ segir Geir Jón. thorakristin@24stundir.is Flestar kærur gegn lögreglu varða ólögmætar handtökur Margar kærur - tveir dómar Lögreglan á rölti um bæinn. Samningafundur Starfsgreina- sambandsins (SGS) og Flóabanda- lagsins við Samtök atvinnulífsins (SA) í gær var þungur og kergja í mönnum. Óánægja með fram- göngu SA og afskipti fulltrúa þess af viðræðum verkalýðshreyfingar- innar við stjórnvöld sat í mönnum. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, sagði fundinn hafa verið upphafspunkt á nýju stigi í kjara- viðræðunum. „Við gerðum at- hugasemdir við hversu sterkt SA brugðust við tillögum okkar um skattabreytingar. Við vísuðum á fundinum í gær til þeirrar kröfu- gerðar sem við höfum sett fram og sjáum til hvernig hlutirnir ganga.“ Sigurður kvaðst hóflega bjartsýnn á árangur viðræðnanna á næst- unni. fr Fyrstu fundir með ríkissáttasemjara í gær Þungt í mönnum og kergja á fundi Fasteignagjöld verða lækkuð í Hafnarfirði ef tillaga sem Lúðvík Geirsson bæjarstjóri lagði fram í bæjarráði í gær verður sam- þykkt. Að sögn Lúðvíks er með þessari til- lögu verið að tryggja að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2008 standist. „Það var gert ráð fyrir að fasteignamat myndi hækka um tíu prósent en svo kom í ljós að það hækkar öllu meira. Það er ástæðan fyrir lækkuninni en það er auðvitað gleðilegt að geta komið til móts við áskorun ASÍ.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, fagnar tillögu Lúðvíks en furðar sig á að sams konar tillaga Sjálfstæð- isflokksins hafi verið kolfelld í bæjarstjórn 18. desember síðastliðinn. „Lækkunin sem Lúðvík boðar er mun meiri en sem nemur muninum á ætluðum fasteignagjöldum og þeim sem urðu. Umræða síðustu daga hefur að okkar mati haft þessi áhrif og þetta er að mínu mati bara tæki- færismennska hjá Lúðvík.“ fr Segir Lúðvík tækifærissinna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki standi til að lækka fasteignagjöld í Reykjavík eins og ASÍ hefur kallað eftir. „Við höf- um sett til hliðar 270 milljónir til aðgerða í húsnæðismálum. Við ætlum hins vegar að nýta það til að styðja við þá sem verst eru settir í húsnæðiskerfinu.“ fr Fasteignagjöld lækka ekki Sjálfstæðismenn í borgarstjórn taka undir með Alþýðusamband- inu, sem hefur gagnrýnt borg- arstjórnarmeirihlutann fyrir að lækka ekki fasteignaskatta. Í yf- irlýsingu sem sjálfstæðismenn sendu frá sér í gær er rifjað upp að tillaga þeirra um lækkun fast- eignaskatta hafi verið felld af fulltrúum meirihlutans í nóv- ember. Sjálfstæðismenn rifja sömuleiðis upp að ætlunin hafi verið að lækka fasteignaskatta um fjórðung á kjörtímabilinu. Fráhvarf frá þeirri stefnu sé bæði skattahækkun á borgarbúa og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Átti að lækka skattana um 25% Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Alþýðusamband Íslands lagði fram tillögur við ríkisvaldið um hliðar- aðgerðir til að draga úr jaðarskatti sem myndast gæti ef tillögur um sérstakan persónuafslátt næðu fram að ganga. Í 24 stundum í gær lýsti Indriði H. Þorláksson, fyrrver- andi ríkisskattstjóri, þeirri skoðun sinni að tillögur ASÍ gætu fest lág- tekjufólk í fátæktargildru vegna áhrifa jaðarskatta. Aðgerðir til að slá á jaðarskatta Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að menn þar á bæ hafi vel gert sér grein fyrir því að tillögur þeirra myndu hækka jaðarskatta. „Við funduðum með ríkisstjórninni 12. desember síðast- liðinn. Við erum núna að gera grunnsamning við aðstæður í efna- hagslífinu sem hafa ekki verið svip- aðar síðan fyrir tíma þjóðarsáttar- innar. Samningar hafa ekki verið gerðir í svona hárri verðbólgu um áratugaskeið og það er vá fyrir dyr- um í efnahagslífinu. Við kynntum ríkisstjórninni það markmið okkar að svigrúm sem gefið er í stjórn- arsáttmálanum til skattalækkana verði notað sérstaklega þeim tekju- lægstu í hag. Við vildum því ekki almenna skattalækkun heldur sér- tæka aðgerð. Sú aðferð sem ASÍ kynnti, sem var sérstakur persónu- afsláttur, var ekki heilög í okkar huga. Við gerðum hins vegar grein fyrir því að ef henni yrði beitt þá myndu jaðarskattar hækka. Við lögðum hins vegar til hliðaraðgerð- ir til að koma í veg fyrir að þeir myndu hækka úr hófi sem voru ekki kynntar sérstaklega. Ef farið hefði verið í slíkar aðgerðir þá myndi aldrei koma til þess sem Indriði H. lýsir. Hann hefur ekki tekið tillit til þess enda vorum við ekkert að blása út þessar tillögur.“ Tillögur ASÍ ekki fýsilegar Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, starfandi forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið tímbært nú að ríkisstjórnin kæmi með útspil varðandi kjaradeiluna. „Það er ljóst af stjórnarsáttmálanum að við stefnum að aðgerðum sem miða að hækkun lægstu launa. Það ætlum við að gera með almennum hækk- unum á persónuafslætti og hækk- unum á barnabótum. Við verðum hins vegar að taka tillit til heild- armyndarinnar. Mat okkar á tillög- um ASÍ er að þær séu ekki fýsilegar í ljósi þeirra jaðarskattaáhrifa sem þær myndu hafa.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Hægt að draga úr jaðarsköttum  ASÍ kynnti ríkisstjórninni hliðaraðgerðir til að slá á jaðarskatta Einfalt Gylfi Arnbjörnsson segir að hægt sé að slá á jaðarskatta með einföldum aðgerðum. ➤ ASÍ lagði til hliðaraðgerðirsem myndu draga úr jað- arsköttum í viðræðum við ríkisvaldið. ➤ Meðal þeirra voru lækkun átekjutengingu barnabóta og að lögbinda hámark á jað- arskatta á einstaklinga líkt og tíðkast í Danmörku HLIÐARAÐGERÐIR Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var könnun á árskortum hjá líkamsrækt- arstöðvum. Kannað var verð á ódýrustu kortunum og ekki er tekið tillit til tilboða eða ýmissa fríðinda sem eru vissulega mismunandi milli staða. Meira en 100% verðmunur er á hæsta og lægsta verði eða 39.520 krónur þar sem árskortið er lægst hjá Hress og hæst hjá Hreyfingu. 113% munur á ræktinni Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Árskort hjá líkamsræktarstöðvum Fyrirtæki Verð Verðmunur Hress 35.000 H10 Sport & Spa 39.900 14,0 % Veggsport 43.900 25,4 % Baðhúsið 45.500 30,0 % World Class 54.900 56,9 % Hreyfing 74.500 112,9 % Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 17 ára pilt í mánaðar skil- orðsbundið fangelsi fyrir eigna- spjöll og fyrir að vera með hass í fórum sínum í fangaklefa. Pilt- urinn afplánaði fangelsisrefsingu þegar brotin voru framin á síð- asta ári en hefur nú gengist undir áfengis- og vímuefnameðferð og fengið reynslulausn. mbl Brot breyta ekki reynslulausn 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi 16.januar 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.