24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Endurmenntunardeild Landbún- aðarháskóla Íslands býður upp á alls kyns áhugaverð og kannski heldur óvenjuleg námskeið og þar á meðal eru blómaskreytingar, ræktun mat- og kryddjurta, skipu- lagsmál sveitarfélaga og margt annað. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri fyrir endurmennt- unardeild, segir námskeiðin vera einstaklega vinsæl og flest þeirra fyllist mjög fljótt. „Þau námskeið sem við bjóðum upp á eru fyrir all- an almenning, áhuga- og fagfólk, sem og sérfræðinga á fagsviðum sem skólinn starfar fyrir. Þar inni eru garðyrkja, búfjárrækt, landnýt- ing, umhverfisfræði, umhverfis- og skipulagsmál, landslagsarkitektúr og blómaskreytingar. Landbún- aðarháskólinn sinnir öllu landinu og það hefur meira að segja komið fólk hingað frá Færeyjum á nám- skeið í sauðfjárrækt.“ Hestanámskeiðin vinsælust Aðspurð hvaða námskeið séu vinsælust segir Ásdís Helga það jafnan vera hestanámskeiðin. „Það hefur verið mikil þörf fyrir nám- skeið í hrossarækt en flest hesta- námskeiðin ganga út á það hvernig maður umgengst hestinn, hvernig hann er þjálfaður, gangtegundir, byggingar, dóma og hvaða pæl- ingar liggja að baki sýningahaldi. Flestir sem sæka þessi námskeið eiga hross og eru vanir hrossum en eru ekki endilega sérfræðingar. Í þessum námskeiðum einbeitum við okkur fyrst og fremst að þeim sem hafa reynslu af hestamennsku, vilja bæta sig í reiðmennskunni sem og bæta sitt hross og þjálfa það betur upp,“ segir Ásdís Helga og bætir við að það sé mjög mis- jafnt hve löng námskeiðin eru. „Þau eru allt frá fimm kennslu- stundum upp í sex helgar en flest þeirra eru dagsnámskeið, hefð- bundin endurmenntunarnám- skeið.“ Brúðir á blómanámskeið Annað vinsælt námskeið er blómaskreytingar fyrir áhugafólk og fagaðila en Ásdís Helga segir að verðandi brúðir sæki það nám- skeið oft. „Við bjóðum oft upp á námskeið í tengslum við jóla- skreytingar, páskaskreytingar, borðskreytingar eða bara almennar blómaskreytingar. Konur sem eru að fara að gifta sig sækja mikið í þessi námskeið því þær vilja kannski undirbúa veislusalinn og brúðarvöndinn sjálfar eða þær sem vilja halda fína matarveislu.“ Áhugaverð og öðruvísi námskeið í Landbúnaðarháskóla Íslands Mikil þörf fyrir námskeið í hestarækt ➤ Landbúnaðarháskóli Íslandsvar stofnaður árið 1999 og tók þá við við verkefnum Bændaskólans á Hvanneyri. ➤ Aðalstarfsstöð Landbún-aðarháskólans er á Hvann- eyri. ➤ Meginviðfangsefni skólans ernýting og verndun nátt- úruauðlinda á landi. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLIÞað eru ekki margir í nú- tímasamfélagi sem kunna spunagerð, rún- ingar eða flókagerð en sem betur fer er enn hægt að læra þessa iðn þar sem Landbúnaðarhá- skóli Íslands býður upp á stutt námskeið í þeim. Vinsæl Námskeið fyrir hestamenn eru haldin á Mið-Fossum þar sem er vegleg reiðhöll en hér má sjá Símon B. Sigurgeirsson nemanda í reiðhöllinni. Streita er algengt vandamál í nú- tímasamfélagi enda eru kröfurnar miklar. Það er mjög mikilvægt að vinna bug á streitunni því hún get- ur haft afdrifarík áhrif á líf og heilsu, að sögn Kolbrúnar Bjarkar Ragnarsdóttur, ráðgjafa og þjálfara hjá Þekkingarmiðlun. „Streitu- viðbragðið er í sjálfu sér heilbrigt viðbragð við álagi en ef við látum það leika lausum hala þá getur það í versta falli kostað okkur heilsuna og í allra versta falli lífið þannig að afleiðingarnar eru alvarlegar.“ Þekkingarmiðlun býður upp á fimm námskeið sem snúast um vellíðan og slökun í vinnunni, en þó út frá ólíkum sjónarhornum. Kolbrún segir að markmiðið með námskeiðunum sé að fólk læri að þekkja sjálft sig, sín streitu- viðbrögð og læri að takast á við streituna. „Námskeiðin eru miðað við daglegt líf og eru því mjög praktísk. Viðhorf okkar og hugsun markar hvernig okkur líður og streita er oft okkar eigin tilbún- ingur. Fólk getur ekki sagt nei, verkefnin hlaðast því upp og fólki finnst sem það standi sig ekki. Þetta er huglægt mat og eitt nám- skeiðanna okkar, Batnandi manni er best að lifa, tekur á því hvernig hægt er að breyta þessari hugsun. Námskeiðin eru þannig uppbyggð að mikið er fjallað um streitu og eðli hennar auk þess að kenna að- ferðir til að takast á við hana. Oft- ast veit fólk mikið um streitu en það er svo mikið álag í daglegu lífi að fólk nær ekki að staldra við og hugsa sinn gang. Íslendingar eru aldir upp við að vera duglegir og ástandið er því stundum orðið miklu alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir.“ Námskeið um vellíðan og slökun í vinnunni Afdrifarík áhrif streitu Kolbrún Björk Ragnarsdóttir „Íslendingar eru aldir upp við að vera duglegir og ástandið er því stundum orðið miklu alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir.“ KYNNING Fjarnám á vorönn 2008 Skráning fer fram 11.–20. janúar Enskuskóli Erlu Ara Sjá nánar um starfsemi skólans á www.enskafyriralla.is Auglýsir vinsælu námsferðirnar til Englands. Þrjár vikur í Kent School of English fyrir 13-15 ára Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann Skráning stendur yfir í síma 8917576 og erlaara@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.