24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 11.01.2008, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 24stundir Íslandsvinurinn Yoko Ono virðist eiga of marga vini á Facebook- tengslanetsíðunni. Á síðu hennar kemur fram í yfirlýsingu að þeir sem vilji gerast vinir hennar á Fa- cebook verði að vera þolinmóðir því forritið takmarkist við 5.000 vini á síðu. Starfsfólk Facebook vinnur nú að því að bæta úr vandanum svo Yoko, sem hefur í gegnum tíðina ekki verið vinsæl hjá Bítlaaðdáendum, get átt fleiri vini. tsk Yoko Ono á of marga vini Íslenska hljómsveitin Múm held- ur á laugardaginn í tónleikaferð til Japan þar sem hún mun leika á samtals fernum tónleikum. Fyrir jól lauk sveitin við tónleikaferð um Norður-Ameríku og Evrópu en nú verður spjótunum beint að Japan. Þetta mun vera sjötta skiptið sem hljómsveitin heldur til Japans og mun hún leika í Nagoya, Osaka og Tókýó. Hljóm- sveitin Skakkamanage verður með í för og sér um upphitun. hþ Múm í tónleika- ferð til Japans Plötusnúðurinn Busy P, sem meðal annars er umboðsmaður Daft Punk og eigandi Ed Banger- plötufyrirtækisins, er væntanlegur til landsins um helgina. Hann hyggst þeyta skífum í Ed Banger- og Tuborg-partíi sem fram fer á morgun á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti. Ed Banger hefur skapað sér nafn síðastliðinn misseri og þykir eitt af heitustu plötufyrirtækjunum á markaðnum. Ásamt honum munu íslensku tónlistarmennirnir í Steed Lord og President Bongo stíga á svið og hita upp fyrir kappann. Spenntur fyrir landi og þjóð „Ed Banger er eitt heitasta plötufyrirtækið í dag og við erum að fá aðalmanninn, Busy P, hingað til lands. Hann er með marga góða listamenn á mála hjá sér, meðal annars Justice, og fyrirtækið er bara algjör gullnáma,“ sagði Presi- dent Bongo þegar 24 stundir náðu af honum tali. Hann kveðst spenntur fyrir morgundeginum og segir ekki slæmt að hita upp fyrir snilling á borð við Busy P. „Forsetinn iðar í skinninu að fá að taka í á undan svona hetju eins og Busy P. Hita aðeins leirinn fyrir hann! Svo er vert að minnast á það að Busy P er hinn spenntasti sjálf- ur og segist aldrei hafa upplifað eins mikinn áhuga og á Íslandi.“ Miðasala fer fram á midi.is og kostar 1.500 krónur inn. halldora@24stundir.is Busy P, Steed Lord og President Bongo munu standa dansvaktina á Organ á morgun Plötusnúðurinn Busy P þeytir skífum Busy P. þeytir skífum á Organ annað kvöld. Svo virðist sem Nintendo- tölvufyrirtækið hafi hitt naglann á höfuðið þegar það ákvað að hanna og setja á markaðinn hinn allsérstaka leik Wii Fit. Leikurinn, sem samanstendur af mörgum smáleikjum og er spil- aður með sérstöku jafnvæg- isbretti sem leikmenn standa á, hefur slegið í gegn í Japan og hafa nú þegar selst yfir milljón eintök af leiknum en hann kom út í Jap- an 1. desember. Fróðlegt verður að sjá hvort leikurinn vekur jafn- mikla lukku þegar hann kemur út í Evrópu og Ameríku seinna á þessu ári. vij Japanir óðir í Wii Fit-æfingar Aðdáendur skrímslamynda bíða nú spenntir eftir að myndin Clo- verfield komi í bíó en er sagt frá því þegar New York borg verður fyrir árás risaskrímslis. Kvikmyndasíðan Movieweb.com taldi sig hafa komist í feitt á dög- unum þegar síðan birti mynd af leikfangi sem mun hafa verið mótað í mynd þess skrímslis sem kemur fyrir í myndinni en fram til þess hefur ríkt mikil leynd yfir því hvernig skrímslið lítur út. Nú hafa aðstandendur myndarinnar sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að skrímslið sem Movieweb birti á síðu sinni sé alveg ótengt mynd- inni Cloverfield. vij Beðið eftir skrímslamynd Snillingarnir hjá Namco Bandai- tölvuleikjafyrirtækinu eru góðir í að finna áhugaverðar persónur til að birtast sem gestapersónur í Soul Ca- libur-slagsmálaleikjunum. Áður hafa hetjur eins og Link úr Zelda- leikjunum og teiknimyndahetjan Spawn birst í fyrri útgáfum leiksins en í nýjasta Soul Calibur-leiknum, sem er væntanlegur í sumar, hefur Namco slegið öll fyrri met. Svarthöfði sjálfur og græna gam- almennið Yoda úr Star Wars- myndunum munu verða sérstakar aukapersónur í Soul Calibur 4. Yoda mun láta ljós sitt, og geisla- sverð, skína í Xbox 360-útgáfu leiksins á meðan Svarthöfði verður í Playstation 3-útgáfunni þannig að ekki verður hægt að láta þessi goð berjast hvort gegn öðru. Heimildir herma að leikjaspilarar gætu jafnvel síðar meir keypt fleiri Star Wars- persónur fyrir Soul Calibur í gegn- um PSN eða Xbox Live, til dæmis Darth Maul eða Luke Skywalker, en þær fregnir eru enn sem komið er óstaðfestar. vij Svarthöfði í Soul Calibur 4 Frábær viðbót Svarthöfði mun berjast við ninjur og samúræja. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þetta er tilfinningalegt sjokk fyrir marga,“ segir Skarphéðinn Guð- mundsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, um skyndilegt brotthvarf læknanna í Grey’s Anatomy af dagskrá Stöðvar 2. Verkfall handritshöfunda í Hollywood er farið að segja til sín á Íslandi og Grey’s Anatomy var fyrsti þátturinn sem Stöð 2 varð að hætta að sýna vegna þess að þætt- irnir kláruðust. Framleiðsla á sjón- varpsefni í Hollywood hefur verið í biðstöðu síðan í nóvember á síð- asta ári og sjónvarpsstöðvarnar eru að klára nýjar þáttaraðir sem nú eru sýndar. Standa vaktina „Við erum að lenda fyrstir í þessu vegna þess að við rukum fyrstir af stað með nýju þættina,“ segir Skarphéðinn. „En auðvitað koma sterkir þættir inn í staðinn. Við eigum enn nóg af þeim sem betur fer.“ Skarphéðinn segir að þegar framleiðsla á sjónvarpsefni hefjist aftur muni Stöð 2 leggja mikla áherslu á að setja nýju þættina strax á dagskrá. „Við komum til með að standa vaktina,“ segir hann. „Um leið og verkfallið endar og framleiðslan byrjar, þá hliðrum við til í dagskrá og byrj- um að sýna nýja þætti.“ Stoppa í mars Guðmundur Ingi Krist- jánsson á RÚV segir Rík- issjónvarpið ekki ennþá hætt að sýna neina þætti. „Við getum haldið út fram í fyrstu viku í mars,“ segir hann. „En það er ennþá verkfall og ekkert útlit fyrir að menn séu að ná samningnum. Þó samningar myndu nást núna þá er ljóst að það verður hlé á þáttum. Það er orðin staðreynd.“ Þættir á borð við Ugly Betty og Desperate Housewi- ves hverfa af dagskrá RÚV þegar þeir klárast í næsta mán- uði. Ekki náðist í Krist- jönu Thors Guð- brandsdóttur, dag- skrárstjóra Skjás eins. Ljóst er að Heroes er meðal þátta sem falla niður á næstu vikum. Verkfall handritshöfunda í Hollywood fellir fyrsta gíslinn Dr. Grey í verkfall Í verkfalli Margir harma brotthvarf Dr. Grey af skjánum. VERKFALLIÐ Fyrstu þættirnir eru að hverfa af skjánum á Ís- landi í kjölfar verkfalls handritshöfunda í Holly- wood. Dagskrárstjórar segjast eiga nóg af efni, en hlé á þáttum er óhjá- kvæmilegt. Skarphéðinn Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir stöðina eiga nóg af góðu efni. ➤ Verkfall handritshöfunda íHollywood hófst 5. nóvember á síðasta ári. ➤ David Letterman og aðrirspjallþáttastjórnendur hafa gert sérsamninga við höf- unda sína og geta því fram- leitt þætti sína. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Forsetinn iðar í skinninu að fá að taka í á undan svona hetju eins og Busy P. Hita aðeins leirinn fyrir hann! Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög flottur efri partur í D,DD,E skálum á kr. 3.890,- og buxur í S,M,L,XL á kr. 2.750, Í stíl fæst tvílitur klútur sem binda má alla kanta á kr. 3.950,- Fallegur sundbolur í D,DD,E,F á kr. 6.685,- Sundfatnaður kominn í MISTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.