24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 1
„Þetta er fyrst og fremst prinsippmál. Það er prinsippmál að ráðamenn
eigi að njóta sömu lífeyriskjara og aðrir. Og ef þingmenn gera mistök í
lagasetningu þá eiga þeir að leiðrétta þau mistök, segir Valgerður Bjarna-
dóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í viðtali. Valgerður flytur
frumvarp á Alþingi um afnám eftirlaunalaganna sem fela í sér
sérkjör í lífeyrisréttindum ráðamanna.
Prinsippmanneskja
„Þingmenn eiga að leiðrétta mistök sín“
»42
24stundir/Frikki
24stundirlaugardagur15. mars 200853. tölublað 4. árgangur
Frelsið dýrast
hjá Símanum
NEYTENDAVAKTIN »4
Waltteri Seretin, þrettán ára
Finni, hefur hlotið finnsku
blaðamannaverðlaunin fyrir
blaðagrein ársins. Í fréttinni
afhjúpaði Seretin ásamt
blaðamönnum Ilta-Sanomat
fölsun í frétt rússneskrar sjón-
varpsstöðvar sem sagði frá því
að Rússar hefðu komið fyrir
fána á hafsbotni á norð-
urpólnum. Seretin kannaðist
við hafsbotninn í fréttinni og
opinberaði að sjónvarps-
mennirnir hefðu notast við
myndbrot úr kvikmyndinni
Titanic. aí
Þrettán ára
verðlaunahafi
Eftir Ásu Baldursdóttur
Kaupþing banki og Íslandspóstur
hafa ákveðið að loka afgreiðslu-
stöðvum sínum á Flúðum í Hruna-
mannahreppi, sem þar hafa verið
reknar í sama húsi. Öll bankaaf-
greiðsla verður færð á Selfoss.
Dræm aðsókn í bankann
Kaupþing skýrir lokunina með
því að netviðskipti hafi aukist til
muna og dræm aðsókn hafi verið í
bankann. Eldri borgurum hefur af
hálfu bankans verið boðin aðstoð
og kennsla á netbankakerfið.
Benedikt Sigurðsson, upplýs-
ingafulltrúi Kaupþings, segist ekki
vita til þess að loka eigi fleiri af-
greiðslustöðum á landsbyggðinni
en mikil gerjun sé í gangi. Hann
segir afgreiðslustaðinn á Flúðum
lítinn og stutt sé í næsta útibú á
Selfossi. Benedikt segir að þjónusta
á svæðinu verði þannig að öll gögn
sem berast þurfi í bankann á Sel-
fossi geti farið daglega með póst-
inum frá Flúðum.
Í ályktun hreppsnefndar Hruna-
mannahrepps kemur fram að
skerðingin á banka- og póstþjón-
ustu hafi neikvæð áhrif á vöxt og
þjónustu svæðisins. „Við lítum það
mjög alvarlegum augum að Kaup-
þing muni loka starfsstöð sinni á
Flúðum í júlí næstkomandi. Um
leið raskast þjónusta Íslandspósts í
hreppnum þar sem hann hefur
veitt póstþjónustu samkvæmt sam-
starfssamningi við bankann,“ segir
í ályktuninni.
Eldri borgarar ævareiðir
Talsmenn eldri borgara á Flúð-
um telja aðgerðirnar vera í algerri
andstöðu við íbúana í sveitarfé-
laginu og bitna harðast á þeim sem
eldri eru. Loftur Þorsteinsson,
gjaldkeri Félags eldri borgara í
Hrunamannahreppi, telur að eldri
einstaklingar á svæðinu séu alls
ekki tölvuvæddasti markhópurinn.
Loftur sér ekki fyrir sér að póst-
urinn fullnægi þörfum íbúanna
eftir að útibúinu hefur verið lokað
því fólk sé í vinnunni á daginn.
Aldraðir fá
námskeið í
stað útibús
Bankaútibúi og pósthúsi lokað á Flúðum
Eldri viðskiptavinum kennt að nota net-
banka Hreppsnefnd mótmælir formlega
ÍBÚARNIR ÓÁNÆGÐIR »8
➤ Bankaútibú Kaupþings ogpósthús Íslandspósts eru rek-
in í sama húsi á Flúðum.
➤ Næstu bankaútibú eru á Sel-fossi og í Reykholti, 35-45
kílómetra í burtu.
➤ Næstu pósthús eru á Selfossiog á Laugarvatni, 45-50 kíló-
metra frá Flúðum.
HRUNAMANNAHREPPUR
Vilhjálmur Bjarnason hefur vakið
mikla athygli fyrir framgöngu sína
á aðalfundum FL Group og Glitnis
að undanförnu. Í viðtali við 24
stundir ræðir Vilhjálmur skoðanir
sínar á íslensku við-
skiptalífi og þróun þess.
Óþægilegi
hluthafinn
»24
Einar K. Guðfinnsson segist grjót-
harður á því að uppboð á toll-
kvótum sé rétt leið til að úthluta
innflutningsheimildum á landbún-
aðarvörum. Hlutkesti sé eins og að
draga hlutina upp úr
hatti töframanns.
Uppboð á toll-
kvótum rétt leið
»6
Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona
æfir nú á fullu fyrir Eurovision í
Serbíu í maí. Þetta er í fjórða skipti
sem hún tekur þátt í keppninni.
Regína svarar 24 spurningum að
þessu sinni.
Æft fyrir Serbíu
24SPURNINGAR»32
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir á
skemmtilegar minningar frá ferming-
ardeginum, rétt eins og fjórir aðrir
viðmælendur sem deila reynslu
sinni frá þessum degi. Einn hætti
t.d. við að fermast.
Fermdust með stæl
SPJALLIл52
GENGI GJALDMIÐLA
1
-3
-5
-1 -3
VEÐRIÐ Í DAG »2
SALA %
USD 71,30 0,54
GBP 144,92 0,47
DKK 14,95 0,87
JPY 0,71 0,97
EUR 111,48 0,87
GENGISVÍSITALA 144,02 0,70
ÚRVALSVÍSITALA 4.818,47 -0,52
»14