24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 1
„Þetta er fyrst og fremst prinsippmál. Það er prinsippmál að ráðamenn eigi að njóta sömu lífeyriskjara og aðrir. Og ef þingmenn gera mistök í lagasetningu þá eiga þeir að leiðrétta þau mistök, segir Valgerður Bjarna- dóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í viðtali. Valgerður flytur frumvarp á Alþingi um afnám eftirlaunalaganna sem fela í sér sérkjör í lífeyrisréttindum ráðamanna. Prinsippmanneskja „Þingmenn eiga að leiðrétta mistök sín“ »42 24stundir/Frikki 24stundirlaugardagur15. mars 200853. tölublað 4. árgangur Frelsið dýrast hjá Símanum NEYTENDAVAKTIN »4 Waltteri Seretin, þrettán ára Finni, hefur hlotið finnsku blaðamannaverðlaunin fyrir blaðagrein ársins. Í fréttinni afhjúpaði Seretin ásamt blaðamönnum Ilta-Sanomat fölsun í frétt rússneskrar sjón- varpsstöðvar sem sagði frá því að Rússar hefðu komið fyrir fána á hafsbotni á norð- urpólnum. Seretin kannaðist við hafsbotninn í fréttinni og opinberaði að sjónvarps- mennirnir hefðu notast við myndbrot úr kvikmyndinni Titanic. aí Þrettán ára verðlaunahafi Eftir Ásu Baldursdóttur Kaupþing banki og Íslandspóstur hafa ákveðið að loka afgreiðslu- stöðvum sínum á Flúðum í Hruna- mannahreppi, sem þar hafa verið reknar í sama húsi. Öll bankaaf- greiðsla verður færð á Selfoss. Dræm aðsókn í bankann Kaupþing skýrir lokunina með því að netviðskipti hafi aukist til muna og dræm aðsókn hafi verið í bankann. Eldri borgurum hefur af hálfu bankans verið boðin aðstoð og kennsla á netbankakerfið. Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, segist ekki vita til þess að loka eigi fleiri af- greiðslustöðum á landsbyggðinni en mikil gerjun sé í gangi. Hann segir afgreiðslustaðinn á Flúðum lítinn og stutt sé í næsta útibú á Selfossi. Benedikt segir að þjónusta á svæðinu verði þannig að öll gögn sem berast þurfi í bankann á Sel- fossi geti farið daglega með póst- inum frá Flúðum. Í ályktun hreppsnefndar Hruna- mannahrepps kemur fram að skerðingin á banka- og póstþjón- ustu hafi neikvæð áhrif á vöxt og þjónustu svæðisins. „Við lítum það mjög alvarlegum augum að Kaup- þing muni loka starfsstöð sinni á Flúðum í júlí næstkomandi. Um leið raskast þjónusta Íslandspósts í hreppnum þar sem hann hefur veitt póstþjónustu samkvæmt sam- starfssamningi við bankann,“ segir í ályktuninni. Eldri borgarar ævareiðir Talsmenn eldri borgara á Flúð- um telja aðgerðirnar vera í algerri andstöðu við íbúana í sveitarfé- laginu og bitna harðast á þeim sem eldri eru. Loftur Þorsteinsson, gjaldkeri Félags eldri borgara í Hrunamannahreppi, telur að eldri einstaklingar á svæðinu séu alls ekki tölvuvæddasti markhópurinn. Loftur sér ekki fyrir sér að póst- urinn fullnægi þörfum íbúanna eftir að útibúinu hefur verið lokað því fólk sé í vinnunni á daginn. Aldraðir fá námskeið í stað útibús  Bankaútibúi og pósthúsi lokað á Flúðum  Eldri viðskiptavinum kennt að nota net- banka  Hreppsnefnd mótmælir formlega ÍBÚARNIR ÓÁNÆGÐIR »8 ➤ Bankaútibú Kaupþings ogpósthús Íslandspósts eru rek- in í sama húsi á Flúðum. ➤ Næstu bankaútibú eru á Sel-fossi og í Reykholti, 35-45 kílómetra í burtu. ➤ Næstu pósthús eru á Selfossiog á Laugarvatni, 45-50 kíló- metra frá Flúðum. HRUNAMANNAHREPPUR Vilhjálmur Bjarnason hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína á aðalfundum FL Group og Glitnis að undanförnu. Í viðtali við 24 stundir ræðir Vilhjálmur skoðanir sínar á íslensku við- skiptalífi og þróun þess. Óþægilegi hluthafinn »24 Einar K. Guðfinnsson segist grjót- harður á því að uppboð á toll- kvótum sé rétt leið til að úthluta innflutningsheimildum á landbún- aðarvörum. Hlutkesti sé eins og að draga hlutina upp úr hatti töframanns. Uppboð á toll- kvótum rétt leið »6 Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona æfir nú á fullu fyrir Eurovision í Serbíu í maí. Þetta er í fjórða skipti sem hún tekur þátt í keppninni. Regína svarar 24 spurningum að þessu sinni. Æft fyrir Serbíu 24SPURNINGAR»32 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir á skemmtilegar minningar frá ferming- ardeginum, rétt eins og fjórir aðrir viðmælendur sem deila reynslu sinni frá þessum degi. Einn hætti t.d. við að fermast. Fermdust með stæl SPJALLIл52 GENGI GJALDMIÐLA 1 -3 -5 -1 -3 VEÐRIÐ Í DAG »2 SALA % USD 71,30 0,54  GBP 144,92 0,47  DKK 14,95 0,87  JPY 0,71 0,97  EUR 111,48 0,87  GENGISVÍSITALA 144,02 0,70  ÚRVALSVÍSITALA 4.818,47 -0,52  »14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.