24 stundir - 15.03.2008, Síða 26

24 stundir - 15.03.2008, Síða 26
Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götusmiðjunni, hefur unnið að meðferðarmálum í fjór- tán ár en segist hafa verið í þeim geira í fimmtíu ár. „Ég fæddist inn í þennan heim, inn á brotið heimili sem einkenndist af heimilisofbeldi og drykkjuskap. Ég fékk minn skerf af þessu, ég drakk og dópaði árum saman.“ Mummi segir fé- lagslega kerfið í molum hér á landi og hann auglýsir eftir því að Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráherra fundi með sér um með- ferðarmál. Fór í forvarnir fyrir tilviljun Mummi segir að hann hafi lent í forvarnar- og meðferðarmálum fyrir tilviljun. „Ég byrjaði fyrir fjórtán árum þegar ég fór inn í fé- lagsmiðstöð að kenna kvikmynda- gerð. Þar fór ég að hafa áhuga á þessum týndu krökkum sem eng- inn veit hvað heita. Upp úr þessu seldum við gamall félagi minn Reykjavíkurborg þá hugmynd að opna mótorsmiðju og þar fylltist allt strax. Þarna komu krakkar sem voru byrjaðir í neyslu og afbrotum og þetta svínvirkaði.“ Í samkeppni við sendibílastöð Á þessum tíma var sjálfræðisald- urinn 16 ár og þegar þeim aldri var náð kvaddi kerfið börnin að sögn Mumma. „Það var sagt bless og stattu þig en ég var að horfa á eftir þessum krökkum beint í neyslu og afbrot. Þá hætti ég í Mótorsmiðj- unni og stofnaði fyrirtækið Mót- orsendla sem atvinnuúrræði fyrir þessa krakka. Við keyptum sex vespur og kom krökkunum í vinnu við að sendast. Í þessu vorum við í eitt ár með opinberum styrkjum þangað til við vorum kærð af ein- hverri sendibílastöð á þeim for- sendum að við værum í samkeppni við þá með styrkjum frá hinu op- inbera. Þetta var alveg fáránleg af- staða, það stóð aldrei til að þetta stæði undir sér. Við vildum bara veita þessum krökkum einhvern tilgang í lífinu.“ Sama hvernig jakkafötin reikna Mummi segir að fjölda barna líði mjög illa andlega og það séu þau börn sem séu í hættu á að lenda í vandræðum í lífinu. „Besti snertiflöturinn við þessi börn er skólakerfið. Við eigum að byrja strax í leikskólunum. Þegar einhver réttir út höndina og biður um hjálp þá á ekki að bíða heldur bregðast strax við. Það er ódýrara að grípa í útrétta hendi strax held- ur en að bíða. Það er alveg sama hvernig einhver jakkaföt reikna hlutina út, það er alltaf ódýrara að bregðast við strax.“ Erum ekki velferðarþjóðfélag Mummi telur að félagslega kerf- ið á Íslandi sé í rúst. „Kerfið er markvisst að búa til veika einstaklinga. Það er mín til- finning.Við búum til miklu alvar- legri vandamál með seinaganginum sem er ríkjandi. Það er strákur hjá mér sem er búinn að vera í Götu- smiðjunni í fjögur ár. Hann getur ekki farið frá okkur því að það tek- ur ekkert við hjá honum eftir að hann fer út. Það verður að búa til þjónustu fyrir þá sem eru að koma út úr meðferð og fangelsum. Það þarf að kenna svo mörgum að lifa upp á nýtt. Eftirmeðferð er svo ábótavant að það er grátlegt. Við krossum oft bara putta þegar við útskrifum krakka vegna þess að þau geta ekkert farið. Félagsráðgjafar segja okkur að þeir hafi ekkert að bjóða þeim. Við getum ekki kallað okkur velferðarþjóðfélag vegna þess að öryggisnetið er ekki til staðar. “ „Ástandi ábótavant“ Mummi segir ekki hægt að kenna þeim sem vinna í félagslega kerfinu um hvernig ástandið sé. Þar séu allir að gera eins vel og þeir geti og meira en það. „Það eru millistjórnendurnir og embættismennirnir sem skila skýrslunum til stjórnamálamann- anna sem tala aldrei hreint út. Það er aldrei viðurkennt að kerfið sé í rúst heldur stendur í skýrslunum að ástandi sé ábótavant. Stjórn- málamenn fá skrumskælda mynd af raunveruleikanum því að þeir tala aldrei við þá sem þekkja til. Kannski er gallinn í samfélaginu sá að það er bara kosið til fjögurra ára í senn. Ráðamenn þjóðarinnar eru alltaf að hugsa um næstu kosning- ar og hugsa um hvernig þeir skila ríkiskassanum þá.“ Fær ekki fund með ráðherra Mummi segir að það sé ömur- legt að horfa upp á fólk sem gefist upp vegna þess hversu tregðan í kerfinu sé mikil. Öðru hverju komi fram hópar fólks sem sé fullt af eldmóði og vilji taka á málum. „Þetta er oft vel hæft fólk en það er Öryggisnetið ekki til staðar 24stundir/Valdís Thor ➤ Götusmiðan rekur meðferð-arheimili að Brúarholti í Grímsnesi. ➤ Þar er pláss fyrir þrettán ung-menni yngri en 18 ára og sjö á aldrinum 18 til 20 ára. ➤ Fjármagn vantar til að full-nýta öll plássin. GÖTUSMIÐJAN Úrræðaleysi Mummi í Götusmiðjunni gagnrýnir harðlega hversu illa er stað- ið að meðferðarmálum. Freyr Rögnvaldsson freyr@24stundir.is FRÉTTAVIÐTAL  Mummi í Götusmiðjunni segir sama hvernig jakkafötin reikni, ódýrara sé að veita fólki félagslega aðstoð strax 26 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Íslenska skólakerfið kostar meira á hvern nemanda en skólakerfi í flestum öðrum OECD-ríkjum. Hérlendis eru laun starfsfólks dýr- asti liðurinn, hvort sem um er að ræða grunn-, framhalds- eða há- skóla. Almennt er hægt að miða við að laun séu um tveir þriðju af kostnaðinum, skv. upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga og menntamálaráðuneytinu. Þó eru laun íslenskra kennara með því lægra sem gerist innan OECD, sé miðað við landsframleiðslu. Þetta vekur upp spurningu um hvað af peningunum verði. Of margt starfsfólk í skólum? Í skýrslu OECD um Ísland, sem út kom árið 2006, kemur fram það álit of margir kennarar starfi í skól- um landsins og er mælt með því að þeim verði fækkað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, dregur í efa að sanngjarnt sé að miða Ísland við önnur OECD-ríki, m.a. vegna dreifbýlisins. „Svona samanburður er oft mjög sérstakur. Varðandi fækkun á kennurum myndi ég gjarnan vilja hitta þann einstakling sem komst að þessari niðurstöðu. Það er mjög einfalt að leggja til að fækka kennurum, eðlilegra væri að skoða skólana sjálfa og benda á hverjir séu ofmannaðir,“ segir Ei- ríkur. Kostnaður skólanna aukist „Á undanförnum árum hefur kostnaður í skólakerfinu aukist vegna ýmissa stefnubreytinga, svo sem einsetningar grunnskóla og lengingar skólaársins. Jafnframt er kennt í fleiri stundir nú en áður, kennsluskylda kennara hefur minnkað, stjórnendum fjölgað og farið er að veita hærri fjárhæðir til sérúrræða,“ segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Starfsfólki fjölgað um 45% Hérlendis hefur það verið með- vituð stefna í íslenskum grunnskól- um að fjölga starfsfólki, sem hefur skilað sér í 45% fjölgun á undan- förnum áratug. Nemendum hefur þó aðeins fjölgað um rúm 3% á sama tíma, skv. upplýsingum frá Þórði . „Jafnframt er kennsluskylda ís- lenskra kennara með því lægsta sem gerist innan OECD,“ segir hann. Á undanförnum árum hefur kennurum fjölgað talsvert en þeir voru rétt rúmlega þrjú þúsund fyrir um áratug en orðnir tæplega 3800 árið 2006. Þá hefur það verið stefnan að ráða fleiri sérkennara sem sést á því að fjöldi þeirra hefur meira en tvö- faldast á tímabilinu (úr 185 árið 1998 í 455 árið 2006). Að auki hef- ur verið ráðið í ýmis ný störf, t.d. voru á þriðja hundrað deildarstjór- ar starfandi í grunnskólum lands- ins árið 2006 en enginn sinnti því starfi árið 1998, skv. skólaskýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga (2007). Að lokum hefur starfsfólk verið ráðið í störf félags- og skóla- liða svo eitthvað sé nefnt. Margir fámennir skólar Þar sem greiða þarf fyrir hús- næði og ýmsan búnað fyrir hvern skóla, auk launanna sjálfra, er ljóst að kostnaðurinn er meiri á hvern nemanda eftir því sem skólinn er fámennari. Árið 2004 var rúmlega helming- ur skóla landsins með tvö hundruð eða færri nemendur og einn af hverjum fimm skólum með nem- endur undir fimmtíu, skv. stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Jöfnunarsjóði sveitarfélagana. Því er kostnaður sveitarfélagana, sem reka grunnskólana, mjög breytileg- ur en hann nam frá 528 þúsundum upp í 3,4 milljónir á hvern nem- anda það ár, skv. Ríkisendurskoð- un. Þá skal taka fram að hlutfall kennaramenntaðra kennara á móti ófaglærðum er mjög mismunandi eftir landsvæðum. „Dæmi eru um að nær allir kennarar skóla séu Dýrt skólakerfi en launin lág  Kostnaður á nemanda í grunnskólum landsins er með því mesta innan OECD  Þó eru laun kennara langt undir meðaltali ➤ Hérlendis voru reknir 173grunnskólar árið 2006, þar af var 101 utan höfuðborg- arsvæðisins. ➤ Nemendur voru 43875 samaár, svo að í landinu var einn grunnskóli fyrir hverja 253 nemendur. ➤ Heildarkostnaðurinn var um41 milljarður. TÖLUR UM KERFIÐ KENNARALAUN Í OECD LÖNDUM 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 Hl ut fa ll af la nd sf ra m le ið sl u á m an n Ty rk la nd Kó re a Sv is s Þý sk al an d Ho lla nd Po rtú ga l Be lg ía (fl æ m sk a) Ja pa n Sp án n Be lg ía (f ra ns ka ) Sk ot la nd Ný ja S já la nd Fi nn la nd Da nm ör k En gl an d Au st ur rík i Lú xe m bo rg Té kk la nd Írl an d Íta lía Au st ur rík i Fr ak kl an d Un gv er ja la nd Gr ik kl an d Sv íþ jó ð Ba nd ar ík in Ís la nd No re gu r OE CD m eð al ta l Hlutfall grunnlauna grunn- og framhalds- skólakennara eftir 15 ára starfsaldur af landsframleiðslu á mann árið 2005. Launum er umbreytt í USD með PPP samanburði. Tölur: Education at a Glance 2007, OECD Indicators. Framhaldsskólakennarar Grunnskólakennarar Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakrist- in@24stundir.is FRÉTTASKÝRING

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.