24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Bílaverkstæði Smurstöð Verslun Bílaáttan Allt á einum stað! okkur eru keimlíkar þeim sem gilda í öðrum skólum þó svo að við höf- um sett nokkrar sérreglur árið 2006,“ segir Kristinn. Ósátt við samráðsleysi Fulltrúar nemendafélaga í fram- haldsskólum óttast samráðsleysi varðandi endurskoðun á almenn- um reglum um dansleikjahald og telja hertar reglur ekki til bóta. Gabríela Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, telur að ekk- ert samráð verði haft við nemenda- félögin varðandi tillögur um breyt- ingar á skóladansleikjum framhaldsskólanna. Fulltrúar nem- endafélaganna eru ósáttir við tillög- urnar og þykir þeim tillaga um að halda busaböllin (fyrstu böll skóla- ársins) í húsnæði skólanna fráleit, því að margir skólar hafi einfaldlega ekki aðstöðu til þess. Gabríela nefn- ir að tillagan um að banna sameig- inlega dansleiki hafi ekki fengið Eftir Ásu Baldursdóttur frettir@24stundir.is Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tók í gildi reglur um dansleikjahald árið 2006 innan skólans þar sem meðal annars kemur fram að ekki skuli halda dansleiki með öðrum skól- um, að nemendur megi í mesta lagi bjóða með sér einum gesti og að skóladansleikir megi einungis vera til 01.00 eftir miðnætti. Reglurnar sem þar eru í gildi líkjast tillögum sem nú eru í vinnslu varðandi breytingar á dansleikjahaldi innan framhaldsskólanna. Kristinn Þorsteinsson, aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að sameiginleg böll hafi reynst illa og því hafi skólinn ákveðið að banna þau, jafnvel þótt þau henti vel frá aðsóknar- og kostnaðarsjónarmiði. „Markmiðið með reglunum er að koma í veg fyr- ir að nemendur séu undir áhrifum áfengis á böllunum. Reglurnar hjá hljómgrunn því það sé stundum nauðsynlegt fyrir fámenna skóla. Eðlilegt að endurskoða Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík og formaður Félags íslenskra framhaldsskóla, segir að tillögurnar komi frá rík- islögreglustjóra og málið sé í vinnslu. Hann býst við að lögreglu- stjóraembættið muni verða í sam- ráði við nemendafélögin þegar ferl- inu ljúki. Baldur nefnir að enn séu tillögurnar vinnugögn, því í ferlinu felist að skólameistarar komi með athugasemdir og nefnir að hann og fleiri hafi meðal annars verið and- snúnir banni við sameiginlegum dansleikjum „Endurskoðun regln- anna er í sjálfu sér eðlileg og ég er sammála því að dansleikir á vegum framhaldsskóla hafi gengið vel á undanförnum árum,“ segir Baldur. Stífari reglur um skólaböll  Reglum Fjölbrautaskólans í Garðabæ um skóladansleiki var breytt  Til umræðu að herða reglur almennt Stífari reglur um böll- in Nemendur skemmta sér á skólaballi ➤ Skóladansleikir standi aðeinstil kl. 1 eftir miðnætti. ➤ Böllin verði á ábyrgð skóla-meistara og undir hans um- sjón. ➤ Sameiginlegir skóladansleikirverði ekki leyfðir. ➤ Dansleikir aðeins auglýstirinnan viðkomandi skóla. ➤ Skólar á höfuðborgarsvæðinuhaldi ekki dansleiki utan borgarinnar. TILLÖGUR UM BÖLL Loftur Þorsteinsson, gjaldkeri félags eldri borgara í Hruna- mannahreppi, er yfir sig hneyksl- aður á lokunaráformum Kaup- þings og Íslandspósts á Flúðum. Íbúarnir og hreppsnefndin mót- mæla aðgerðunum. „Það er ákveðin félagsleg athöfn sem felst í því að fara í bankann og á pósthúsið. Þar hittir maður sveit- unga sína sem partur af félagsveru íbúanna, sérstaklega þeirra sem eldri eru,“ segir Loftur. Hann telur að eldri borgarar séu ekki líklegir til þess að vilja nota netbankana í viðskiptum. Loftur segir að rekstrarkostnað- ur bankans geti ekki verið of hár miðað við tilfærslur bankavið- skipta íbúanna á Selfoss með milli- göngu póstsins. Ferðamenn, fyrir- tækin, sveitarfélagið og íbúar þurfi að búa við ákveðna grunnþjónustu í byggðakjarnanum á Flúðum. „Það er ekkert sem kemur í stað- inn fyrir bankann. Ég spái því að Kaupþing muni tapa viðskiptavin- um sínum í hreppnum.“ áb Lokanir banka og pósthúss á Flúðum „Íbúarnir óánægðir og innilega svekktir“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur utan á sunnudag til að heimsækja Afganistan. „Það er mjög mikilvægt með mál eins og þetta, stærsta friðar- gæsluverkefni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir, að við höfum á því ákveðna þekkingu frá fyrstu hendi,“ segir Ingibjörg. „Það skiptir mig miklu máli þegar ég þarf að ræða þessi mál og taka af- stöðu til þeirra að ég hafi ákveðna tilfinningu fyrir stöðu mála á þessu svæði.“ Utanríkisráðuneytið mun af ör- yggisástæðum ekki gefa upplýsing- ar fyrir fram um hvert farið verður né hvenær, eða með hverjum verði fundað. Ingibjörg segist ætla að hitta bæði stjórnmálamenn, ráða- menn og fulltrúa frá almannasam- tökum, frá frjálsum félagasamtök- um í Afganistan. „… til að ég hafi tilfinningu fyrir því hvert viðhorfið er til þessara verkefna, hvað fólki finnst að gangi vel og hvað megi betur fara og ég hafi í puttunum ákveðna tilfinningu fyrir svæðinu og því sem þar er að gerast.“ aij Utanríkisráðherra heimsækir Afganistan „Vill sjá þetta sjálf“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.