24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 19
24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 19 www.unak.is Auðlindafræði Fjölmiðlafræði Grunnskólakennarafræði Heilbrigðisvísindi Heimskautaréttur Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði Kennslufræði Leikskólakennarafræði Líftækni Lögfræði Menntunarfræði Nútímafræði Samfélags- og hagþróunarfræði Sálfræði Sjávarútvegsfræði Tölvunarfræði Umhverfis- og orkufræði Viðskiptafræði Þjóðfélagsfræði AF HVERJU HÁSKÓLINN Á AKUREYRI? Persónulegt námsumhverfi og gott nám Námsaðstaða til fyrirmyndar Val um staðarnám eða fjarnám Góð tengsl við atvinnulíf Hagnaður Byrs Sparisjóðs var um 9,6 milljarðar fyrir tekjuskatt ár- ið 2007 samanborið við 3,2 millj- arða árið áður. Um er að ræða aukningu um 200,5%. Eftir skatta var hagnaðurinn 7,9 milljarðar samanborið við 2,7 milljarða árið 2006 og jókst um 196,3% milli ára. Árið 2006 sameinuðust Spari- sjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar. Nafni sameinaðs sparisjóðs var breytt í Byr. mbl.is Hagnaður Byrs þrefaldast Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verð- bólga mælast 8,5% í mars sam- anborið við 6,8% í febrúar. Langt er síðan verðbólga hefur verið jafnhá. Ef spá greining- ardeildarinnar gengur eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast hærri en gerst hefur frá því í ágúst 2006. aij Verðbólga hækk- ar í mánuðinum ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 1.569 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í SPRON eða um 2,87%. Bréf í Atlantic Petroleum hækkuðu um 2,76% og bréf í Atorku Group um 1,25%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í FL Group, 4,47%. Bréf í Exista lækkuðu um 2,68% og bréf í Bakkavör Group um 2,5%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,52% og stóð í 4.818,47 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,56% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 1,1% og þýska DAX-vísitalan um 0,8%. Guðlaugur Þór Þórðarson mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lyfja- lögum í vikunni. Segir hann að til- gangurinn sé meðal annars að efla samkeppni og auka þjónustu við neytendur. Benti Guðlaugur í ræðu sinni á að þessar breytingar ættu sér stað á sama tíma og fyrstu skrefin hafa verið stigin í átt að sameiginlegum norrænum lyfjamarkaði. Þar ber hæst samstarf við Svía, sem Guðlaugur segir að muni væntanlega skila sér í auknu fram- boði. Jafnframt hefur verið unnið að samstarfi við Færeyinga um innflutning lyfja á grundvelli sam- eiginlegs lyfjamarkaðar. aij Frumvarp til breytinga á lyfjalögum lagt fyrir Alþingi Stefnt að lægra verði og aukinni þjónustu 1 Bann við póstverslun með lyf fell- ur brott, í því skyni að efla sam- keppni. Ekki er gert ráð fyrir að lyf sem flokkast undir ávana- og fíknilyf séu send með pósti. Póst- verslun verður sömu leyfum háð og önnur lyfjaverslun og gert er ráð fyrir að hún sé í tengslum við starfandi apótek. Netverslun þarf að hafa formlegt lyfsöluleyfi hér á landi eða í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Heimilt verður að selja nikótínlyf sem ekki eru lyfseðilsskyld víðar en í lyfjabúðum. Er markmiðið að lyfin verði valkostur í stað tób- aks þar sem það er selt, meðal annars á bensínstöðvum, á veit- ingastöðum, í stórmörkuðum og í söluturnum. Vonast er til að aukin samkeppni leiði jafnframt til lægra verðs. Jafnframt verður sala flúorlyfja leyfð víðar til að vinna gegn tannskemmdum. 2 3 Varðveislutími gagna í lyfja- gagnagrunni landlæknis verður lengdur úr þremur árum í 30 ár. Landlæknir hefur tölfræðileg og persónugreinanleg gögn sem nýt- ast stjórnvöldum til farald- ursfræðilegra rannsókna, rann- sókna á öryggi lyfja og stefnumótunar á sviði heilbrigð- ismála. Þrjátíu ár eru valin með hliðsjón af tveimur nýlegum Evr- óputilskipunum. Sama lyfjaverð gildir um land allt til að tryggja jafnræði og skil- virkni. Með þessu er meðal ann- ars ætlað að koma í veg fyrir að afsláttur sé notaður sem inn- gönguhindrun fyrir nýja aðila á markað. Fyrirtæki sem vilja gefa afslátt af verði lyfja þurfa að til- kynna lækkun til lyfjagreiðslu- nefndar, sem birtir þá lækkað verð í næstu útgáfu lyfjaverð- skrárinnar. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.