24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 36

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 15. MARS 2008ATVINNA36 stundir Ókeypis -heim til þín - kemur þér við Störf í boði hjá Ísafjarðarbæ Í framhaldi af innleiðingu nýs stjórnskipulags hjá Ísafjarðarbæ eru auglýstar 3 nýjar og spennandi stöður í bæjarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 28. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir mannauðsstjóri í síma 450- 8000 eða um netfangið mannaudsstjori@isafjordur.is Umhverfisfulltrúi - Um er að ræða 100 %, nýtt starf umhverfisfulltrúa hjá Ísafjarðarbæ. Umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á því að útlit bæjarins sé snyrtilegt og bæjarfélaginu til sóma. Hann þarf að hafa forystu um bætta umgengni, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og halda uppi fræðslu og áróðri í því skyni. Helstu verkefni: • Yfirumsjón með málaflokknum í umboði sviðsstjóra framkvæmdasviðs og umhverfisnefndar. • Gerð umhverfisáætlana og verkefni á sviði Staðardagskrár 21 • Yfirumsjón með opnum svæðum og útivistarsvæðum í samstarfi við garðyrkjustjóra. • Umsjón með skipulagi sorphirðu, sorðeyðingu og endurvinnslu • Skipulagning starfa vinnuskóla • Störf fyrir umhverfisnefnd og önnur verkefni sem tengjast umhverfismálum Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði skrúðgarðyrkjufræða, umhverfisfræða eða annað sambærilegt nám • Starfsreynsla á sviði umhverfismála æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og leiðtogahæfni Upplýsingafulltrúi - Um er að ræða 100 %, nýtt starf upplýsingafulltrúa hjá Ísafjarðarbæ. Upplýsingafulltrúi sér um innri og ytri upplýsingamiðlun fyrir sveitafélagið, stefnumörkun fyrir nýtt þjónustuver og stefnumótun varðandi markaðssetningu Ísafjarðarbæjar utan svæðis. Helstu verkefni: • Þáttaka í mótun upplýsingastefnu og framkvæmd hennar • Ábyrgð á miðlun upplýsinga til íbúa sem varða starfssemi bæjarfélagsins • Innri upplýsingmiðlun og innra net • Uppbygging og starfssemi þjónustuvers • Umsjón með kynningarefni á íslensku og öðrum tungumálum • Ritstjórn vefsíðu bæjarfélagsins • Samskipti við fjölmiðla • Þáttaka í teymisvinnu • Önnur verkefni tengd upplýsingamálum Ísafjarðabæjar Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Starfsreynsla á sviði upplýsinga- og kynningarmála • Gott vald á íslenskri tungu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og leiðtogahæfni Umsjónamaður eigna hjá Ísafjarðarbæ - Um er að ræða 100%, nýtt starf umsjónarmanns eigna, sem starfar á framkvæmda- og rekstrarsviði bæjarins. Umsjónamaður eigna ber ábyrgð á viðhaldi og rekstri mannvirkja Ísafjarðarbæjar. Hann ber stjórnunarlega ábyrgð á húsvörslu íþróttamannvirkja og annarra stofnana bæjarins. Umsjónamaður eigna hefur mannaforráð einkum í starfsemi íþróttahúsa bæjarins. Helstu verkefni: • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana um viðhald og rekstur mannvirkja • Gerð viðhaldsáætlana mannvirkja • Kostnaðareftirlit • Samskipti við verktaka og gerð verksamninga • Þátttaka í teymisvinnu og fundum innan stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar • Verkefnastjórnun Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfinu, t.d. tækni- eða iðnmenntun • Stjórnunarreynsla • Starfsreynsla á sviði fasteignaumsýslu æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og leiðtogahæfileikar Fljótsdalshéra› - Lyngási 12 - 700 Egilssta›ir - sími 4 700 700 - www.fljotsdalsherad.is Fljótsdalshéra› fl jo ts d a ls h er a d .i s Útboð Fljótsdalshérað ásamt veitufyrirtækjum auglýsir eftir tilboðum í verkið: Verkið felst í gatnagerð (án yfirborðsfrágangs) og lagnavinnu við 1. áfanga miðbæjar á Egilsstöðum. Helstu magntölur eru: Götur 300 m Uppúrtekt 21.000 m3 Fyllingar 22.000 m3 Holræsi 800 m Vatnslagnir 900 m Hitaveitulagnir 700 m Gagnaveiturör 600 m Símalagnir 1.000 m Raflagnir 700 m Skurðir fyrir veitufyrirtæki 900 m Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Einhleypingi 1, Fellabæ og á skrifstofu VGK-Hönnunar, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík, frá og með þriðjudegi, 18. mars 2008. Tilboðum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Einhleypingi 1, Fellabæ, fimmtudaginn 3. apríl 2008 fyrir kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. F.h. verkkaupa Miðbær Egilsstaða, norðursvæði 1. áfangi Jarðvinna og lagnir Leitum eftir samviskusömu, metnaðarfullu og reglusömu fólki með bros á vör og góða þjónustulund. Ef þú hefur áhuga á að vinna í skemmtilegu og skapandi umhverfi, hafðu þá samband við okkur. Vinsamlega hringið í 515 8663 eða 659 8385 Ostabúðin á bitruhálsi óskar eftir sælkerafólki í veisluþjónustu Kennarar athugið! Laus störf hjá Tálknafjarðarhreppi Grunnskólann á Tálknafirði vantar kennara til starfa á næsta skólaári. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 456 2537 og 897 6872, netfang; grunnskolinn@talknafjordur.is eða formaður skólanefndar í síma 456 2623 og 862 2723, netfang, gullabj@simnet.is. Tálknafjörður er um 300 manna byggðarlag á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem blómlegt mannlíf, framúrskarandi þjónusta og mikil náttúrufegurð eru einkennandi. Í bænum er öll íþróttaaðstaða eins og best verður á kosið, 25 m útisundlaug með rennibraut og heitum pottum. Íþróttahús og tækjasalur bera metnaði sveitarfélagsins vitni. Mikil náttúrufegurð er á sunnanverðum Vestfjörðum og er t.d. hið stórfenglega Látrabjarg rétt við túnfót Tálknafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.