24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 25
Bankar sem lána til landsins velta náttúrlega fyrir sér heilbrigði lántak- ans og þess umhverfis sem hann starfar í. Matsfyrirtæki afla upplýs- inga með því að koma til viðkom- andi lands og með því að fá upplýs- ingar hjá þeim sem verið er að meta. Ef þeir fá einungis góðu upplýsing- arnar en þurfa sjálfir að afla þeirra vondu þá leiðir upplýsingaöflunin óhjákvæmilega til lélegs mats. Ef allt liggur hins vegar á borðinu verður matið líklega miklu betra. Við get- um sagt að hættur séu ekki alltaf hættulegar. Þær verða fyrst hættu- legar þegar menn gera sér ekki grein fyrir þeim.“ Alvarlegur viðskiptaglæpur Vilhjálmur er sem fyrr segir fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Samtökin sendu í janúar frá sér ályktun vegna svara stjórnarmanna í SPRON við spurningum um sölu á eignarhlutum sínum í félaginu, en viðskiptin voru ekki tilkynnt. Á sama tíma og stjórnarmennirnir voru að selja sín bréf voru þeir að hvetja aðra til að kaupa. Vilhjálmur segir ólögleg innherjaviðskipti vera einhvern alvarlegasta viðskiptaglæp sem hægt sé að fremja. „Í þessu til- felli voru aðstæður mjög sérstakar. Það var verið að skrá SPRON á hlutabréfamarkað. Með annarri hendinni voru stjórnarmenn að skora á fólk að kaupa bréf í fyrirtæk- inu. Með hinni hendinni eru sömu stjórnarmenn að selja sín bréf án þess að það liggi fyrir upplýsingar um að þeir séu að gera það. Síðan er dregið fram þriggja ára gamalt bréf frá Fjármálaeftirlitinu um að SPRON sé óheimilt að veita upplýs- ingar á vef Kauphallarinnar um stofnfjárviðskipti og gefið til kynna að stofnbréf séu skráð bréf. En í bréf- inu er aldrei vísað í lög um verð- bréfaviðskipti. Og þetta er þriggja ára gamalt bréf! En ég ætla ekki að segja að þetta liggi óhreyft. Ég fékk síðast bréf frá Fjármálaeftirlitinu á miðvikudag vegna þessa máls. Þar var lofað að svar við fyrirspurnum okkar kæmi innan tíðar. Það er mánuður síðan ég sendi þeim fyrst bréfið.“ Óánægður með eftirlit Aðspurður um hvað sér finnist um þær eftirlitsstofnanir sem eiga að hafa eftirlit með íslenskum fjár- málamarkaði segist Vilhjálmur oft vera óánægður með frammistöðu þeirra. „Ég er oft óánægður og hef viljað sjá þær hvassari. Ég er þess heiðurs aðnjótandi að vera með áminningu Fjármálaeftirlitsins á bakinu út af mjög auvirðilegu máli þar sem að ummæli mín í útvarps- viðtali voru talin áminningarverð. Ég var spurður að því hvað viðkom- andi ætti að kaupa ef hann ætti milljón. Ég svaraði því til að hann ætti að koma með milljónina og við myndum sjá til hvað við mynd- um finna. Með þessu þótti ég gefa til kynna að ég stundaði verðbréfa- viðskipti og hlaut áminningu fyrir. Ég vona að eftirlitsstofnanirnar séu jafn ákveðnar við fyrirtækin í land- inu og þær voru við mig í þessu til- felli.“ Hann segir margt þurfa að laga í umhverfi íslenskra fjárfesta. „Auð- vitað eru þeir ekki í góðum málum þegar 80 milljarðar tapast hjá einu félagi. Þeir eru illa haldnir þegar Glitnir sker niður arðgreiðslur úr 66 prósentum í 37 prósent. Við eig- um að eiga von á vexti arðgreiðslna í stað minnkunar. En það er kannski ekki rétt að segja að fjár- festar séu illa haldnir. Þeir gætu þó verið betur haldnir og eiga allan rétt til þess.“ Samhengisleysi hrjáir samfélagið Vilhjálmur Bjarnason segir hluthafa feimna að spyrja um samhengi upplýsinga sem hlutafélög veita. Spurningar Vilhjálms á aðalfundi Glitnis 20. febrúar 2008. 1. Við hvaða starfsmenn Glitnis banka hf hefur stjórn félagsins gert kaupréttars- amninga og eru í gildi í dag? 2. Hve hár er kaupréttur við hvern og einn starfsmann, hvert er samningsgengi í einstökum samningum og hvert er viðmiðunargengi í samningunum? 3. Í hvaða tilfellum er viðmiðunargengi kaupréttarsamninganna stundargengi á samningsdegi eða á síðustu 10 - 20 dögum fyrir gerð samnings? 4. Hvaða ástæður lágu til þess að gerður var kaupréttarsamningur við forstjóra bankans fyrir 150 milljónum hluta á genginu 26,6, samtals að fjárhæð 3.990.000.000, og hver er áætlaður kostnaður Glitnis banka af þessum samningi? 5. Hver eru áhrif þessa samnings á hagnað á hlut annarra hluthafa vegna þessa samnings? 6. Á hvern hátt eru gildandi kauprét- tarsamningar tengdir við afkomu bankans, ávöxtun eigin fjár, breytingar á markaðsgengi hlutabréfa og viðmiðun við markaðsvísitölur hlutabréfa? 24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 25 Maður velur sér ekki nágranna. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 34 79 5 11 /0 6 Fasteignatrygging TM Réttar tryggingar bæta samskipti Maður getur ekki valið sér nágranna frekar en skyldmenni. Á það reynir sérstaklega í fjölbýli. Sem betur fer kemur það sjaldnast að sök og samskiptin eru ánægjuleg. Eitt lykilatriði til að tryggja góða samheldni og öryggi sameigenda er að velja réttu tryggingarnar. Fasteignatrygging TM byggir á reynslu okkar og er sniðin að þörfum fasteignaeigenda. Fasteignatrygging TM Hvað er tryggt: // Skyndilegur leki úr leiðslukerfum hússins, svo sem frárennslislögnum og vatnsleiðslum // Yfirfall frá vöskum og öðrum hreinlætistækjum. // Leki frá Vatnsrúmum og fiskbúrum. // Tryggingin bætir skemmdir á húseign sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu. Hvað er ekki tryggt: // Ef frárennslislögn gefur sig vegna aldurs, missigs eða eðlilegs slits. // Tjón vegna utanaðkomandi vatns, svo sem úrkomu, snjóbráðar eða frá þakrennum. // Leki með þaki, gluggum eða hurðum. // Tjón af völdum sandfoks. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.