24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 70

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 70
Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Við erum ekkert smeykir, við- hlökkum til,“ segir Róbert Har- aldsson, knattspyrnuþjálfari Tindastóls á Sauðárkróki. Þær fréttir bárust í vikunni að orkubúntið Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, hefði gengið til liðs við Hvöt frá Blöndu- ósi. Hvöt spilar næsta sumar í ann- arri deild ásamt Tindastóli, en liðin komust bæði upp úr þriðju deild í fyrra. Leikir liðanna eru jafnan miklir baráttuleikir – sannkallaðir Derby-slagir þar sem stutt er á milli bæjanna og ekki óalgengt að leik- menn flakki á milli liðanna. Öxl í öxl „Ég er með varnarmenn sem eru tröll að burðum þannig að þeir taka vel á móti honum í teignum,“ segir Róbert hvergi banginn. Egill hefur lýst því yfir að enginn Íslend- ingur geti stuggað við sér öxl í öxl, en Róbert lætur þau stóru orð ekki á sig fá. „Hann verður tekinn föst- um tökum. Svo er spurning hvort ég fari ekki sjálfur inn á til að taka öxl í öxl.“ Róbert efast ekki um að Egill hafi áhrif á deildina í sumar, enda vinsæll fjölmiðlamatur og striga- kjaftur. „Hann peppar deildina upp og við fáum örugglega fleiri á völlinn.“ Egill Gillzenegger segir gaman að heyra að tvö tröll bíði sín í vörn Tindastóls. „Það verður gaman að fá áskorun,“ segir hann. „Knatt- spyrnumenn á Íslandi eru aum- ingjar. Þeir eru ekkert sérstaklega hraustir. Blikarnir eru reyndar orðnir eins og vélmenni, þannig að þetta er að breytast. En menn hafa lifað á frönskum og kokteilsósu og ekki þorað að rífa í lóðin.“ Grjóthart lið á Króknum Egill kann vel að meta ummæli Róberts, þjálfara Tindastóls, um að hann geti hugsað sér að fara inn á völlinn, öxl í öxl við Egil. „Þetta hljómar eins og grjóthart lið á Sauðárkróki. Ég er ánægður með það. Þetta eru greinilega alvöru gæjar,“ segir hann. Egill verður framherji í liði Hvatar, en býst ekki við að spila mikið. „Ég ætla ekki að spila 90 mínútur í hverjum einasta leik og brenna öllum vöðvunum sem ég er búinn að vera sveittur að byggja upp síðustu ár.“ Egill Einarsson gengur til liðs við Hvöt – erkifjendur Tindastóls Króksarar óttast ekki Gillzenegger Hvöt og Tindastóll eru nágrannalið. Egill Gillze- negger gekk nýlega til liðs við það fyrrnefnda en þeir síðarnefndu óttast ekkert. Þvert á móti þá hlakka þeir til. Óttalaus Þjálfari Tindastóls hlakkar til sumarsins. 24stundir/Ásdís Framherjinn Egill Gillzenegger verður framherji í liði Hvatar. 70 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir „Kveikti á útvarpinu og beið frétta. Fyrst kom þetta: Bíddu, stattu, kauptu, koddu, vertu, breyttu og boðháttastu til að skammast þín. Þetta var það sem útvarpsmenn kalla stutt skilaboð en þeir eiga víst erfitt með að nota orðið auglýsingar – það ku vera of afhjúpandi.“ Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason „… var ergilegt að komast að því við spurningasamninguna fyrir Gettu betur, að í raun var illa séð þegar maður bað um sígilt efni úr fórum RÚV því að birtingarrétt- urinn var óljós og kostnaðurinn gat verið svimandi. Þess í stað átti maður helst að taka myndir úr bókum eða stela þeim af netinu.“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Þegar ég var að hlusta á útvarpið í morgun fékk ég eiginlega flass- bakk. Fyrir um 19 árum síðan var ég 17 ára rugludallur í kapp- akstri. Ég fór útaf veginum og út í hraun. Þar brákaðist hryggurinn, sprakk miltað, blæddi inn á maga og var ég hátt í 4 mánuði að ná fullum bata.“ Sölvi Breiðfjörð Harðarson solvi70.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Lítið hefur spurst til sjónvarpskonunnar Sigríðar Arnardóttur, Sirrýjar, upp á síðkastið. Sirrý, sem hefur verið kölluð hin íslenska Oprah, sást síðast á skjánum í Örlagadeginum á Stöð 2 en hefur söðlað um og er farin að vinna hjá DV. Sirrý á viðtal við hárgreiðslumeistarann Sigríði Kristjánsdóttur í helgarblaði DV en í því talar hún um að Bubbi Morthens hafi verið frábær stjúppabbi. afb Grímur Atlason og Kári Sturluson, mennirnir á bak við komu Erics Claptons til landsins í sumar, eru hæstánægðir með viðtökur Íslendinga við tón- leikum goðsagnarinnar. Rúmlega 11.500 miðar eru þegar seldir á tónleikana og aðeins 1.000 stykki eftir af þeim 2.000 sem bættust við í þessari viku. Það stefnir því í eina stærstu rokktónleika sem sögur fara af á Íslandi. afb Athygli vakti í vikunni þegar Logi Bergmann Eiðs- son las hádegisfréttir með gleraugu á nefinu. Í við- tali við Vísi sagði Logi að sýking í auga hefði neytt sig til að leggja linsunum, eins og hann þurfti síðast að gera fyrir rúmum fimm árum. Logi er vanur að þurfa að útskýra breytingar á útliti sínu, en fjöl- miðlafárið vegna skeggs sem hann safnaði fyrir nokkrum misserum hverfur seint úr minni. afb „Ég fékk mér ljónsandlit á öxl- ina,“ segir söngvarinn Hjálmar Már Kristinsson, keppandi í Band- inu hans Bubba. Keppendum í Bandinu hans Bubba var boðið upp á tattú í vik- unni og nýttu fjórir keppendur af sex sér tilboðið. „Þetta var í boði. Við máttum fá tattú ef við vildum, við þurftum ekki að gera þetta,“ segir Hjálmar. Villi vældi í stólnum Athugið að sex keppendur voru eftir vikunni, en að minnsta kosti einn datt út í þætti gærkvöldsins eftir að 24 stundir fóru í prentun. Hjálmar segir að ásetning tattúsins hafi ekki verið eins sársaukafull og hann bjóst við. „Þetta var skárra en ég hélt,“ segir hann. „En Villi [Vilhjálmur Örn Hallgrímsson] fékk sér aftan á herðablaðið og það var víst rosa- lega vont. Hann öskraði og vældi.“ Bandið hans Bubba hefur notið talsverðra vinsælda á Stöð 2 í vetur, en í síðustu viku var uppsafnað áhorf á þættina rúm 26% hjá ald- urshópnum 12 til 49 ára. Þátturinn er sá næstvinsælasti á Stöð 2 hjá þessum aldurshópi. Aðeins Amer- íska idolið er vinsælla, sem hlýtur að vera við hæfi. atli@24stundir.is Bandið hans Bubba fer undir nálina Bubbabörnum boðið upp á tattú Nýtt tattú Hjálmar svipti hul- unni af tattúinu fyrir ljósmynd- ara 24 stunda. 24stundir/Eggert Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 5 3 1 6 7 9 2 4 9 7 4 2 3 8 5 1 6 1 6 2 9 4 5 8 7 3 6 8 9 3 7 4 1 5 2 4 1 7 5 9 2 3 6 8 3 2 5 6 8 1 7 4 9 2 3 1 4 5 9 6 8 7 5 9 8 7 2 6 4 3 1 7 4 6 8 1 3 2 9 5 Ég skal vera hreinskilinn. Þetta er ekki stærsta plánetan í sólkerfinu. 24FÓLK folk@24stundir.is a Ég held að einhverjir hafi haldið að við værum næt- urþjónusta Aktu Taktu. Er boðið upp á „drive thru“ í Árbæjarapóteki? Kristján Steingrímsson er apótekari í Árbæjarapóteki, en óprúttnir aðilar keyrðu á bíl inn í apótekið í gærmorgun, í ránshugleiðingum. Til sölu er 7.3 brl. bátur, 8.6 metrar að lengd og 2.8 á breidd. Smíðaður úr plasti og með Mermaid 77 hestafla vél. Vagn fylgir með. Báturinn er dekk- aður og með perustefni og hefur verið notaður til fiskveiða en selst án kvóta en hefur heimild til þess að fá veiðileyfi í aflamarkskerfi. Grásleppuleyfi getur fylgt með. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Bátur til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.