24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir
Sýningu blaðaljósmyndara,
Myndir ársins, lýkur á sunnudag.
Sýningin skartar rúmlega tvö
hundruð myndum frá tæplega
fjörutíu ljós-
myndurum.
Myndefnin eru
fjölbreytt og
sjónarhornin
margvísleg og
þar fá gestir
innsýn í fjöl-
marga atburði
ársins 2007, eins
og ljósmyndarar sáu þá í gegnum
linsu sína.
Í tengslum við sýninguna kom út
bókin Myndir ársins en kápu
þeirrar bókar prýðir mynd sem
Eggert Jóhannesson tók af Gunn-
ari Birgissyni, en myndin var val-
in skoplegasta mynd ársins.
24 stundir birta hér nokkrar
myndir sem eru á sýningunni og í
bókinni.
Árið 2007
gegnum
linsuna
24stundir/JúlíusEftir slysið Fréttamynd ársins sýnir viðbrögð farþega eftir að rúta varð fyrir skriðu á veginum um Kollafjörð.
Merkilegt handtak Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, heilsar Sævari Cieselski.
Myndin var valin þjóðlegasta mynd ársins.
Dagur íslenskrar tungu Kári Stefánsson tekur daginn
bókstaflega og rekur út úr sér tunguna.
Mótmæli Jason Slade, einn þeirra fimm sem handteknir voru þegar óeirðir
brutust út í mótmælagöngu Saving Iceland.
Stjórnarmyndunarviðræður Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa ástæðu
til að gleðjast því ný ríkisstjórn flokka þeirra er um það bil að fæðast.
24stundir/Frikki 24stundir/Ómar
24stundir/Ómar24stundir/Júlíus
Í GEGN UM LINSUNA
lifsstill@24stundir.is a
Myndefnin eru fjölbreytt og sjónarhornin
margvísleg og þar fá gestir innsýn í fjöl-
marga atburði ársins 2007, eins og ljósmynd-
arar sáu þá í gegnum linsu sína.