24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní 3 matarlímsblöð (sett í bleyti) Aðferð: Sjóðið upp á freyðivíni, sykri og engifer, setjið plastfilmu yfir og látið standa í eina klst., bætið matarlímsblöðum út í, sigtið og kælið. Glassnúðlur (hráefni): 100 g núðlur vatn Aðferð: Sjóðið samkvæmt leiðbeinigum pakkans. Þurrkað kókos (hráefni): 1 kókoshneta Aðferð: Skerið kókoshnetu þunnt og strá- ið flórsykri yfir, þurrkið við 100°C í 2 tíma. Annað hráefni granatepli kapers japanskt sinnep geitaostur Fyrst er noisette-gljáinn settur á elginn, afhýddum granat-eplum stráð yfir ásamt kapers. Engiferhlaup, svo mulinn geita- ostur eða annar ostur, gott er að hafa japanskt sinnep eða annað sterkt sinnep með, kókoshnetan síðust á ásamt glassnúðlum. Forréttur fyrir 4 Elgur (hráefni): 150 g elgur 100 g teriyaki-sósa 100 g granateplapuré Aðferð: Sjóðið upp á puré og setjið teri- yaki-sósu út í. Brúnið elginn á öll- um hliðum, saltið og piprið. Veltið upp úr marineringunni og látið liggja. Gott er að gera þetta degi áður. Skerið í þunnar sneiðar og raðið á diska. Gott er að nota áleggjahníf. Noisette-gljái (hráefni): 50 ml sojasósa 100 ml eplasafi 20 ml eplaedik 1 skalottlaukur, saxaður 3 hvílauksrif, söxuð 30 g engifer, saxað 40 ml hunang 80 ml noisette-olía Aðferð: Brúnið skalottlauk og hvítlauk. Bætið hunangi og engifer út í og svo sojasósu, eplasafa og eplaediki. Látið suðuna koma upp og í lokin er noisette-olían sett út í. Sigtið. Engiferhlaup (hráefni): 350 g freyðivín 30 g smátt skorið engifer 75 g sykur FORRÉTTUR Elg-carpaccio, engifer, kapers og granatepli Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Campomaggio Chianti Classico 2004. Nefið er fullt af kryddlegnum kirsuberjum og brómberjum með votti af kanil og vanillu í bakgrunninum. Safarík skógarber eru áberandi í munni með mjúk þroskuð tannín ásamt súkkulaðikenndri áferð og löngum fínlegum endi. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Stétt matreiðslumanna var lengi vel karlavígi en á síðustu árum hafa ungar konur í auknum mæli haslað sér völl á þessu sviði með góðum árangri. Ein þeirra er Vigdís Ylfa Hreinsdóttir, mat- reiðslumaður á Sjávarkjallaran- um. Hún hefur meðal annars unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum ásamt félögum sínum í landsliði ungkokka auk þess sem hún er aðstoðarmaður í landslið- inu. „Ég er að fara út með lands- liðinu á Ólympíuleikana í októ- ber. Við erum að æfa á fullu fyrir þá. Núna eru vikulegar æfingar en þegar nær dregur keppninni verðum við á fullu alla daga,“ segir Vigdís Ylfa sem kvíðir ekki miklum törnum í haust. „Maður hefur næga orku í þetta. Svo er þetta líka svo skemmtilegt.“ Geta þetta eins og karlar Að sögn Vigdísar sækja stelpur í auknum mæli í nám í mat- reiðslu þó að þær séu enn frekar fámennar í stéttinni. „Það gæti verið vegna þess að þetta er ekk- ert voðalega fjölskylduvænt starf. Það er samt alltaf ein og ein sem vill virkilega gera þetta og þær láta það ganga upp. En konur geta þetta alveg eins og karlar,“ segir Vigdís Ylfa og hlær. Vigdís lærði á Argentínu steik- húsi en réð sig á Sjávarkjallarann að lokinni útskrift. „Mér finnst mjög mikilvægt að breyta til og læra meira. Sumir fara til útlanda og aðrir skipta um stað,“ segir Vigdís sem hyggur sjálf ekki á ut- anför í bráð. „Ekki núna. Það er svo gaman hérna.“ Upplifun að borða matinn Vigdís Ylfa býður lesendum 24 stunda upp á þriggja rétta máltíð að hætti hússins sem saman- stendur af elg-carpaccio, saltfisk- rétti og estragon-brûlée. Carpac- cio-ið og brûlée-ið byggjast á hefðbundnum réttum sem Vigdís leikur sér aðeins með. Í saltfisk- inum ægir síðan saman ýmsum áhrifum. „Við bætum við súkku- laði og mísó í réttina og gerum þetta aðeins meira japanskt og meira „fusion“. Það gefur svo skemmtilegt bragð að blanda þessu saman og það verður upp- lifun að borða matinn,“ segir Vigdís Ylfa. Þó að réttirnir séu margþættir ætti hver sem er að ráða við þá. „Maður þarf bara að gefa sér tíma og kannski und- irbúa sig daginn áður og vanda sig við það,“ segir Vigdís Ylfa að lokum. Vigdís Ylfa eldar með þeim bestu Stelpurnar sækja á Vigdís Ylfa Hreinsdóttir hefur náð langt í mat- reiðslu þrátt fyrir ungan aldur og meðal annars tekið þátt í keppnum er- lendis. Vigdís býður les- endum upp á þrjá spenn- andi rétti. Líka fyrir konur Konur geta ekki síður verið matreiðslumenn en karlar að sögn Vigdísar Ylfu Hreinsdóttur matreiðslumanns. ➤ Hún útskrifaðist sem mat-reiðslumaður síðastliðið vor. ➤ Hún tók þátt í keppninni ScotHot í Skotlandi ásamt lands- liði ungkokka í fyrra. ➤ Liðið vann til gull- og silf-urverðlauna í keppninni. VIGDÍS YLFA 24stundir/Árni Sæberg Nemendur við vöruhönn- unardeild Listaháskólans kynna matvörur sem þeir hafa hannað í samstarfi við bændur á mat- armarkaði í dag. Markaðurinn fer fram að Grandagarði 8 kl. 14- 17. Nemendurnir hafa framleitt takmarkað magn af þessum sér- hönnuðu matvörum og gefst al- menningi tækifæri til að bragða á þeim og kaupa. Matarmarkaður LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is a Það er samt alltaf ein og ein sem vill virkilega gera þetta og þær láta það ganga upp. En konur geta þetta alveg eins og karlar. Eftirréttur fyrir 4 Estragonbrûlée (hráefni): 1 lítri rjómi 150 g sykur 350 g eggjarauður 1/2 búnt ferskt estragon Aðferð: Sjóðið upp á rjómanum, blandið eggjarauðum og sykri saman, hell- ið heitum rjómanum yfir og hrær- ið. Hrærið áfram með sleikju yfir vatnsbaði þar til blandan þykknar. Setjið að lokum ferskt estragon út í og maukið með töfrasprota. Sigtið og setjið í skálar. Bakið í skálum með plastfilmu yfir og á gufu við 100°C í 20 mínútur. Mohitosorbet (hráefni): 650 ml vatn 200 g sykur 30 g glúkosi 1 stk. lime (safi og börkur) söxuð minta 20 ml ljóst romm Aðferð: Sjóðið vatn, sykur og glúkosa sam- an, bætið limesafa, limeberki, mintu og rommi við, kæli og setjið svo í ísvél. EFTIRRÉTTUR Brûlée „carbon fiber“ estragon Alba mælir með Château De- reszla Reserve Muskotály Late Harvest 0́3. Opin angan af hunangsblómum, berga- mot, ananas og liljum vinnur vel með apríkósum, greip, krydd og anís í munni. Sætt og veigamikið í fínu jafnvægi við sýru með ljúfa sítrusend- ingu. Þrúga: Muscat. Land: Ung- verjaland. Hérað: Hegyalja. 24stundir/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.