24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 44

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 44
sett í nefnd og svæfð þar. Þegar ég kom inn á þing í haust þá sagðist ég vilja flytja þetta frumvarp og þing- flokkurinn tók því vel og við vor- um fimm sem fluttum frumvarpið. Þar voru engin vonbrigði. Ég er ánægð með það hvernig hefur spilast úr þessu máli. Ég gleðst yfir umfjölluninni sem mál- ið hefur fengið og viðtökum fólks. Ég er líka hissa því ég átti ekki von á svo sterkum viðbrögðum. Mér finnst mjög áhugavert í sambandi við þetta mál að skyndi- lega er komin upp á yfirborðið umræða um að þingmannafrum- vörp hafi ekkert vægi og að þingið snúist um að afgreiða stjórnar- frumvörp. Þetta er kannski miklu merkilegri umræða heldur en sú um eftirlaunin. Ríkisstjórnin segir þinginu fyrir verkum og hlutverk þingsins er að snúast í kringum ríkisstjórnina. Þetta ætti einmitt að vera þveröfugt. Það á að vera hlut- verk þingsins að setja lög, almenn lög en ekki sértæk lög. Ég er á móti sértækum lögum. Það á ekki að segja fólki í smáatriðum hvernig það á að hegða sér. Fólk verður sjálft að ákveða það og finna sína eigin leið. En sem sagt, þingið á að setja lög og ríkisstjórnin á að sjá um að lögin komist í framkvæmd. Þannig er þetta ekki lengur og það er furðulegur viðsnúningur.“ Mun verða einhver umræða um þennan viðsnúning? „Það fer mjög mikið eftir fjöl- miðlamönnum. Þessi umræða var mjög skýr í Silfri Egils síðasta sunnudag og er því komin upp á yfirborðið.“ Verð ferköntuð í framan Hvernig horfir umræðan á þinginu við þér? „Þetta er allt öðruvísi starf en allt annað sem ég hef unnið við og ég held að þetta sé allt öðruvísi vinna en flest fólk fæst við. Ég er ekki endilega á þeirri skoðun að þingið eigi að vera mjög skilvirkt. Þingið á að setja lög og þingmenn eiga að fara rækilega yfir málin áður en þeir setja lög. Ég mæli sannarlega ekki með því að þingmenn afgreiði lög með hraði. Oft fer merkilegt starf fram í þingnefndum og margt fróðlegt kemur fram í þessum næstum galtóma þingsal. Ég er mjög pólitísk og verð fer- köntuð í framan þegar ég hlusta á eitthvað sem ég er ósammála. Ég hef nokkrum sinnum blandað mér í umræður í þinginu sem ég hafði upphaflega ekki ætlað að skipta mér af. Þetta gerist þannig að allt í einu er umræðan komin á það stig að ég hugsa með mér: Þú getur ekki setið hérna í þingsalnum án þess að segja hvað þér finnst um þetta mál. Þá fer ég upp í pontu en ég tala aldrei lengi. Ég tala yfirleitt mjög stutt því ég vil ekki tala bara til að tala. Ég hef blandað mér í umræð- ur um EFTA-skýrslu og EES-samn- inginn. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu því þar sé okkur best borgið.“ Vildirðu vera þingmaður að að- alstarfi? „Ég hreinlega veit það ekki. Ég sit núna á þingi vegna þess að Steinunn Valdís Óskarsdóttir er í fjögurra vikna veikindaleyfi. Það var nauðsynlegt að fá inn varaþing- mann á þeim tíma. Ég er hins vegar alfarið á móti því, sem er nokkuð tíðkað, að hleypa varaþingmönn- um að sem kallað er. Alþingi Ís- lendinga á ekki að vera æfingabúð- ir. Ég er einnig þeirrar skoðunar að þingmenn og ráðherrar eigi að vera færri. Mér finnst að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi enda eru þeir þar ekki mjög mikið. Þeir mæta við fyrirspurnir en annars sjást flestir þeirra sáralítið og ég lái þeim það ekki, þeir hafa alveg nóg að gera. Það er eins og þingið sé til fyrir ráðherrana en ekki ráðherrarnir fyrir þingið. Þannig á þetta ekki að vera.“ Fólk merkilegra en flokkar Þú ert af þessari frægu Engeyj- arætt sem er tengd við Sjálfstæðis- flokkinn og ert dóttir fyrrverandi formanns flokksins, Bjarna Bene- diktssonar. Af hverju í ósköpunum valdirðu Samfylkinguna sem póli- tískan vettvang? „Ég lifði mjög og hrærðist í póli- tík á árunum 1974-1985. Heimilis- haldið var þannig að maðurinn minn, Vilmundur Gylfason, var mjög virkur í pólitík og ég tók þátt í því og einnig fyrstu árin eftir að hann lést. En það er kannski ekki aðalástæðan fyrir því að ég er póli- tísk. Einhvern tíma á lífsleiðinni varð ég krati og síðan tóku Evrópu- málin að höfða til mín. Það var staðföst skoðun mín að þegar EFTA-ríkin sóttu um aðild að Evrópusambandinu í byrjun tí- unda áratugarins þá hefðu Íslend- ingar átt að gera það líka. Sú skoð- un mín hefur ekkert breyst. Það er alveg ljóst að fólk sem hefur þessa skoðun á ekki samleið með Sjálf- stæðisflokknum. Þess vegna get ég ekki verið í Sjálfstæðisflokknum. Alveg sama þótt pabbi minn hafi verið formaður Sjálfstæðisflokks- ins, enda eru nú orðin allmörg ár síðan það var.“ En leið þér aldrei eins og þú værir að svíkjast undan merkjum með því að ganga ekki í Sjálfstæðisflokkinn? „Aldrei.“ Hefurðu aldrei fundið þannig viðhorf frá ættinni? „Það veit ég ekkert um. Þú verð- ur að spyrja ættina. Fólk hefur alls konar skoðanir. Ég ber mikla virð- ingu fyrir skoðunum frændsyst- kina minna en ég er bara ekki alltaf sammála þeim. Ef einhver spyr: Eru þau ekki pirruð á þér? þá svara ég: Ha! Heldurðu að ég hafi aldrei verið pirruð á þeim! Mitt mat er, og aðrir geta haft annað mat, að fólk sé miklu merki- legra en flokkar.“ Þú bjóst í Brussel í allnokkur ár og starfaðir hjá EFTA. Kunnirðu betur við þig þar en á Íslandi? „Það var gott að búa í Brussel enda var ég þar í fimmtán ár, en svo var komið nóg og það var gott að koma aftur heim.“ Þú og maðurinn þinn, Kristófer Már Kristinsson, voruð í fjarbúð um tíma vegna vinnu hans í Brussel. Var það ekki erfitt? „Jú, Kristófer var þremur árum lengur en ég í Brussel. Ég er nú ekki alveg viss um að rétta orðið til að lýsa því sé erfitt, en það var alla vega hundleiðinlegt. Ég hef orðað það svo að ef manni leiðist karlinn þá er ábyggilega ágætt að vera í fjarbúð, annars ekki.“ Hvaða manneskja hefur reynst þér best í lífinu? „Kristófer.“ Þú ert varaþingmaður en að að- alstarfi sviðsstjóri innkaupa og vöru- stjórnunarsviðs Landspítalans. „Aldrei hvarflaði nú að mér að ég myndi enda með þannig titil!“ Lyfjaverð þykir hátt og talað er um að það verði að lækka. Hvaða skoðun hefur þú á því? „Við höfum náð miklum árangri á Landspítalanum við að lækka lyfjaverð. Það kostaði baráttu en það tókst. Það sem reyndist mér best þegar a Það er eins og þingið sé til fyrir ráðherrana en ekki ráðherrarnir fyrir þingið. Þannig á þetta ekki að vera. a Mitt mat er, og aðrir geta haft annað mat, að fólk sé miklu merkilegra en flokkar. 24stundir/Frikki Sterkar skoðanir „Ég er mjög pólitísk og verð ferköntuð í framan þegar ég hlusta á eitt- hvað sem ég er ósammála.“ 44 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir ég byrjaði að vinna í lyfjabransan- um var þekking mín á Evrópulög- gjöfinni. Mér var sagt að hlutirnir væru á ákveðinn hátt og það væri ýmislegt sem ekki væri hægt að gera. Ég svaraði: Það getur ekki verið, við erum í Evrópu og höfum EES-samninginn og þar af leiðir að ýmislegt er hægt. Þetta var rétt hjá mér. Við búum við frelsi í vöru- viðskiptum og lyf eru vara en af því að lyfin eru hættuleg eru settar ör- yggisreglur í sambandi við þau. Mér sýnist að þessar öryggisreglur hafi verið túlkaðar mjög strangt hér á landi. Stundum hafa þær ver- ið notaðar eins og tæknilegar við- skiptahindranir. Heilbrigðisráð- herra segist ætla að losa um þessi höft og það er gott mál. Þar er mik- ið verk að vinna.“ Þú sagðir áðan að fólk væri mik- ilvægari en flokkar, þú ert þá ekki flokkshestur? „Ég rekst mjög illa í flokki. Hins vegar veit ég að ef maður er í flokki þá er maður í liði og maður verður að taka tillit til félaga sinna en bara upp að ákveðnu marki. Mér finnst líka að hinir í liðinu verði að átta sig á því að sumir rekast betur en aðrir í flokki. Ég er mjög trygglynd en ég get ekki staðið á bak við flokk í málum sem ég trúi ekki á. Þegar kemur að prinsippmálum er skylda mín að berjast og þá skiptir ekki öllu fyrir mig persónulega hvort flokkurinn fylgir mér að málum. Það er svo mikilvægt að þora að berjast fyrir því sem maður trúir á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.