24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir „Ég hef frá tíu ára aldri haft áhuga á íslensku atvinnulífi. Þá vann ég í fyrsta skipti launaða vinnu við að salta síld á plani austur á Neskaups- stað. Síðar las ég bókina „Alþýða og athafnalíf“ eftir þáverandi ristjóra Morgunblaðsins, Eyjólf Konráð Jónsson, þar sem hann fjallaði um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga og að það væri þeirra lýðræðislegi réttur að eiga í íslensku atvinnulífi. Öll þjóðmálaumræða hér á landi gengur hins vegar út á að vernda skuldara. Ég hef miklu meiri áhuga á að vernda mínar eignir,“ segir Vilhjálm- ur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- fræðiskor Háskóla Íslands og fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, aðspurður hvernig áhugi hans á við- skiptalífi hafi vaknað. Þrátt fyrir að gustað hafi um Vilhjálm undanfarna daga liggur vel á honum og hann virðist afar ánægður með þann mál- stað sem hann hefur valið sér. Óþægilegi hluthafinn Vilhjálmur hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á hluthafa- fundum Glitnis og FL Group að undanförnu þar sem hann hefur óspart nýtt sér rétt sinn sem hluthafi til að koma á framfæri athugasemd- um vegna viðskiptahátta sem hafa verið stundaðir og leitað svara við þeim spurningum sem vakna við slíkt. Það er þó hvorki ofstopafullur né reiður maður sem situr hér fyrir svörum. Þvert á móti er hann glað- vær og rólegur. En Vilhjálmi er al- vara með því sem hann er að gera með því að vera litli hluthafinn sem spyr óþægilegu spurninganna. Hon- um finnst þó tími til kominn að fleiri sláist í lið með honum. „Það eru ekki einungis litlir hlut- hafar sem spyrja ekki, því stóru hlut- hafarnir sem eru ekki aðilar að stjórnum þegja líka. Það er engin hefð fyrir því á Íslandi að hluthafar tali á hluthafafundum hvort sem vel gengur eða illa. Þessir fundir eru þó æðsta vald í málefnum hluthafa. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Feimni, vanþekking og jafnvel sleggjudómar í garð þeirra sem opna á sér munninn. Fólk er kannski hrætt við að tjá skilningisleysi sitt. Þetta er ekki endilega vegna skorts á upplýsingagjöf því hún getur vel ver- ið í lagi. En menn spyrja ekki um samhengi upplýsinganna.“ Fólk er hrætt Hann segir ákveðna hræðslu ríkja gagnvart hinum svokölluðu fjár- málajöfrum. „Fólk er hrætt við þá. Þetta er ójafn leikur og smáir fjár- festar hafa margir hverjir ekki getu til að halda út. Margir eru líka hræddir vegna þess að þeir skulda í einhverjum stofnunum. Samfélagið er þannig að menn reyna að beita þeim ráðum sem duga við að af- greiða aðra menn. Ég hef hins vegar alltaf litið þann- ig á að ég geti staðið í deilum við menn á einum vettvangi og átt í samstarfi við þá á öðrum. Það eru til menn sem hægt er að eiga í slíku sambandi við og þeir gera sér grein fyrir að það er lýðræðislegur réttur minn til að tjá skoðanir mínar. Ég notfæri mér þann rétt og ég held að þessi afskipti mín séu alveg fyllilega réttmæt. Þau eru ekki hugsuð til tjóns fyrir félagið heldur sem að- hald. Óráðsía liggur í eðli manna og ef menn hafa komið sér í slíkan fasa er erfitt að ná þeim út úr honum nema með aðhaldi. Sumir hluthafar gera það með því að selja. Aðrir með því að kaupa ekki. Ég því miður seldi ekki þegar mér fannst verðið vera komið úr öllum böndum. Það kann að hafa verið klaufaskapur, en það er bara svo. Ég hef alltaf verið tregur við að hreyfa mig í fjárfestingum.“ Einungis eitt verð á markaði Vilhjálmur hyggur á málsókn á hendur Glitni vegna kaupa bankans á hlutabréfum af Bjarna Ármanns- syni, fyrrum forstjóra bankans, sem voru keypt á genginu 29 þegar markaðsgengið var 26,60. Hann lagði auk þess sex spurningar fyrir stjórn bankans á aðalfundi hans í síðasta mánuði. Vilhjálmur segist hafa fengið svör við sumu. Öðru hafi ekki verið svarað. Það eru þó ekki einu málaferlin sem hann er með í undirbúningi. „Við erum að taka af skarið með tvenn málaferli og höfum vonandi fengið til þess hugaðan lögmann. Þetta eru annars vegar málaferli vegna kaupa Glitnis á eigin bréfum og hins vegar sala Straums Burðar- áss á bréfum á lágu verði.“ Í síðarnefnda málinu voru bréf í Straumi Burðarási seld á verulegu undirgengi og geymd á söfnunar- reikningi Landsbankans í Lúxem- borg. Forsvarsmenn bankans hafa ætíð neitað að gefa upp hverjir raunverulegir kaupendur voru og Fjármálaeftirlitið hefur ekki haft er- indi sem erfiði í leit sinni að þeim upplýsingum. „Bæði þessi mál eru nánast tilbú- in til stefnu. Ég tel að það sé nauð- synlegt að fá úr því skorið hvort hluthafar sem afsala sér forkaups- rétti þurfi að búa við það að hluta- bréf þeirra séu seld á afsláttarverði. Ég tel líka að það sé nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort hluthafar þurfi að búa við að sumir hluthafar geti selt á yfirverði þegar aðrir verða að búa við verð á markaði. Í báðum til- fellum erum við að horfa á sama hlutinn, verð. Það er einungis eitt- verð á markaði. Þetta er alfarið á mínum vegum. Ég er málsaðili í báðum tilfellum.“ Tveggja ára hagvöxtur hverfur Á aðalfundi FL Group síðastlið- inn þriðjudag steig Vilhjálmur í pontu og lagði átta spurningar fyrir stjórn félagsins, en hann er hluthafi í félaginu. Spurningarnar snúa að gíf- urlegu tapi þess og stjarnfræðilega háum rekstrarkostnaði. „Tap upp á 80 milljarða króna líkt og var hjá FL Group er mjög há tala. Í þjóðhags- legu samhengi er þetta sex til sjö prósent af landsframleiðslu. Tveggja ára hagvöxtur sem hverfur. Helm- ingur af gjaldeyriseign Seðlabank- ans. Það er alveg hægt að skilja tap- rekstur þegar íslenskt þjóðarbú verður fyrir viðlíka áföllum og það hefur orðið. Þorsk- og loðnuafli er skorinn niður, olíuverð fer í hæstu hæðir, verklok verða í stórfram- kvæmdum og síðast en ekki síst bætast við þessir erfiðleikar á al- þjóðamörkuðum. En það er ekki hægt að rekja neitt af tapi FL Group til þessarra þátta. Ekki neitt. Ég spurði um fjárfestingar í sex fé- lögum sem öll hafa verið seld að meira eða minna leyti með verulegu tapi.“ Vísvitandi rangar upplýsingar Að sögn Vilhjálms eru ástæður þess, að hann hafi spurt sérstaklega um rekstarkostnaðinn hjá FL Gro- up, viðtal við Hannes Smárason, fyrrum forstjóri félagsins, í Morg- unblaðinu í desember síðastliðnum. Þar sagði Hannes háan rekstrar- kostnað meðal annars skýrast af starfslokasamningum sem FL Group hefði fengið í arf frá Flug- leiðum. Vilhjálmur segir þetta alveg fráleita skýringu. „Þetta stenst ekki. Þarna var um að ræða eftirlaunasamninga við fyrrverandi forstjóra sem voru mið- aðir við launagreiðslur þeirra for- stjóra sem fylgdu á eftir. Starfstengd- ar greiðslur fóru einfaldlega úr böndunum og þetta er það sem menn máttu búast við. Ég hafði upplýsingar um að í viðtalinu við forstjórann fyrrverandi hefðu vísvit- andi verið gefnar rangar upplýsing- ar. Svo eru aðrar upplýsingar sem segja að þarna hafi verið greiddur kostnaður sem er ekki ætlaður til öflunar tekna. Félag hefur einungis heimild til að greiða kostnað sem er ætlaður til öflunar tekna. Í þessu viðtali var Hannes Smárason líka að lýsa strípuðum launum sínum og sagðist aldrei fá neitt greitt í ferða- kostnað. Svo kemur það fram á að- alfundinum að það er alls ekki satt sem hann var að segja, en það rifjar enginn fjölmiðill það upp. Þarna var hreinlega verið að segja rangt frá. Það er svona samhengisleysi sem hrjáir íslenskt samfélag.“ Sumt telst sjálftaka Hann segir afar nauðsynlegt að réttar og sundurliðaðar upplýsingar liggi fyrir og séu aðgengilegar þegar rekstrarkostnaður verður með þeim hætti sem hann var hjá FL Group. „Rekstrarkostnaður er auðvitað nauðsynlegur. En þegar þetta er orð- ið leikaraskapur og komið langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist þá hafa hluthafar auðvitað rétt til að spyrja. Það er klárlega þannig í til- felli FL Group. Það að rekstrar- kostnaður fyrir 40 manns sé sex milljarðar króna stenst ekki. Síðan er reyndar hægt að draga eitthvert smáræði frá tengt rekstrarkostnaði Tryggingamiðstöðvarinnar sem kemur inn í samstæðuna á síðasta ársfjórðungi og starfslokatengdu greiðslurnar vegna eldri starfs- manna. En þetta er samt sem áður langt frá því að vera eðlilegt. Sumt af þessu myndi teljast sjálftaka. Hluti af þessum eignum í FL Group er í eigu dætra minna sem eru fatlaðar og ekki á vinnumarkaði. Hannes Smárason sagði einhvern tímann að lífeyrissjóðir hefðu engu tapað á félaginu. En er sparifé dætra minna ekki þeirra lífeyrissjóður? Og ef lífeyrissjóðir hafa átt í FL Group hafa þeir þá ekki tapað? Sparifé fólks er gjarnan viðbótarlífeyrissjóður þess og það er veruleg ábyrgð sem fylgir því að fara með annarra manna aura.“ Gagnrýnin réttmæt Erlendir fjölmiðlar hafa verið óþreytandi að gagnýna íslenskt við- skiptalíf á undanförnum árum. Hér er sagt allt of mikið um krosseigna- tengsl og skort á gagnsæi og upplýs- ingagjöf. Vilhjálmur segir þessa gagnrýni vafalaust réttmæta. „Við sjáum til dæmis krosseignatengsl í Exista, Kaupþingi og SPRON. Þegar tengsl eru með þessum hætti þá hækka félögin margfalt saman en lækka margfalt saman á móti. Svo- leiðis tengsl eru í raun óþörf því að það er verið að margfalda áhættu með þeim og jafnvel verið að þurrka út eigið fé ef illa gengur. Mönnum þótti mikið um eignatengsl í gamla Eimskipafélaginu á sínum tíma, en það er í raun orðið barnaleikur mið- að við það sem tíðkast í dag.“ Hann segir einnig að slæleg upp- lýsingagjöf einstakra fyrirtækja geti valdið skaða fyrir íslenskt viðskipta- líf í heild sinni. „Það var til dæmis sagt frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Askar Capital hefði þurft að af- skrifa einhverjar 300 til 400 millj- ónir króna vegna hinna svokölluðu skuldabréfavafninga frá Bandaríkj- unum. Fljótlega eftir áramót var sú tala síðan komin upp í 800 til 900 milljónir. En í ársreikningi er tapið síðan tveir milljarðar króna. Svona upplýsingagjöf sem ekkert mark er takandi á fyrr en með útgáfu árs- reiknings vekur eðlilega upp spurn- ingar hjá þeim sem eru að velta ís- lensku viðskiptalífi fyrir sér. Óþægilegi hluthafinn  Vihjálmur Bjarnason hefur komið fram sem rödd íslenskra hluthafa  Hann spyr stjórnir spurninga sem aðrir þora ekki að spyrja  Segist vera að vernda sínar eignir 24stundir/Kristinn FL Group Vilhjálmur í pontu á aðalfundi fé- lagsins í liðinni viku. a Tap upp á 80 millj- arða króna líkt og var hjá FL Group er mjög há tala. Í þjóðhagslegu samhengi er þetta sex til sjö prósent af landsfram- leiðslu. Tveggja ára hag- vöxtur sem hverfur. Helmingur af gjaldeyr- iseign Seðlabankans. Spurningar Vilhjálms á aðalfundi FL Group 11. mars 2008 1. Hve mikið tapaði FL Group á eftirtöldum eignum: a. AMR Corporation / American Airlines b. Finnair Oyj c. Royal Unibrew A/S d. Bang & Olufsen A/S e. Commerzbank AG f. Aktiv Kapital ASA 2. Hvernig var afkoma óskráðra félaga í eigu FL Group og teljast hlutdeildarfélög? a. Refresco Holding B.V. b. Eikarhald ehf. c. Geysir Green Energy ehf. d. Northen Travel Holding .ehf. (Sterling & Iceland Express) i. Hvert var kaupverð Sterling og Iceland Express? ii. Hvert er bókfært verð félagsins hjá FL Group í dag? e. Highland Group Holding Ltd. 3. Hve mikið greiddi FL Group í kostnað vegna athugnar á kaupum á Inspired Gaming Group? 4. Er það rétt að Sigurður Helgason hafi fengið 3000 dollara á dag frá FL Group í dagpeninga þegar hann fór á stjórnar- fundi hjá Finair? 5. Hve há fjárhæð var greidd Jóni Þór Sigurðssyni eða fyrirtæki á hans vegum og fyrir hvaða þjónustu? 6. Hvað heitir félag í eigu Hannesar Smára- sonar, sem fékk greiðslur frá FL Group fyrir veitta þjónustu? a. Hversu há var sú upphæð? b. Fyrir hvaða þjónustu fékk félagið greiðslur? 7. Hversu há var skuld stjórnarmannsins Þorsteins M. Jónssonar og Materia Invest við FL Group um áramót? 8. Hver var kostnaður vegna flugferða starfsmanna og stjórnarmanna FL Group á árinu? Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTAVIÐTAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.