24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 41
24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 41
MENNING
menning@24stundir.is a
Nú í dag er hins vegar kominn mað-
ur eins og Baldur Ragnarsson sem
gerist rithöfundur á esperanto, þar sem
slíkt er nú mögulegt.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Í ár er þess minnst að 120 ár eru
liðin frá fæðingu Þórbergs Þórðar-
sonar, og þar sem hann var einhver
ötulasti baráttumaður fyrir esper-
anto á sinni tíð efna esperantistar
til veglegrar menningardagskrár í
Esperantohúsinu við Skólavörðu-
stíg 6b frá og með deginum í dag og
fram til 27. mars. Fyrir utan afmæli
Þórbergs fagna íslenskir esperant-
istar einnig þremur nýútkomnum
bókum á esperanto sem snerta ís-
lenskar bókmenntir. Í ágúst 2007
kom út hjá Edistudio í Písa á Ítalíu
bókin La lingvo serena (Hin heið-
bjarta tunga) með helstu frum-
sömdu verkum Baldurs Ragnars-
sonar á esperanto. Í desember kom
svo út Sjálfstætt fólk (Sendependaj
homoj) á esperanto í þýðingu Bald-
urs hjá Mondial-forlaginu í New
York og einnig þýðing hans á
Snorra-Eddu hjá sama forlagi.
Baldur flytur erindið Esperanto og
þýðingar í Esperantohúsinu klukk-
an 14 í dag og eru allir velkomnir
að sögn Kristjáns Eiríkssonar, for-
manns Esperantosambandsins.
„Þetta eru þrjú stór bókmennta-
verk sem voru að koma út á esper-
anto og þau öll, ekki síst frum-
samda verkið, eru mjög merkileg
bókmenntaverk,“ segir hann.
Esperanto þá og nú
Eins og fyrr segir efnir Esper-
antosambandið til dagskrár í tilefni
af afmæli Þórbergs og verða öll er-
indi flutt á íslensku. Á laugardag-
inn næsta, þann 22. mars, ætla
esperantistar að bera saman stöðu
esperantos á dögum Þórbergs ann-
ars vegar og svo nú á 21. öldinni
hins vegar. „Ég hélt fyrirlestur á
Þórbergsþingi hér á dögunum og í
umræðum eftir hann fórum við að
velta fyrir okkur hvernig stóð á því
að Þórbergur gerðist ekki hreinlega
rithöfundur á esperanto. Á það var
bent að í þá daga var ekki beinlínis
grundvöllur fyrir slíkt þar sem ekki
var búið að plægja jarðveginn ef
svo má segja. Nú í dag er hins vegar
kominn maður eins og Baldur
Ragnarsson sem gerist rithöfundur
á esperanto, þar sem slíkt er nú
mögulegt. Raunar má segja að á
Þórbergsdögunum hafi menn orð-
ið að hafa það á sinni stefnuskrá að
málið sigraði að lokum. Nú í dag
hins vegar auðveldar netið manni
mjög að halda sér við í málinu og
fyrir mann eins og mig er til nóg af
bókmenntaverkum á esperanto til
þess að endast mér út ævina að lesa.
Netið gerir það að verkum að nú
getur hver sem er lært sitthvað í
esperanto frá sinni tölvu og esper-
antistar geta haldið sér við með því
að nota Skype-forritið og spjalla
saman á póstlistum. Ég er því bjart-
sýnn á að málið eigi eftir að lifa
áfram um ókomna tíð, ekki síst þar
sem það hefur þann kost umfram
önnur tungumál að það er hlut-
laust tungumál sem ógnar engum
öðrum tungumálum. Annar mik-
ilvægur kostur er að menn eru yf-
irleitt fljótir að ná tökum á því, þó
svo að það sé viss galli að menn tala
ekki esperanto daglega og því fylgir
viss fyrirhöfn því að komast í mál-
samfélag. En eins og fyrr segir varð
það auðveldara með tilkomu nets-
ins,“ segir Kristján að lokum.
Þórbergsdagar í Esperantohúsi hefjast í dag
Esperanto lifir áfram
Esperanto ógnar ekki
öðrum málum Kristján
Eiríksson, formaður
Esperantosambandsins.
Esperanto lifir góðu lífi
og mun gera það áfram
að mati Kristjáns Eiríks-
sonar, formanns Esper-
antosambandsins.
➤ Klukkan 14 á morgun verðuropnuð myndlistarsýning
þeirra sem teiknað hafa
myndir í þýðingartímaritið La
Tradukisto.
➤ Meðal annarra dagskrárliðaeru ókeypis örnámskeið í
esperanto 25. og 27. mars.
ÞÓRBERGSDAGAR
Hingað til lands er kominn víð-
frægur drengjakór frá St. Paul’s-
skólanum í Baltimore í Banda-
ríkjunum. St.Paul’s-skólinn er
einkarekinn drengjaskóli sem var
stofnaður árið 1849 af söfnuði
gömlu St. Paul’s-kirkjunnar í
miðborg Baltimore. Kór skólans
syngur á tónleikum í Langholts-
kirkju í dag klukkan 17. Aðgang-
ur er ókeypis og allir velkomnir.
Drengjakór í
Langholtskirkju
Hér getur að líta mynd úr vídeó-
verki myndlistarkonunnar Gunn-
hildar Hauksdóttur sem sýnir í
D-sal Listasafns Reykjavíkur um
þessar mundir. Þetta er áttunda
sýningin í D-sýningaröðinni svo-
kölluðu, en hún var opnuð síðast-
liðinn fimmtudag og er opin til
27. apríl.
Aðgangur að öllum söfnum Lista-
safns Reykjavíkur er ókeypis.
Úr vídeóverki
Gunnhildar
24stundir/Golli