24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 66

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 66
„Ég er búinn að vera að túra síð- an í október með partí sem ég skírði bara XXX, ég er búinn að vera með það í Keflavík, Vest- mannaeyjum og bara út um allt land. Ég ætla að enda túrinn í Reykjavík,“ segir skemmtanafröm- uðurinn Óli Geir um skemmti- kvöldið XXX Reykjavík sem fram fer á Nasa í kvöld. „Það verða stelpur dansandi uppi á sviði, dansbúr, rauður dreg- ill, glo-stick og blöðrur út um allt og þetta verður ógeðslega flott. Það er engin spurning að þetta verður aðalpartíið í bænum.“ Óli, Palli og Haffi Haff Óli Geir mun ekki standa einn á bak við fjörið því hann hefur feng- ið hinn eina sanna Pál Óskar til að þeyta skífum á XXX Reykjavík og þar að auki mun Haffi Haff mæta og taka hið vinsæla lag The Wiggle Song. „Við Palli höfum unnið sam- an í einhver þrjú ár og ég bara tal- aði við hann og hann ákvað að stökkva í þetta með mér. Svo varð þetta ennþá betra þegar Haffi Haff kom inn í þetta en lagið sem hann ætlar að taka er búið að slá virki- lega í gegn.“ Engin klámhugsun Margir setja samasemmerki á milli titilsins XXX og kláms en Óli Geir segir að það sé ekkert klám- fengið við þetta skemmtikvöld. „Þetta er nefnilega ekki þannig. Ég spáði ekki einu sinni í því þegar ég bjó þetta til, það var engin klám- hugsun í gangi. Mér fannst þetta bara kúl nafn.“ Þrátt fyrir að XXX-hringferðinni sé nú að ljúka er Óli með fjölmarg- ar uppákomur í burðarliðnum og sér hann fram á annasamt ár. „Ég er búinn að setja upp árið hjá mér og það er eitthvað í gangi hverja einustu helgi.“ Lokahnykkurinn á XXX-túr Agent.is Partí helgarinnar verður á Nasa 24stundir/Eggert Páll Óskar á Nasa Fólk verður ekki svikið af þeirri einstæðu blöndu. 66 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Breska leikkonan Minnie Driver hefur kunngjört að hún gangi með barn. Í viðtali hjá Jay Leno staðfesti hún sögusagnirnar og segist himinlifandi með þær breytingar sem í vændum eru. Hún er á hinn bóginn óánægð með slæmt heilsufar, en ástandið mun hafa verið bagalegt síðustu vikur. „Ég skil ekki af hverju þetta er kallað morgunógleði. Ég er veik á morgnana, kvöldin og á nóttunni,“ sagði leikkonan. hþ Minnie Driver með barni Leikkonan Carmen Electra er sögð yfir sig ástfangin þessa dag- ana, en sá heppni er enginn annar en Rob Patterson, gítarleikari hljómsveitarinnar Korn. Hún er að sögn vina ánægðari en nokkru sinni fyrr og ljóst að hún er kom- in yfir sambandið við rokkarann Dave Navarro. „Rob heillaði hana upp úr skónum. Það er æðislegt að sjá hana svona ánægða loks- ins,“ sagði vinur leikkonunnar. hþ Ástfangin upp fyrir haus Nú hafa aftur sprottið upp sögu- sagnir um gerð kvikmyndarinnar Metal Gear Solid. Samkvæmt kvikmyndasíðunni Coming Soon mun Kurt Wimmer, leikstjóri Equilibrium, að öllum líkindum leikstýra myndinni. vij Metal Gear í kvikmyndahús Færeyskir frændur okkar ráða ríkjum á skemmtistaðnum Organ þriðjudaginn 18. mars næstkom- andi. Hljómsveitirnar Boys in Band og Bloodgroup munu stíga á svið ásamt færeysku söngkonunni Eivör Pálsdóttur, sem meðal ann- ars er tilnefnd til Íslensku tónlist- arverðlaunanna í flokknum besta söngkonan. Boys in Band vöktu at- hygli hér á landi á tónlistarhátíð- inni Iceland Airwaves í fyrra og hafa síðan spilað við góðar und- irtektir á tónlistarhátíðunum Eurosonic og By:Larm. Þá fóru þeir með sigur af hólmi á færeysku tónlistarverðlaununum í flokknum besta hljómsveitin, auk þess sem söngvarinn var kosinn sá besti þar í landi. Íslenska hljómsveitin Bloodgroup státar af einum Fær- eyingi, söngvaranum Janus, og mun sveitin því taka þátt í þessu færeyska kvöldi Organ. Húsið verður opnað klukkan 21:30 og hefjast leikar kl. 22:15 þegar söngkonan Eivör stígur á svið. halldora@24stundir.is Færeyingar trylla lýðinn Færeysk innrás Það verður mikið um dýrðir á Organ á þriðjudag. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég spáði ekki einu sinni í því þegar ég bjó þetta til, það var engin klámhugsun í gangi. Mér fannst þetta bara kúl nafn. Þeir sem eru með hjartagangráð ættu að fara að vara sig því nú hef- ur teymi sérfræðinga frá Háskól- anum í Washington og Massachu- setts sýnt fram á að tölvuþrjótar geta, með réttum útbúnaði, brotist inn í gangráða. Rannsóknarteymið nýtti sér þráð- lausan sendi, sem fyrirfinnst í öll- um gangráðum, til að fá aðgang að gangráðnum og þegar þeir höfðu „hakkað“ sig inn í gangráðinn gátu þeir kveikt eða slökkt á honum að vild. Hjartveikir ættu þó ekki að örvænta því að rannsóknarliðið þurfti að notast við rannsókn- arstofu og útbúnað sem kostaði um 2,1 milljón króna og því eru líkurnar á því að óprúttnir náung- ar slökkvi á gangráðum hjá hjarta- sjúklingum frekar litlar. vij Hakkað í hjartað Sérfræðingar brjót- ast inn í gangráða í vísindaskyni Förðunarmeistarinn Margrét Ragna gefur góð ráð Fermingarmömmurnar í sínu fínasta pússi Fermingarmömmurnar mega ekki gleymast að mati förðunarmeistarans Margrétar Rögnu. Heilbrigð húð og frísklegt yfirbragð skiptir mestu máli ásamt náttúrulegri og fallegri förðun. Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Það má náttúrulega ekki gleyma mömmunum í allri umfjölluninni um fermingarnar. Þær verða náttúrulega að vera fínar og sætar á fermingardegi barnanna,“ segir förðunarmeistarinn Margrét Ragna Jónasardóttir, eigandi Make Up Store á Íslandi. Margrét leggur áherslu á umhirðu húðarinnar, enda ekki úr vegi að koma húðinni í gott lag eftir kaldan veturinn. „Konurnar eiga að leggja áherslu á að dekra við húðina á sér. Það er búið að vera kalt í lofti og margar konur með þurra húð. Við nefnilega eigum það til að fá roða og þurrkubletti, sem er auðvitað alls ekki skemmtilegt. Fyrir svona stóran dag eins og ferminguna er um að gera að koma húðinni í lag. Þar á ég við hreinsun, góð krem og annað slíkt.“ Blýantarnir koma sterkir inn á ný Að sögn Margrétar eru vara- og augnblýantarnir að koma sterkir inn á ný. Áberandi skyggingar verða því í hléi í einhvern tíma og meiri áhersla lögð á færri litatóna á augnlokunum. „Þetta er svona aðeins léttara núna. Þú setur kannski einn lit yfir augnlokið og notar svo annan lit til þess að ramma inn augun með augnlínu við augnhárin,“ segir Margrét og bætir við að helstu litirnir um þessar mundir séu grár og silfurtónar. „Það er rosalega mikið um grátt, silfur, lavender og pastellliti. Steingrái liturinn er áberandi, og gaman að nota hann til dæmis í augnlínuna, eða sem augnskugga ásamt blárri augnlínu. Annars er auðvitað allt leyfilegt og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.“ Margrét Ragna Jónasardóttir Í MYND Ég leyfði nú bara vörunum að vera náttúrulegar og ljósar. Eins og sjá má á myndinni er áherslan lögð á augnsvæðið og þá getur oft verið smart að hafa látlausar og fágaðar varir. Annars geta konur auðvitað notað glossa eða varaliti eftir eigin hentugleika. Það koma í rauninni allir liltir til greina, bæði mildir tónar og sterkir. Lavender liturinn verður samt sterkastur í vor. Ég bjó til augnskugga úr kreminu Bland & Fix, sem þú notar til þess að búa til þína eigin liti. Við erum með duft í allskonar litum sem þú blandar saman við kremið og færð út þinn eigin augnskugga. Ég blandaði silfurlitaðan skugga og setti yfir allt augnlokið og bætti svo við dökk-sanseruðum blýanti hringinn í kringum allt augað. Augnblýantinn er gott að setja á með því að nudda fínum pensli við blýantinn og setja línuna þannig á. Svo setti ég vanillublýant á innanverð neðra augað til þess að opna aðeins augun og gera þau bjartari. VARIR Fyrirsætan er með Studio foundation farða. Þetta er rosalega góður farði sem kemur að mínu mati sérstaklega vel út á andlitinu. Það er bæði hægt að hafa hann þéttan og eins léttan með því að dreifa honum betur. Hann hylur vel og virkar eðlilegur í útliti þannig að þú virkar eins og þú sért ekki með farða. Mér fannst farðinn nægja alveg á henni og ég sleppti því púðri. FARÐI Í kinnalitinn notaði ég blöndu af sólarpúðri og fallega bleikum kinnalit. Bleiki liturinn er að koma rosalega sterkur inn og þá helst í frekar möttu formi. Það er líka þannig með bleika tóna að þeir passa flestum húðgerðum og þú getur notað þennan lit með eiginlega hverju sem er. Maður er allavega ekkert bundinn við ákveðna litasamsetningu þó maður sé með bleikar kinnar. KINNALITUR AUGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.