24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 27
ekkert skrýtið að það gefist upp. Það eru bara svona gaurar eins og ég sem eru of þrjóskir til að láta sér segjast. Sem dæmi er ég búinn að bíða eftir fundi með heilbrigðis- ráðherra í tvö og hálft ár. Ég aug- lýsi eftir Guðlaugi Þór og ég fer að setja myndir af honum á mjólk- urfernur bráðum. Ég fæ ekki fund með heilbrigðisráðherra, alveg sama hvað ég ítreka beiðni um það. Ég er að vinna fyrir heilbrigð- isráðuneytið og er búinn að gera það ókeypis í tíu ár. Ég er búinn að koma hundruðum krakka í gegn- um meðferð á þessum tíma.“ Mummi segir að Götusmiðjan hefði aldrei gengið svona lengi ef ekki hefði komið til stuðningur fólksins í landinu. „Fólk og sam- félagið allt hefur verið okkur of- boðslega hjálplegt og veitt okkur mikinn stuðning. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það.“ Algjört úrræðaleysi Meðan á samtali okkar Mumma stóð hringdi einn af samstarfs- mönnum hans. Senda þurfti skjól- stæðing Götusmiðjunnar í hvelli á geðdeild. Mummi velti því fyrir sér hvort pláss væri á bráðamót- tökunni. „Ég vona bara að þetta takist. Þessi skjólstæðingur okkar getur ekki verið inni hjá okkur í þessu ástandi en hvað eigum við að gera ef ekki er pláss á neyðarmót- tökunni? Eigum við að skilja hann eftir á götuhorni og óska honum góðs gengis? Þetta er kerfið sem við búum við. Það er algjört úrræða- leysi.“ a Ég fæ ekki fund með heilbrigð- isráðherra, alveg sama hvað ég ítreka beiðni um það. Ég auglýsi eftir Guð- laugi Þór og ég fer að setja myndir af honum á mjólkurfernur bráðum. 24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 27 leiðbeinendur og eins að allir hafi kennaramenntun,“ segir í skýrsl- unni. Þetta getur skipt máli því að kennarar eru á hærri launum en ófaglærðir. Fjöldi nemenda á hvern kennara hérlendis er undir meðaltali OECD, eða 11,3 á móti 13,8 og bekkirnir eru minni. Þó er vert að hafa í huga að hér draga fámennir bekkir á landsbyggðinni meðaltalið niður, auk þess sem eitthvað er um einstaklingskennslu. Jafnframt er bekkjum skipt upp í ákveðnum greinum. Hægt að fækka skólum? Þegar rætt er um kostnað í skóla- kerfinu og leiðir til að hagræða, kemur stundum upp sú hugmynd að fækka skólum. Grunnskólum landsins hefur reyndar fækkað á undanförnum árum, m.a. vegna sameiningar sveitarfélaganna. Bú- ast má við að sú þróun haldi áfram. „Það er stefnan að halda landinu í byggð og jafnframt að börn geti sótt skólann í sinni heimabyggð. Við því má að mínu viti ekki hrófla. Ég get ekki séð hvar mætti fækka skólunum eins og er en þó gætu forsendur breyst, t.d. með samgönguúrbótum,“ segir Eiríkur. Kennarar mót- mæla lágum launum Götusmiðjan hefur kynnt sveit- arfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu tillögur að samstarfi um rekst- ur neyðarathvarfs í Reykjavík og eftirmeðferðarheimilis sem yrði staðsett á Suðurlandi. Í tillögum Götusmiðjunnar er neyðarathvarfið nefnt Götuskjól og stefnt að því að þar verði pláss fyrir allt að sextán einstaklinga, sex af hvoru kyni. Tilgangur með stofnun athvarfsins yrði „að ná til ung- menna sem komin eru í vítahring fíknar og afbrota“. Ítrekað hefur komið fram í viðtölum við skjól- stæðinga Götusmiðjunnar að vera þeirra á götunni hafi ýtt undir harða neyslu fíkniefna og afbrot og mörg dæmi eru um að ungmenni hafi neyðst til að stunda vændi til að sjá sér farborða. Kostar 60 milljónir á ári Eftirmeðferðarheimilið hefur hlotið vinnuheitið Götuheimilið og á að þjónusta eftirmeðferð fyrir unga pilta. Götusmiðjan hefur ver- ið í nánu samstarfi við eftirmeð- ferðarheimilið Hamarskot í Ölfusi en þar fá eingöngu stúlkur inni. Áætlaður rekstrarkostnaður Götuskjóls er 32 milljónir á ári en áætlaður rekstrarkostnaður Götu- heimilisins er áætlaður 28 milljónir á ári. Enn á eftir að finna húsnæði fyrir starfsemina þó að ýmsir kostir séu í skoðun. Stefnt er að því að fá Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Akranes, Reykjanesbæ og Seltjarn- arnes til samstarfs við Götusmiðj- una um þessa uppbyggingu. „Ég reyndi hvað ég gat“ Að sögn Mumma hafa undir- tektir alls staðar verið mjög góðar. „Ég er búinn að tala við öll sveit- arfélögin nema Seltjarnarnes. Fé- lagsráðgjafar hafa allir verið stór- hrifnir af hugmyndinni. Það er hins vegar spurning hvað stjórn- málamennirnir segja. Ég get þó að minnsta kosti sagt að ég reyndi hvað ég gat.“ freyr@24stundir.is Götusmiðjan kynnir tillögur að nýjum meðferðarúrræðum Vilja samstarf við sveitarfélögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.