24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 43
24stundir/Frikki
24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 43
Þ
etta er fyrst og fremst
prinsippmál. Það er
prinsippmál að ráða-
menn eigi að njóta sömu
lífeyriskjara og aðrir. Og
ef þingmenn gera mistök í laga-
setningu þá eiga þeir að leiðrétta
þau mistök,“ segir Valgerður
Bjarnadóttir, varaþingmaður Sam-
fylkingar, en hún flytur frumvarp á
Alþingi um afnám eftirlaunalag-
anna sem fela í sér sérkjör í lífeyr-
isréttindum ráðamanna.
„Þessi lög voru sett í desember
2003 og margir urðu þá til að kalla
þau ólög. Málið var keyrt í gegnum
þingið á örskömmum tíma og fólki
ofbauð rækilega. Í stjórnarand-
stöðu sögðu flestir: Svona á ekki að
gera – en svo breyttist ekki neitt.
Síðan komu kosningar og ný rík-
isstjórn og þá finnst mér horfa
beint við að þeir sem áður voru í
stjórnarandstöðu en eru nú komn-
ir til valda standi við það sem þeir
sögðu áður.
Ég leyfi mér stundum að setja
þetta í samhengi við fiskveiði-
stjórnunarkerfið, sem ég er algjör-
lega andvíg. Ef eftirlaunalögunum
verður breytt þá er um leið búið að
sýna að það sé hægt að breyta.
Kannski verður einhvern tíma
hægt að breyta fiskveiðistjórnunar-
kerfinu sem 80 prósent þjóðarinn-
ar eru á móti.
Stjórnvöld þurfa oft að taka erf-
iðar ákvarðanir. Í fyrra var tekin
erfið ákvörðun varðandi kvótann
og þetta árið er efnahagsástandið
slæmt og við því þarf að bregðast.
Ríkisstjórn og ráðamenn á hverj-
um tíma eru alltaf tilbúin að taka
erfiðar ákvarðanir sem bitna á öðr-
um. Ég spyr: Af hverju sýna ráða-
menn ekki að þeir geti tekið
ákvörðun sem bitnar á þeim sjálf-
um?
Ég átta mig alveg á því að efna-
hagsástandið á Íslandi stendur ekki
og fellur með afnámi eftirlaunalag-
anna en þetta er prinsippmál í
mínum huga. Mér er mikið niðri
fyrir. Ég hef skrifað blaðagreinar
um þetta mál og endaði svo mína
föstu pistla í Fréttablaðinu með að
minna á það. Nú er ég komin í að-
stöðu sem varaþingmaður og get
gert eitthvað í þessu máli. Mér
finnst ég verða að sýna að ég meina
það sem ég segi. Ég hef alltaf í
vinnu og til dæmis í prófkjörsbar-
áttu reynt að lofa sem minnstu. Ég
hef sagt: Við getum athugað þetta
mál, við getum skoðað það. En
þegar ég segist ætla að gera eitthvað
þá vil ég standa við það. Það er
skylda mín.“
Furðulegur viðsnúningur
Hefurðu orðið fyrir vonbrigðum
með viðbrögð Samfylkingar við
þessu frumvarpi?
„Ég varð fyrir vonbrigðum á
landsfundinum í fyrra þegar ég
flutti samskonar tillögu sem var
a
Ég rekst mjög
illa í flokki. Hins
vegar veit ég að
ef maður er í flokki þá er
maður í liði og maður
verður að taka tillit til fé-
laga sinna en bara upp að
ákveðnu marki. Mér
finnst líka að hinir í liðinu
verði að átta sig á því að
sumir rekast betur en
aðrir í flokki.
HELGARVIÐTALIÐ
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is