24 stundir - 15.03.2008, Page 19

24 stundir - 15.03.2008, Page 19
24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 19 www.unak.is Auðlindafræði Fjölmiðlafræði Grunnskólakennarafræði Heilbrigðisvísindi Heimskautaréttur Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði Kennslufræði Leikskólakennarafræði Líftækni Lögfræði Menntunarfræði Nútímafræði Samfélags- og hagþróunarfræði Sálfræði Sjávarútvegsfræði Tölvunarfræði Umhverfis- og orkufræði Viðskiptafræði Þjóðfélagsfræði AF HVERJU HÁSKÓLINN Á AKUREYRI? Persónulegt námsumhverfi og gott nám Námsaðstaða til fyrirmyndar Val um staðarnám eða fjarnám Góð tengsl við atvinnulíf Hagnaður Byrs Sparisjóðs var um 9,6 milljarðar fyrir tekjuskatt ár- ið 2007 samanborið við 3,2 millj- arða árið áður. Um er að ræða aukningu um 200,5%. Eftir skatta var hagnaðurinn 7,9 milljarðar samanborið við 2,7 milljarða árið 2006 og jókst um 196,3% milli ára. Árið 2006 sameinuðust Spari- sjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar. Nafni sameinaðs sparisjóðs var breytt í Byr. mbl.is Hagnaður Byrs þrefaldast Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verð- bólga mælast 8,5% í mars sam- anborið við 6,8% í febrúar. Langt er síðan verðbólga hefur verið jafnhá. Ef spá greining- ardeildarinnar gengur eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast hærri en gerst hefur frá því í ágúst 2006. aij Verðbólga hækk- ar í mánuðinum ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 1.569 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í SPRON eða um 2,87%. Bréf í Atlantic Petroleum hækkuðu um 2,76% og bréf í Atorku Group um 1,25%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í FL Group, 4,47%. Bréf í Exista lækkuðu um 2,68% og bréf í Bakkavör Group um 2,5%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,52% og stóð í 4.818,47 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,56% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 1,1% og þýska DAX-vísitalan um 0,8%. Guðlaugur Þór Þórðarson mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lyfja- lögum í vikunni. Segir hann að til- gangurinn sé meðal annars að efla samkeppni og auka þjónustu við neytendur. Benti Guðlaugur í ræðu sinni á að þessar breytingar ættu sér stað á sama tíma og fyrstu skrefin hafa verið stigin í átt að sameiginlegum norrænum lyfjamarkaði. Þar ber hæst samstarf við Svía, sem Guðlaugur segir að muni væntanlega skila sér í auknu fram- boði. Jafnframt hefur verið unnið að samstarfi við Færeyinga um innflutning lyfja á grundvelli sam- eiginlegs lyfjamarkaðar. aij Frumvarp til breytinga á lyfjalögum lagt fyrir Alþingi Stefnt að lægra verði og aukinni þjónustu 1 Bann við póstverslun með lyf fell- ur brott, í því skyni að efla sam- keppni. Ekki er gert ráð fyrir að lyf sem flokkast undir ávana- og fíknilyf séu send með pósti. Póst- verslun verður sömu leyfum háð og önnur lyfjaverslun og gert er ráð fyrir að hún sé í tengslum við starfandi apótek. Netverslun þarf að hafa formlegt lyfsöluleyfi hér á landi eða í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Heimilt verður að selja nikótínlyf sem ekki eru lyfseðilsskyld víðar en í lyfjabúðum. Er markmiðið að lyfin verði valkostur í stað tób- aks þar sem það er selt, meðal annars á bensínstöðvum, á veit- ingastöðum, í stórmörkuðum og í söluturnum. Vonast er til að aukin samkeppni leiði jafnframt til lægra verðs. Jafnframt verður sala flúorlyfja leyfð víðar til að vinna gegn tannskemmdum. 2 3 Varðveislutími gagna í lyfja- gagnagrunni landlæknis verður lengdur úr þremur árum í 30 ár. Landlæknir hefur tölfræðileg og persónugreinanleg gögn sem nýt- ast stjórnvöldum til farald- ursfræðilegra rannsókna, rann- sókna á öryggi lyfja og stefnumótunar á sviði heilbrigð- ismála. Þrjátíu ár eru valin með hliðsjón af tveimur nýlegum Evr- óputilskipunum. Sama lyfjaverð gildir um land allt til að tryggja jafnræði og skil- virkni. Með þessu er meðal ann- ars ætlað að koma í veg fyrir að afsláttur sé notaður sem inn- gönguhindrun fyrir nýja aðila á markað. Fyrirtæki sem vilja gefa afslátt af verði lyfja þurfa að til- kynna lækkun til lyfjagreiðslu- nefndar, sem birtir þá lækkað verð í næstu útgáfu lyfjaverð- skrárinnar. 4

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.