24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Á fyrsta fundi leikskólaráðs haustið 2006 var samþykkt tillaga þess efnis að stofna skyldi til hvatn- ingarverðlauna leikskóla. Mark- miðið með verðlaununum er að veita leikskólum í Reykjavík, starfs- fólki þess eða öðrum hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu starfi sem fram fer í leikskólum borgarinnar og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi. Hvatningarverðlaunin eru jákvæð og afar verðmæt fyrir reykvískt samfélag og framtíð yngstu Reyk- víkinganna. Fyrstu verðlaun voru afhent í Höfða í maí 2007 af þáver- andi borgarstjóra Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni. Sex gróskumiklir leik- skólar fengu þá verðlaun. Þeir voru Dvergasteinn fyrir verkefnin Ótrú- leg eru ævintýrin og samstarf Myndlistaskólans í Reykjavík, leik- skólinn Fellaborg fyrir verkefnið Mannauður í margbreytileika, leik- skólinn Hamraborg fyrir vísinda- verkefni, leikskólinn Nóaborg fyrir verkefnið Stærðfræði, leikskólinn Sólborg fyrir verkefnin Sameigin- legt nám fatlaðra og ófatlaðra barna og Samvinna og fagstarf og síðast en ekki síst leikskólinn Steinahlíð fyrir verkefnið Um- hverfisvernd. Miklu fleiri skólar fengu tilnefningar frá ólíkum að- ilum og fyrir ólík verkefni. Þitt tækifæri til að hrósa Í skólum borgarinnar er suðu- pottur hugmynda, frjórrar um- ræðu og fjölbreyttra verkefna sem tengjast reynslu og tilfinningum starfsfólks fyrir breytingum í sam- félaginu hverju sinni. Verðlaunin veita kennurum og starfsfólki við- urkenningu fyrir hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði og hvetja þá áfram til að láta áfram hugmyndir sínar um umbætur og úrræði verða að veruleika og hafa þannig bein áhrif á aukin gæði skólaumhverf- isins. Nú fer hver að verða síðastur að vekja athygli á fagstarfi í leik- skólum borgarinnar. Hægt er að skila tilnefningum til 15. apríl næstkomandi á heimasíðu leik- skólasviðs, www.leikskolar.is. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, for- eldrar, afar og ömmur, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borg- arstofnanir. Við val á verðlauna- höfum var haft til hliðsjónar að verkefnið væri öðrum til eftir- breytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái við- urkenningu. Hrósum leikskólun- um fyrir gott starf! Höfundur er formaður leikskólaráðs Viðurkennum gróskuna UMRÆÐAN aÞorbjörg Helga Vigfúsdóttir Í skólum borgarinnar er suðupott- ur hug- mynda, frjórrar um- ræðu og fjöl- breyttra verkefna sem tengjast reynslu og til- finningum starfsfólks fyr- ir breytingum í samfélag- inu hverju sinni. Leikskóli Hrósum leik- skólunum fyrir gott starf. Á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar um síðustu helgi komst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður hreyfingarinnar, svo að orði að krónan væri orðin of lítil fyrir íslenskt efnahagslíf og tími til þess kominn að íhuga að taka upp evru og inngöngu í ESB. Hún boðaði einnig tollalækkun á svína- og kjúklingakjöti í því skyni að lækka matarútgjöld heimilanna. Þessum ummælum fagna neytendur auð- vitað. En framleiðendur þessa kjöts hér á landi hafa auðvitað risið á fætur og steytt hnefann. Þeir eru vanir að lifa við pólitíska vernd og vera í vernduðu umhverfi ríkis- og embættiskerfis framsóknarkomm- únismans. Formaður Bændasam- takanna hefur birst þrútinn af reiði á sjónvarpsskjám landsmanna og segir afnám ofurtolla snerta hag bænda þráðbeint. Sem sagt: Neyt- endur skulu áfram vera í gíslingu framsóknarkommúnismans gamla, sem verndar framleiðendur en ekki neytendur. Hagur neytenda Gamla Sambandið var upphaf- lega stofnað til að vernda neytend- ur gegn einkaframtakinu sem þeir töldu fara illa með neytendur. Hvað gerðist svo? Sambandið breyttist í framleiðendasamtök og hagur neytenda varð verri en nokkru sinni. Framsóknarflokkur- inn tók einnig upp þessa stefnu og alla 20. öldina voru neytendur og skattgreiðendur dregnir gegnum eina mestu neyslufor í Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn verndaði hins vegar verslunarmenn. Aðeins Alþýðuflokkurinn barðist fyrir neytendur en gekk illa vegna fylgisleysis. Nú stendur formaður nýs, stórs og sterks jafnaðarmannaflokks á fætur og boðar langþráða tíma. Og öfl í gömlu Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokkunum standa herpt á fætur og vara við þessari hortugu stelpu. Á að fara að verja neytend- ur? Eiga neytendur að hætta að greiða fyrir illa skipulagða fram- leiðendur og verndaða innflytjend- ur erlendra vara? Formaður ís- lenskra stórkaupmanna óð líka í fjölmiðla eftir fund Samfylkingar- innar. Hann sagði blákalt, að kaup- menn ættu ekkert að koma á móts við neytendur og lækka vöruverð í kjölfar gengislækkunar. Nei, hann vildi enn einu sinni, að ríkið hjálp- aði aumingjans kaupmannastétt- inni og lækkaði álagningu og tolla fyrir þá svo þeir héldu óbreyttum hagnaði. Sem sagt: Neytendur og skattgreiðendur eigi á ný að taka skellinn, ekki þeir sem selja vöruna og hagnast á henni. Nú heimta kaupmenn í gamla Sjálfstæðis- flokknum að neytendur og ríkið (þ.e. við í landinu) eigi enn einu sinni að hjálpa söluaðilum svo þeir geti mokað álagningu á innfluttar vörur sínar. Þetta var gamla ójafn- aðarstefna Sjálfstæðisflokksins líkt og hjá gamla Framsóknarflokknum sem dormaði í skjóli hins komm- úníska landbúnaðarframleiðslu- kerfis og krafðist ekki aðeins tolla- verndar innfluttra vara, heldur velsmurðs embættismannakerfis, sem framsóknarmenn plöntuðu í stjórnsýsluna til aðstoðar við rík- iskommúnismann, og absúrd rík- istekna eins og frystigjalda fyrir rollukjöt. Svikamyllukerfi ásamt velsmurðu embættiskerfi gerði neytendur nær vanmáttuga og gjaldþrota. Hagkaup og Bónus komu þeim til bjargar í óþökk hinna gömlu afla hins íhaldssama og spillta tvíeykis, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Tími forréttindahópa En nú eru þessir tímar að hverfa. Framsóknarflokkurinn hefur góðu heilli gufað upp, þrátt fyrir brand- arapólitík bóndasonarins frá Suð- urlandi sem ólst upp við framsókn- arkommúnismann. Geir Haarde sem er víðsýnn á erlenda vísu, er að breyta Sjálfstæðisflokknum til móts við stefnu og hugmyndafræði frjálslyndra flokka í Evrópu. Og jafnaðarmenn eru að verða sterk- asti pólitíski hópurinn á Íslandi. Á þessu verða gömlu forréttindahóp- arnir að átta sig. Tími þeirra er senn liðinn. Og þá verður kannski líft á Íslandi. Alla vega fyrir neyt- endur og skattgreiðendur; fólk flest. En vissulega bíða mörg önnur verkefni: Skola út úr Seðlabankan- um, endurreisa íbúðarkerfið, hefta spákaupmennsku og hætta gjöfum ríkisins úr auðlindum þjóðarinnar til valinna gæðinga. Vernda náttúr- una okkar. Pólitísk verkefni hafa aldrei verið meiri en nú. Neytend- ur og almenningur eiga nýja og breytta daga skilið. Nýtt Ísland. Höfundur er rithöfundur Lok framsóknar- kommúnisma og ríkisverndunar? UMRÆÐAN aIngólfur Margeirsson Og öfl í gömlu Fram- sóknar- og Sjálfstæðis- flokkunum standa herpt á fætur og vara við þessari hortugu stelpu. Breyttir tímar Á að fara að verja neytendur.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.