24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir teg Charlie - Nýkominn og rosa flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- teg Lola - gott snið nýkomið í nýjum lit í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 6.990,- teg. Pollyanna - sömuleiðis frábært snið nýkomið aftur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH, J skálum á kr. 5.990,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Flestir eru með einhver til- boð sem freista þannig að þetta er mikil sölusýning. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Framundan er betri tíð með blóm í haga og því margir farnir að huga að vor- og sumarverkunum. Án efa verða einhverjir þeirra á ferli í Fíf- unni um helgina þar sem sýningin Sumar 2008 fer fram. Þar gefst fólki tækifæri til að kynna sér vörur og þjónustu sem tengjast atvinnu- lífinu, sumarhúsinu, garðinum, heimilinu, afþreyingu og ferða- þjónustu. „Sýningin er mjög fjölbreytt en það sem er svolítið einkennandi fyrir hana er hvað það er mikið af tækjum og tólum þannig að þetta er eins og sandkassi fyrir strákana,“ segir Auður I. Ottesen, fram- kvæmdastjóri Sumars 2008. Að sögn Auðar er ekki aðeins um að ræða græjur fyrir grillið eða garð- inn heldur einnig hjólhýsi, tjald- vagna og dráttarbíla og fleira. Vörubílstjórar á staðnum „Þarna verður líka straumsund- laug sem á eftir að vekja athygli. Það stendur til að sunddeildin í Kópavogi þreyti þar áheitasund á laugardeginum,“ segir Auður og bendir á að von sé á fleiri gestum. „Vörubílstjórarnir koma og safna undirskriftum og kynna málstað sinn á sýningunni,“ segir Auður. Skrúðgarðyrkjumenn og aðrir fag- menn verða á staðnum og veita fólki upplýsingar og góð ráð auk þess sem blómaskreytar kynna strauma og stefnur fyrir brúðkaup sumarsins. Mikil sölusýning Sýningin hefur verið haldin undanfarin ár og kemur sama fólk- ið oft ár eftir ár að sögn Auðar. „Fólk kemur jafnvel báða dagana og gefur sér góðan tíma,“ segir Auður og bendir á að margir komi einnig í kauphugleiðingum. „Flest- ir eru með einhver tilboð sem freista þannig að þetta er mikil sölusýning,“ segir Auður I. Ottesen að lokum. Stórsýningin Sumar 2008 í Fífunni Sumarið nálgast Fólk getur kynnt sér vörur og þjónustu sem tengist sumrinu á stór- sýningunni Sumar 2008 sem hefst í Fífunni í dag og stendur alla helgina. Sumar 2008 Á sýningunni verður hægt að kynna sér alls kyns vörur og þjónustu sem tengist sumrinu. 24stundir/hag Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Íslensk list gerir hús að heimili · · · Á sgrím ur Jónsson Listmunauppboð Á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 27. apríl, kl. 19. Erum að taka á móti verkum núna Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 H araldur Bilson Vilhjálms minnst Tónlist Tónleikar í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar verða endurteknir í Salnum í Kópavogi laugardaginn 5. apríl kl. 16 og 20. Söngvararnir Stefán Hilm- arsson, Pálmi Gunnarsson, Frið- rik Ómar og Guðrún Gunn- arsdóttir flytja lög Vilhjálms Vilhjálmssonar en um þessar mundir eru 30 ár liðin frá and- láti hans. Miðaverð er 4.900 kr. Low á Nasa Tónlist Bandaríska rokktríóið Low heldur tónleika á skemmti- staðnum NASA við Austurvöll föstudagskvöldið 4. apríl. kl. 22. Margir muna eftir tónleikum sveitarinnar ásamt Sigur Rós sem fram fóru í Háskólabíói fyr- ir fáeinum árum. Hljómsveitin Skakkamanage hitar upp fyrir tríóið. Miðaverð er 2.200 kr. Minningartónleikar Bergþóru Tónlist Tónleikar í minningu Bergþóru Árnadóttur tónlistar- manns veða haldnir í Graf- arvogskirkju laugardaginn 5. apríl kl. 20:30. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleik- urum þjóðarinnar færa lög Berg- þóru í nýjan búning. Þeirra á meðal eru Páll Óskar, Magga Stína, Hansa, Ragnheiður Grön- dal og Hjörleifur Valsson. Miða- verð er 3.000 kr. Það besta í bænum Hljómsveitin Specials heldur upp á ársafmæli sitt á Kringlukránni um helgina. Hljómsveitin sérhæfir sig í dægurtónlist sjötta og sjöunda ára- tugarins. Jafnframt reynir sveitin að halda til haga ýmsum gull- molum gamalla sveita sem fallið hafa í gleymskunnar dá. Þó að sveitin sé ung eru liðsmenn hennar gamlir í hettunni en það eru þeir Óttar Felix Hauksson, Ásgeir Ósk- arsson, Ingvar Grétarsson og Jón Ólafsson. Afmælið hefst á föstu- dagskvöld kl. 23. Specials fagnar ársafmæli sínu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.