24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is Grilluð silungaflök með So!Go-sultu 2 silungaflök, um 1 kg 1 hvítlauksrif 3 msk. ólífuolía 1 msk. kornað sinnep 3 msk. engifer-chilisulta (frá So!Go) ½ búnt steinselja 1 tsk. græn piparkorn Maldon-salt og nýmulinn pipar Maukið hvítlaukinn í mat- vinnsluvél, bætið ólífuolíunni út í ásamt sinnepinu, sultunni og steinseljunni. Penslið maukinu á sil- ungaflökin. Grillið í um 3 mín. á hvorri hlið, byrjið með roð- hliðina niður. Smyrjið silung- inn með kryddmaukinu á með- an. Saltið og piprið eftir smekk. Stráið grænu pip- arkornunum yfir fiskinn rétt í lokin. Berið t.d. fram með bakaðri kartöflu og mangósalsa. Grillaður skötuselur með pistasíum og appelsínum 1kg skötuselur 3 msk. pistasíuhnetur 1 hvítlauksrif 5 msk. pistasíuolía 1 appelsína ¼ búnt kóríander um 20 g Maldon-salt og nýmulinn pipar. Skerið skötuselinn í fjóra 250 g bita. Maukið pistasíurnar og hvítlauk- inn í morteli. Bætið pistasíuolíunni saman við og hellið maukinu yfir fiskinn. Rífið appelsínubörkinn og bætið honum út í kryddlöginn ásamt söxuðu kóríander. Skerið appelsínuna í 4 þykkar sneiðar og leggið út í lög- inn með skötuselnum og látið standa í kæli í nokkrar klst. áður en hann er grillaður. Grillið í 3-5 mín. á hvorri hlið eft- ir þykkt skötuselsbitanna. Meðan grillað er, er gott að pensla löginn á fiskinn. Berið fram t.d. með sætum kart- öflum. Silungaflök með So!Go-sultu og skötuselur með pistasíum Léttir og spennandi fiskréttir á grillið Sveini Kjartanssyni, mat- reiðslumeistara hjá Fylgi- fiskum, finnst fiskur spennandi og fjölbreytt hráefni og gefur les- endum hér tvær upp- skriftir á grillið í vor. Fiskur á grillið Sveini Kjartanssyni hjá Fylgi- fiskum finnst spennandi að fást við ljúffengt fisk- metið. Silungur er kjörinn Á grillið og engifer- chilisultuna má fá í Fylgifiskum. Pistasíur og appelsínur Appelsínan gefur skötuselnum ferskt og skemmtilegt bragð. 24stundir/Kristinn „Það er alls ekki erfitt að grilla fisk, hann er ekki sérlega vand- meðfarið hráefni eða viðkvæmt,“ segir Sveinn Kjartansson og gefur hér lesendum góð ráð sem duga þeim við að grilla fiskmeti í vor og sumar. „Mikilvægt er að vera búinn að hreinsa grillið og bera á það olíu áður en matreiðsla hefst. Sumum leiðist að fiskur eigi það til að detta í sundur þegar hann er grillaður en vel er hægt að koma í veg fyrir það. Ráð við því er að láta fiskinn vera á annarri hliðinni eins lengi og mögulegt er og snúa honum bara einu sinni. Ég pakka síðan stund- um þorskinum inn, það má nota parmaskinku, beikon, bananablöð og annað tilfallandi. En annars má alveg setja þorskinn beint á grillið, sérstaklega ef um þétta og góða bita er að ræða. Útvatnaðir saltaðir þorskhnakkar eru tilvaldir beint á grillið kryddaðir með rósmaríni og hvítlauk. Eins finnast mér kinnar af steinbít, lúðu og skötusel til- valdar á grillið.“ Sveinn nefnir að hann taki eftir því að fólk haldi að það eigi að fara sparlega með krydd við matseld á fiski. „Svo er ekki, fiskur þolir að vera kryddaður og um að gera að nota hugmyndaauðgina. Þá er gott að nota olíu, pensla fiskinn með henni á grillinu og dreypa henni á fiskinn eftir að hann hefur verið eldaður.“ dista@24stundir.is Góð ráð fyrir þá sem vilja grilla fisk Mikilvægt að hreinsa grillið vel LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur- plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.