24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Veitingastaðurinn Gullfoss Res- taurant and Lounge var nýverið opnaður í gamla Eimskipshúsinu en búið er að breyta staðnum tölu- vert. Guðvarður Gíslason veit- ingamaður segir bæði vera nýjar áherslur í innréttingum sem og veitingum og víni. „Veitingastað- urinn Salt var hér áður og við breyttum staðnum þannig að veit- ingastaðurinn er þar sem barinn var og barinn þar sem veitinga- staðurinn var. Svo skreyttum við allt upp á nýtt og breyttum heil- miklu. Þetta er miðjarðarhafs- staður með áherslu á spænskt og franskt og við erum með tíu rétta matseðil í New Style Tapas- línunni. Auk þess erum við með a la carte matseðil,“ segir Guðvarður og bætir við að nafn veitingastað- arins hafi að hluta til verið valið vegna staðsetningarinnar. „Stað- urinn er í gamla Eimskipshúsinu en flaggskip Eimskipafélagsins var Gullfoss sem flutti fólk til nýrra menningarheima. Svo má ekki gleyma því að Gullfoss er einn fal- legasti foss landsins og margir ferðamenn sem skoða hann.“ Vínótek frá Ítalíu Guðvarður talar um að það sé mikið úrval léttvína á barnum en auk þess sé svokallað Vínótek á Gullfossi. „Vínótek eru vínvélar sem henta fullkomlega fyrir vín- smakk. Þar getur fólk smakkað mismunandi tegundir af víni, ann- aðhvort fengið sér einn sopa, hálft glas eða heilt glas. Fyrst þarf að kaupa smartkort á barnum fyrir ákveðna upphæð. Í Vínóteki eru átta tegundir af rauðvíni og átta tegundir af hvítvíni en þetta eru fyrstu vélarnar þessarar tegundar á Íslandi. Þessar vélar koma frá Ítal- íu en eru að slá í gegn víða um heim.“ Gullfoss Nýjar áherslur í innréttingum og veitingum. Miðjarðarhafsstaður með mikið úrvali af víni Vínsmakk með smartkorti Á veitingastaðnum Gull- foss Restaurant and Lo- unge má kaupa smart- kort með ákveðinni upphæð sem er nýtt í Vínótek en Vínótek hent- ar fullkomlega fyrir þá sem hafa áhuga á að smakka mismunandi vín. 24stundir/Ómar Spínat er notað í matargerð víða um heim og er má segja eitt vin- sælasta græna grænmetið á mark- aðnum. Ljósgræn spínatblöð eru bragðmildari en þau dökkgrænu og því tilvalin hrá í salat. Dökk- grænu blöðin eru frekar soðin eða elduð í mat en spínat hefur einn sneggsta eldunartíma grænmetis og skreppur saman þegar það er eldað. Spínat má kaupa allt árið um kring en er best frá apríl til september. Ýmislegt girnilegt má elda úr spínati en hér kemur upp- skrift að pasta með spínatpestói og ólífum og hornum (croissants) með spínati. Pasta, furuhnetur og múskat Í þennan rétt þarf hæfilegt magn af pasta og á meðan það er soðið skal vatn soðið í katli og hellt ró- lega yfir poka af spínati sem sett er í sigti. Hristið allt vatn af spínatinu eftir það og setjið í matvinnsluvél. Bætið síðan út í tveimur hvítlauks- geirum, tveimur matskeiðum af góðri ólífuolíu, 200 g af fetaosti og nærri 50 g af furuhnetum. Maukið hráefnið því næst saman þannig að það verði að pestókenndri sósu. Kryddið loks með múskati, salti og pipar. Hrærið sósuna saman við pastað og skreytið með gróft söx- uðum ólífum og því sem eftir er af furuhnetunum og ostinum. Til að pestóið fái enn meira bragð er gott að rista furuhneturnar á pönnu áður. Spínatsmjörhorn Steikið saman spínat og hvítlauk í smá smjöri á lágum hita. Hitið grillið og léttristið hornin, setjið síðan ofan á þau spínatblönduna og brieost. Setjið síðan aftur í ofn- inn og grillið þar til osturinn er bráðnaður. Girnilegt í helgarmorg- unmatinn eða bröns. maria@24stundir.is Hollt og grænt í matargerðina Spínatpestó með pasta Hjá flestum breytist mat- aræðið óhjákvæmilega nokkuð með hækkandi sól og segir Jó- hanna Vigdís Hjaltadóttir, sjón- varpskona og áhugakokkur, að slíkt gildi einnig um sig. „Heima hjá mér reynum við að borða það sem er best á hverri árstíð og þegar daginn fer að lengja og sól- in að hækka á lofti verður meira úrval af fersku grænmeti og ávöxtum. Svo og íslensku græn- meti og þá sérstaklega þegar sumarið kemur. Þá reyni ég fylla heimilið af sólskinstómötum og agúrkum,“ segir Jóhanna Vigdís. Kartöflur með hýðinu Henni finnst frábært að grilla og gerir svo allan ársins hring en þó meira á sumrin en um vetur. Ýmis konar kjöt og kjúklingur er í uppáhaldi á grillið hjá Jóhönnu Vigdísi og segir hún einfaldasta meðlætið með slíku vera kart- öflur sem hún penslar með olíu og setur á bakka. „Ég pakka þeim ekki inn í álpappír því þannig verða þær helmingi betri. Mér finnst gott að setja smjör í kart- öflurnar og láta það bráðna og ég borða alltaf hýðið, mér er sagt að það sé hollast og ég bara trúi því,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún grillar einnig grænmeti á bakka og býr til ferskt salat þar sem hún velur saman grænmeti í fal- legum litum. maria@24stundir.is Mataræðið breytist með hækkandi sól Sólskinstómatar og gúrkur Jóhanna Vigdís Borðar kartöflur með hýðinu. Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Gel/ethanOl aRineldStæði í SumaRbúStaðinn eða heimilið. ReyKlauS OG lyKtaRlauS byltinG í SVefnlauSnum tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði 55 ára Húsgagnavinnustofa rH Frí legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. 20-50% afSláttuR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.